Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Blaðsíða 50
Múlaþing
Kristjana Jakobsen ogJón Einarsson, Götu. Eigandi mynda: Sigrún Kristín Þorsteinsdóttir.
hafa átt tvær kýr, en ég efast um það. Jón
Einarsson gerði ekki víðreist um ævina. Hann
fór sjaldnast af bæ, hvorki inn né út nema í
haustgöngum. Ferðalag hans gekk út á þetta
blábeina strik með staf í hendi frá fjöru, þar
sem bærinn stóð, til tjalls, þar sem útihúsin
voru. Þessi rák var túnið hans, töðuvöllurinn,
en sennilega hefur hann heyjað eitthvað á
dreifðutn engjum ofar til fjallsins. Búskapur
Jóns var utanstæður við allar kreppur heims-
ins. Sjósókn sona hans sá þar að auki vel fyrir
frumþörfum fólks á þessu sjávarbýli.
Um Jón vissi ég ekki fyrr en löngu síðar
að hann ólst upp með móður sinni einstæðri á
öðru þeirra kota í Naustahvammslandi sem í
eyði fóru í snjóflóðinu mikla 1886. Bjargaðist
hann naumlega og lá lengi dags bjargarlaus
undir snjófargi. Hann skorti því ekki lífs-
reynsluna. Kristjana Jakobsen, kona Jóns, átti
líka sína lífsreynslu. Hún fluttist nærri fertug
ekkja til Norðfjarðar frá Færeyjum. Mun hún
hafa fylgt löndum sínum setn þá stunduðu
útróðra frá Norðfirði. Þetta skeði nokkrum
árum fyrir aldamótin 1900. Þar kynntist hún
Jóni Einarssyni, sem var vinnumaður hjá Ara
í Naustahvammi og brá ekki vana sínum að
vera hvergi nema á Naustahvammsbæjum.
Þau Kristjana tóku saman og í Arabæ fædd-
ist þeim sonurinn Einar (Einar á Marselíu,
kunnur bátaformaður) og dó 105 ára allra
karla elstur. Sigurður Jónsson varð 103 ára,
svo ekki skorti langlífið þessa færeyskættuðu
Norðfirðinga. Kristjana dó í hárri elli, og Jón
náði háum aldri.
En nú langar mig að víkja nokkrum orðum
að þriðja syni Jóns og Kristjönu, Þorsteini
Norðfjörð Jónssyni. Hann þekkti ég best
bræðranna eða man a.m.k. best eftir honum,
m.a. vegna þess að hann leigði hjá pabba íbúð
á Bjargi þegar þau giftust Sigríður Elíasdóttir
og hann. Man ég ekki betur en elsta barn
þeirra, Sigrún Kristín (Kidda) fæddist á Bjargi
árið 1934.
48