Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 29

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 29
Byggðin sem hvarf Kýr á beit við Vindheim. Eigandi myndar: Skjala- og myndasafn Norðfjarðar. Eigi að síður bjuggu á þessu svæði frá Vindheimi og Miðhúsi um Naustahvamms- landið foma út að Strandarhúsum tugir manna og margt fjölskyldna á minni bernskutíð. Þessa fólks minnist ég sem minna fyrstu nágranna og samferðarmanna. Mig langar að rifja upp það helsta sem snertir þetta byggðahverfí, sem nú er fordæmt, en var lífvænlegt, tjölmennt og framsækið mikinn hluta af öldinni sem leið. Eg hef í huga að telja upp býli, hús og heimili sem um er að ræða og nefna til sögunnar fólk sem ég geymi í minni mínu. Sem áður segir hafa margir vinir og viðmælendur hjálpað mér að rifja upp nöfn fólks og liðna tíð almennt. Stend ég í þakkarskuld við marga í því efni. Prentuð rit norðfirskra sagnfræðinga hafa að sjálfsögðu orðið mér að miklu liði. Þessi grein mín er ekki fræðileg. Hún er skrifuð sem endurminning og ekkert fram yfir það. Þegar byggðin var græn og grösug Eg hef m.ö.o. gefið mér það að í uppvexti mínum hafí verið sérstakt og nokkuð afmarkað byggðarhverfí í Norðfirði, sem miða má að innan (vestan) við Vindheim og Miðhús, að utan (austan) við sjávarbýli Asmundar Guð- mundssonar sem hann nefndi Skuld. Þar utan við hófst Strandarbyggðin og síðan hinir enn ytri bæjarhlutar Neskaupstaðar og koma ekki hér við sögu. Reyndar var landræman utan við Naustahvammslandið nefnd Nesströnd og ekkert vafamál að Skuld var áNesströndinni. Fóðurmjölsverksmiðja dr. Pauls (Gúanó) er í elstu plöggum sögð vera á Nesströnd, svo og lifrarbræðslan „stóra“, sem byggð var um 1930 og nokkur gömul hús á þeim slóðum, þá þegar löngu úrelt. Og auðvitað náði Nes- ströndin lengra út eftir, allt að Tröllanesi. Frekari hugleiðingu um mörkin milli Nes- strandar og Naustahvamms læt ég bíða þar til ég greini frá Naustahvammi og Nausta- hvammslandi hinu foma sem var meginkjami byggðarlagsins. Eins og skipan sveitarfélaga í mínu bams- minni var háttað (1930 - 1944) tilheyrði Vindheimur Norðfjarðarhreppi (sveitinni). Vindheimsbúar áttu skólasókn inn í sveit, en atvinna þeirra bast frekar Neskaupstað. Sama gilti um fólkið í Miðhúsi. Skuld var á austur- jaðri þessarar byggðar og reyndar nokkuð sér á báti. Hefði að ýmsu leyti verið fullt svo eðlilegt að telja byggðarhverfí „mitt“ enda í Gúanó, en ég geri það nú ekki. Hvað sem segja má um jaðra eða inn- og útmörk þessa byggðarlags, þá er kjarni þess augljós. Verða býli, hús og heimili rakin frá vestri til austurs, byrjað í Vindheimi og Mið- húsi og haldið út eftir eins og leiðin lá. Vindheimur og Miðhús í Norðfjarðarhreppi Vindheimur í Norðfírði er síður en svo neitt fornheiti nema hvað orðið sem slíkt kemur íýrir í Völuspá. Búseta er talin hafa byrjað þar noklcru fyrir aldamótin 1900. Mínarheimildir (munnlegar) segja að þar hafí fyrstur manna komið upp bæ eða íbúðarhúsi, vafalaust með grasnyt, norðlenskur maður að nafni Rafn 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.