Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 27

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 27
Ingvar Gíslason Byggðin sem hvarf B emskuminningar Faðir minn, Gísli Kristjánsson, skráði á níræðisaldri endurminningaþætti, sem enn liggja í handriti og hafa ekki birst á prenti. Handrit þetta er rúmlega 162 vélritaðar síður eins og hann gekk frá því. Minningar Gísla eru um margt fróðlegar, merkilegar þjóðlífslýsingar og skemmtilegar frásagnir af mönnum og viðburðum. Er ekki ætlun mín að orðlengja um það frekar að sinni. En ég tel ekki óviðeigandi í upphafi minna eigin endurminninga að vísa stuttlega til orða föður míns í handriti hans að því er varðar val hans á framtíðaraðsetri á Norðfirði. Faðir minn var Mjófirðingur, fæddur 12. des. 1893 og gerist sjómaður ungur að árum, fyrst heima á Mjóafírði, síðar í Vestmanna- eyjum margar vertíðir, en settist að segja má alkominn aðáNesi íNorðfirðiréttfyrir 1920, þá hálfþrítugur að aldri. Þar stundaði hann sjómennsku, var háseti, vélstjóri og formaður á norðfirskum bátum næstu ár. Gísli fékk snemma áhuga á að eignast eigin fískibát og vildi komast yfir góða aðstöðu til útgerðar á Norðfirði. Honurn þótti þröngt orðið um slíkt á Nesi og inn eftir Vík og Strönd. Um þetta segir hann orðrétt: „Meöan ég var úti á Nesi varð mér oft litið inneftir þar sem jörð var græn og grösug og eiginlega leitaði hugur minn þangað. Og þangað fór ég og bjó þar 23 ár.“ Er ekki að orðlengja það að í Nausta- hvammslandi eignaðist Gísli þá aðstöðu til vélbátaútgerðar og saltfiskverkunar sem hann stefndi að ásamt landi til þess sjálfsþurftarbú- skapar sem hann vildi hafa. I elstu plöggum frá „landnámi“ pabba er hann nefndur „útvegs- bóndi“ og býli sitt kallaði hann á Bjargi. Endurminning mín að þessu sinni tengist vitaskuld bemskunni og æskunni á Bjargi og því umhverfí sem næst var. Pabbi sá, eins og við blasti fyrir á að giska 90 árum, að jörðin var græn og grösug, að þar var rúmt urn fólk og bjargræðislegt. Ætlun mín stendur nú til þess að endurvekja eftir mætti líf og lit þessa byggðahverfís, sem í mínum huga afmarkast af Vindheimi innst og Skuld yst og minnast fólksins eins og ég man það og mér verður til þess hugsað. Hvað eina, sem missagt er á þessum blöðum, „þá er skylt að hafa það heldur, er sannara reynist“! Margir hafa lagst á það með mér að rifja upp hið liðna. Þeim á ég þakkarskuld að gjalda. Aðkoma eftir 65 ár Þótt liðin séu 65 ár, stendur mér enn fyrir hugskotssjónum dagurinn og stundin síðla 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.