Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 35

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 35
Byggðin sem hvarf Þessi mynd sýnir lögnn Norðfjarðar og meginbyggð Neskaupstaðar um 1940. Fremst má sjá hvernig Norðfjarðará liðast niður gróðursæla sveitina utanverða. Leiran er óspillt af mannvirkjum. Ormsstaðasandur heldur sínu forna lagi milli sjávar og Leiru. Ósinn klýfur Sandinn og opnar ánni leið til sjávar og skolar trúlega söltum sjó inn á Leiruna. Kría verpti I hólmum. „ Byggðin sem hvarf' er innst á strandlengjunni og sker sig úr þéttbýlinu úti á Nesi. Xfir öllu gnæfir ógnandi bratti fallsins. Ljósmyndari: Björn Björnsson. Eigandi myndar: Skjala- og myndasafn Norðjjarðar. lengi búið á Akureyri og vissi ég vel til hennar meðan ég átti þar heima. Þegar ég horfí um öxl og hugsa um upp- vaxtarár mín á Norðfirði og hef þá ekki síst í huga áratuginn 1930-1940, staðnæmist ég alltaf við þá staðreynd, að ég ólst upp við heimskreppuna miklu, sem enn er vísað til sem e.k. hallærisára 20. aldar. Kreppan sagði vissulega til sín á íslandi sem annars staðar og setti sinn svip á þjóðlífið. Hún kom hart niður á Norðfírðingum og birtist þar upphaflega sem „saltfiskkreppa“, því að í Neskaupstað gekk allt út á að veiða þorsk á línu og vinna aflann sem „saltfísk“, sólþurrkaðan, saltaðan þorsk til sölu í Miðjarðarhafslöndum, Spáni, Portúgal og Ítalíu, eitthvað til Grikklands og nokkuð til Brasilíu og Kúbu. Þessi fram- leiðsla hafði yfirleitt gefið vel af sér fram eftir öldinni og átti m.a. meginþátt í því hversu hratt byggðin óx á Nesi í Norðfirði. Nesþorp sem var byggðarkríli um aldamótin 1900, var orðið fjölmennasta þéttbýli á Austurlandi um 1930. Kauptúnið fékk þá kaupstaðarréttindi, sem var hin fullkomna fremd í sögu hvers sveitarfélags. Ekki fer milli mála að það var hugur og dugur í Norðfirðingum á þessu vaxtarskeiði. Löngum var vitnað til „stóru karlanna“, Sig- fúsar og Konráðs, sem héldu uppi umsvifa- miklum atvinnurekstri, útgerð, fiskvinnslu og verslun, því athafnir þeirra báru mjög af. Þess gætti að sjálfsögðu að þeir væru kallaðir „eigendur plássins“, „allsráðandi mógúlar“. Ekki ætla ég að draga úr veldi þeirra Sigfúsar og Konráðs þegar hæst lét. Verkamenn og sjó- menn áttu nrikið undir þeirn um atvinnu sína, launakjör og aðra afkomu. En kreppan mikla kom vitaskuld niður á stóratvinnurekendum. „Byltingin étur börnin sín!“ Fyrirtæki Konráðs Hjálmarssonar bar ekki sitt barr eftir þetta, en 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.