Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 51

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 51
Byggðin sem hvarf Ég hef áður minnst á að Þorsteinn og Sig- urður stunduðu trilluútgerð frá Götu. Sigurður sá um landverkin, en Þorsteinn var drifkraft- urinn á sjónum, enda dugandi sjómaður alla tíð á hvaða fleytu sem var. Fannst mér alltaf meiri fyrirferð á Þorsteini en öðru heim- ilisfólki í Götu, Sigurður var dagfarsprúður, Jón sýslaði við búskapinn og Kristjana hélt sig við sitt, en þótti skapmikil undir niðri og þoldi illa áreiti og átroðning. Hún var almennt ómannblendin og fálát. Þorsteinn var ekkert af þessu. Hann var mannblendinn og félagslyndur og sagður póli- tískur, vinstrisinnaður að sjálfsögðu. En fyrst og fremst var hann framtakssamur eljumaður og góður liðsmaður að hvaða verki sem hann gekk. Hann eignaðist mikið góða konu, hana Siggu Elíasar, sem alltaf var létt í skapi og féll aldrei verk úr hendi. Þau komu sér upp húsi í Götulandi og nefndu Móakot, húskríli reyndar, sem hafði verið sumarbústaður inni í sveit. Hef ég minnst á þetta áður. Ég fór svo snemma frá Norðfirði að ég þekki ekki alla sögu Steina og Siggu nema af afspum. Þorsteinn réðst á norðfirsku togarana, þegar þeir komu til sögu upp úr stríði. Ævi hans lauk svo að hann fórst í vinnuslysi um borð í togaranum Agli rauða í febrúar 1952. Hann var þá 48 ára og skildi eftir sig konu og fimm böm. Gúanó og Nesströnd að Skuld Ekki veit ég hvort húsheitið Gúanó er enn þekkt á Norðfirði, trúlega er það framandi yngstu kynslóðinni. Árið 1927 reisti þýskur maður með ein- hver tengsl við Noreg fóðurmjölsverksmiðju á Norðfirði, „á Nesströnd“ eins og þar segir. Athafnamaður þessi var nefndur dr. Paul og hafði áður staðið í framkvæmdum á Islandi og var kunnugur hér á landi. En aldrei mun hann hafa komið til Norðíjarðar sjálfur. Forstöðumaður byggingarframkvæmdanna var norskur maður, Joachim Jentoft Indbjör frá Molde, ævinlega nefndur Indbjör. Allar byggingar þessarar verksmiðju vom innflutt einingahús. Verksmiðjan var byggð af járni, vélahúsið mikla og mjölgeymslan, hvort- tveggja húsið með braggasniði. Lýsistankar risu vestan við þessi hús og gerð mikil og traust stórskipabryggja með brautarteinum. Þetta vom allt fallega hönnuð mannvirki og blöstu vel við bamsaugum mínum heiman frá Bjargi. Gúanónafnið dró verksmiðjan af því að Norðmenn kölluðu hana Guano-fabrikk. Frammerking orðsins er raunar „fugladrit“ og komið úr suður-amerísku indíánamáli. En í Evrópumálum merkir orðið „fóðurmjöl úr físki“. Þorsteinn Norðjjörð Jónsson og Sigríður Elíasdóttii: Móakoti. Ljósmyndari ókunnur. Eigandi myndar: Sigrún Kristín Þorsteinsdóttir. 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.