Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 50

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 50
Múlaþing Kristjana Jakobsen ogJón Einarsson, Götu. Eigandi mynda: Sigrún Kristín Þorsteinsdóttir. hafa átt tvær kýr, en ég efast um það. Jón Einarsson gerði ekki víðreist um ævina. Hann fór sjaldnast af bæ, hvorki inn né út nema í haustgöngum. Ferðalag hans gekk út á þetta blábeina strik með staf í hendi frá fjöru, þar sem bærinn stóð, til tjalls, þar sem útihúsin voru. Þessi rák var túnið hans, töðuvöllurinn, en sennilega hefur hann heyjað eitthvað á dreifðutn engjum ofar til fjallsins. Búskapur Jóns var utanstæður við allar kreppur heims- ins. Sjósókn sona hans sá þar að auki vel fyrir frumþörfum fólks á þessu sjávarbýli. Um Jón vissi ég ekki fyrr en löngu síðar að hann ólst upp með móður sinni einstæðri á öðru þeirra kota í Naustahvammslandi sem í eyði fóru í snjóflóðinu mikla 1886. Bjargaðist hann naumlega og lá lengi dags bjargarlaus undir snjófargi. Hann skorti því ekki lífs- reynsluna. Kristjana Jakobsen, kona Jóns, átti líka sína lífsreynslu. Hún fluttist nærri fertug ekkja til Norðfjarðar frá Færeyjum. Mun hún hafa fylgt löndum sínum setn þá stunduðu útróðra frá Norðfirði. Þetta skeði nokkrum árum fyrir aldamótin 1900. Þar kynntist hún Jóni Einarssyni, sem var vinnumaður hjá Ara í Naustahvammi og brá ekki vana sínum að vera hvergi nema á Naustahvammsbæjum. Þau Kristjana tóku saman og í Arabæ fædd- ist þeim sonurinn Einar (Einar á Marselíu, kunnur bátaformaður) og dó 105 ára allra karla elstur. Sigurður Jónsson varð 103 ára, svo ekki skorti langlífið þessa færeyskættuðu Norðfirðinga. Kristjana dó í hárri elli, og Jón náði háum aldri. En nú langar mig að víkja nokkrum orðum að þriðja syni Jóns og Kristjönu, Þorsteini Norðfjörð Jónssyni. Hann þekkti ég best bræðranna eða man a.m.k. best eftir honum, m.a. vegna þess að hann leigði hjá pabba íbúð á Bjargi þegar þau giftust Sigríður Elíasdóttir og hann. Man ég ekki betur en elsta barn þeirra, Sigrún Kristín (Kidda) fæddist á Bjargi árið 1934. 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.