Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Síða 49

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Síða 49
Byggðin sem hvarf veitna ríkisins (RARIK) og var um árabil rafveitustjóri í Neskaupstað. Leiðir okkar lágu aldrei saman á þessum árum. Eg talaði einu sinni við hann í síma árið 1983 og leitaði hjá honum ásjár um mál sem mér lá á hjarta. Varð hann vel við liðsbón minni og leysti málið farsællega. Þegar ég heyrði andlát Magnúsar og við báðir aldnir að árum, varð mér hugsað til bernskuáranna. Eg minntist þessa tíma og fornrar vináttu okkar með nokkrum orðum í Morgunblaðinu, sem raunar var lítið meira en þetta vísukorn: Marga leit ég liðna stund, Ijúft er þær að muna. Man ég þá að mjótt var sund milli Bjargs ogHruna. Jakob Pálmi Hólm Hermannsson var yngri bróðir Magnúsar. Hann var á svipuðu reki og Kristján bróðir minn. Þeir voru mestu mátar og ekki örgrannt um að við Maggi litum á þá sem óvita sem gæta þyrfti og passa vel upp á þá. En sem þeir eltust óx vitþroski þeirra og eitthvað jafnaðist aldursbilið milli okkar. Jakob var eins og Magnús klár náungi og skemmtilegur. Flest lék í höndum hans og fór hann í fyrstu sömu leið og Maggi. Hann stundaði vélvirkjanám og hafði Reyni Zoéga að lærimeistara. Jakob staðnæmdist ekki lengi í vélvirkjun. Hann sneri blaðinu nánast við og gerðist bókari hjá bæjarfógetanum í Neskaup- stað, sinnti því hlutverki urn tíma, en fluttist með konu og börnum til Reykjavíkur fyrr en varði og fékk vinnu hjá Einari J. Skúlasyni skriftvélasala á Hverfisgötunni. Þar hitti ég Jakob, keypti m.a. af honum þá einu ritvél sem ég hef getað handleikið eins og penna og æsti mig ekki gegn sér með tæknilegum ollátungs- hætti. Það var gaman að spjalla við Jakob um forna tíð á Norðfírði og hvaðeina, enda var hann eins og á bernskuárum vel máli farinn, klár og snaggaralegur. En svo lögðust á hann veikindi, sem hann hefur orðið að stríða við lengi. En ævinlega minnist ég Magga og Jak- obs og foreldra þeirra sem góðra granna. Gata Eitthvert minnisstæðasta fólk í nágrenni bernsku minnar voru Jón Einarsson og kona hans Kristjana Jakobsen, færeysk að ætt. Þau bjuggu í torfbæ með eldhúsi og tveimur herbergjum inn af á neðri hæð og geymslu- lofti þar yfir. Eg held að þessi bær Jóns og Kristjönu hafi verið sýnu rúmmeiri en bær Hjörleifs og Margrétar áður en Hermann og Jóhanna stækkuðu þau húsakynni og fyrr er frá sagt. - Jón og Kristjana kölluðu þetta sjávarbýli sitt í Götu, og kann nafnið að vera sótt til Færeyja. Eins og áður segir var býli þetta austast (yst) í Naustahvammslandi þar sem áður var lcotið Hrapandi. Því fylgdi landskiki, ræma eða rák frá fjöru til fjalls, þar sem stunda mátti túnrækt og skepnuhald og aðstaða var til útræðis. Bærinn stóð svo framarlega á sjávarbakka sem frekast mátti verða. Þegar ég man fyrst eftir voru tveir synir Jóns og Kristjönu, Þorsteinn og Sigurður, til heimilis í Götu, ókvæntir þá. Þeir áttu trillu saman og sóttu sjóinn. Höfðu þeir komið sér upp bryggju og aðgerðaraðstöðu, sem hæfði útgerð þeirra, dugandi verkmenn og allt hreint og snyrtilegt í kringum þá. Reyndar var viðbrugðið hversu snyrtimennska, góð umgengni, var einkennandi á þessu heimili þar sem Kristjana réð húsum. Vel má halda því fram að þar hafi ráðið færeyskur uppruni hennar, því þrifnaður og hibýlaprýði er þekkt í Færeyjum. En þó leyfi ég mér að minna á það sem áður er sagt um umgengni Jóhönnu og Hermanns í Hruna. Þar skorti ekki á þrifnað í þröngum húsakynnum. Jón Einarsson var nokkuð fornlegur í háttum. Hann var vissulega aldraður maður á bemskuárum mínum, gamall karl með stafprik í hendi, sísýslandi við sauðfé sitt og geitur og kúna, sem mér fínnst að hafí verið ein, en kann að vera misminni, hann gat svo sem 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.