Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 58

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 58
Múlaþing Bjarni Jónsson frá Þuríðarstöðum. Myndin birtist í bókinni Ljóðmœli sem gefm var litárið 1935 af nokkrum vinum hans. Hungraða saddi og svalaði þyrstum, huggaði hjálparlausa, alla g/addi hann gjöfum sínum því að hann gaf með gleði. Þessi orð lúta að móttökunum, sem ferðamenn fengu, þegar þeir komu þreyttir og þurfandi fyrir hressingu úr verslunarferðum yfir Eskifjarðarheiði, sem er þungur ijallvegur í rúmlega 600 m hæst og drjúglangir aðliggj- andi dalir báðum megin auk þess að heiðin er þokusæl á sumrum og snjóþung á vetrum. Alls munu vera um 20 km frá Þuríðarstöðum að Veturhúsum, sem er innsti bær í Eskiíjarð- ardal og 4 km þaðan út í miðjan kaupstað á Eskifirði. Glögg og rudd gata er á heiðinni og hefur varðveist vel. En þessa leið fór Bjarni oft á árunum 1875 - 1892. Fyrst mun faðir hans hafa leyft honum að fljóta með í kaup- staðarferðum. Svo virðist sem Bjami hafi verið ákaflega bráðþroska andlega, snemma orðið læs og hlustað vel eftir umtali. Verður hér látin fylgja þessu til sönnunar frásögn í handritum hans sjálfs: „Einu sinni voru hjón í húsmennsku hjá for- eldrum mínum, Eiríkur Bjamason og Sesselja Jónsdóttir frá Papey. Þau voru bæði fluggáfuð og svo bókelsk að þau vildu helst alltaf liggja í bókum. Maðurinn kunni heila þætti úr fomsög- unum utan að og margt af vísum fomskálda og kvað þær við raust. Um eitt þessara skálda sagði hann: „Honum var skáldskapurinn svo tiltækur að hann orti af munni fram“. Ég man hve ég undraðist slíka skáldgáfu. En hann lagði sig líka eftir ljóðum hinna yngstu skálda, Steingríms, Benedikts Gröndals og Gísla Brynjólfsonar og útvegaði mér Svöfu, kvæðabók sem hinir yngri gáfu út í sameiningu, og síðar Snót og kvæði Jóns Thoroddsens o. fl. Svanhvít kom síðar. Kona hans var sílesandi og hafði frá mörgu að segja. Hún kunni dönsku, þó eigi vissi ég hvar hún hafði lært hana. Þótti mér það merkilegt, að fátæk bóndakona skyldi vera svo vel að sér. Vaknaði þá heldur en ekki löngun hjá mér til þess að geta komist til jafns við hana og lært að lesa danskar bækur líka. Upp frá þessu varð Eiríkur gamli minn kær- asti vinur. Hann léði mér hverja bókina af annarri. Ein af þeim var Goðafræði Grikkja og Rómverja í þýðingu Steingríms Thorsteinsonar. Og þó að efni þeirrar bókar væri ekki við mitt hæfi, þá laðaðist ég að hinu frábærlega fagra máli, sem á henni var. - Þetta nýja mál varð mér unaður og ég þráði hjartanlega að læra það til hlítar svo að ég gæti ritað það.“ Sóknarmannatal Eiðasóknar vantar frá þessum árum, svo að ekki sést hvenær Eiríkur og Sesselja hafa verið á Þuríðarstöðum. Vorið 1869 fluttust þau frá Gilsá í Breiðdal að Ásgeirssöðum, hann 36 ára, hún 37 ára og 56
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.