Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 71

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 71
Fornbyggð í Norðfirði Bryndis Zoega, landfræðingur, við uppmœlingu meintrar kirkjutóftar innan gerðis sem áfast er túngarðinum. Eins og sjá má eru leifar kirkjugarðsins að hverfa í kjarrgróður en enn má greina friðlýsingarstaur sem stendur fyrir miðri kirkjutóftinni. I baksýn er Kirkjubólsbœrinn. Ljósmyndari og eigandi myndar: Guðný Zoega. Eftir þessa viðburði á kirkjan að hafa verið flutt til Skorrastaðar. Ekki skal hér fullyrt um hugsanlegan sannleikskjarna sögunnar en elstu heimildir um kirkju á Skorrastað er að finna í elstu kirknaskrá landsins frá um 1200,14 en þar er kirkju á Asmundarstöðum hvergi getið. Ætla má að kirkja hafi verið á Skorrastað allt frá upphafí kristni en alls ekki er óhugsandi að fleiri kirkjugarða frá elstu tíð sé að finna innan fjarðar. Vísbendingar eru um mikinn fjölda smærri heimiliskirkna og kirkjugarða á 11. öld en þeim virðist fara mjög fækkandi í byrjun 12. aldar15 sem gæti komið heim við þann tíma sem Asmundarstaðir eru taldir fara í eyði. Ásmundarstaða er einnig getið í eyðibýla- skrá Ólafs Olaviusar frá 1776 en þar eru þeir kallaðir „hjáleiga frá Hóli.“16 Þar hlýtur að vera um einhver misskilning að ræða þar sem minjarnar eru nú sem fýrr í landi Kirkjubóls. Aðrar heimildir er ekki að fínna um staðinn en við fornleifarannsóknina 1999 kom í ljós að þar hefur verið byggð líklega allt frá 10. öld en túngarður hefur verið farinn að láta á sjá þegar Heklugjóska frá 1158 féll yfir svæðið. Ekki komu fram órækar heimildir um endurbyggingu garðsins en hann virðist fara snemma úr notkun. I bæjarhólnum kom fram torf og mögulegt gólflag í íveruhúsi sem hefúr verið aflagt löngu fyrir 1362. Líklega er þetta bærinn sem túngarðurinn hefur tilheyrt. Efst í hólnum voru leifar bygginga sem hafa verið endurbyggðar a.m.k. einu sinni. Fyrst hefúr verið byggt þar eftir 1362 og síðan aftur eftir 1477. Gjóska frá 1875 lá yfir tóftunum og hafa þær líklega verið komnar úr notkun fyrir 1800. 14 Dipl. isl. (íslenskt fornbréfasafn) XII bindi. Gefið út af hinu íslenzka bókmenntafélagi, Reykjavík 1909-1913, bls. 4. 15 Guðný Zoéga, Skagfirska kirkjurannsóknin. Framvinduskýrsla, Byggðasafn Skagfirðinga 2009. 16 Ólafúr Olavius, FerðabókII, Reykjavík 1965, bls. 143. 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.