Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 73

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 73
Fornbyggð í Norðfirði Horft til suðausturs yfir Barðsnes og Rauðubjörg. Hœgra megin við miðju myndar er Skollaskarð ífjallsbrúninni og geta glöggir menn greint skriðuna til hœgri niður frá því. Við enda skriðunnar er grasi vaxið svœði þar sem fmna má heimatún Bœjarstœðis. Ljósmyndari og eigandi myndar: Jóhann Zoega. um livort bærinn hefur verið fluttur eða hvort að tvíbýlt hafi verið til forna á Kirkjubóli. Hinsvegar leggst byggð á Asmundarstöðum af snemma og er forvitnilegt að velta fyrir sér hverju sæti. Hálfdan Haraldsson á Kirkjumel telur mögulegt að hvarfi bæjarlækjarins kunni að vera um að kenna. Greinilegt er að lækur hefur runnið um túnið fyrrum en nú er þar hvergi rennandi vatn. Vera kann að skriðuföll eða aðrar náttúrulegar orsakir hafi orðið til þess að lækurinn beindist í annan farveg. Örnefnið Kirkjuból gæti vísað til kirkju þeirrar sem varðveist hefur sem minni í þjóð- sögunum en hvort kirkjan hefur verið austan eða vestan Kirkjubólsár skal ósagt látið. Til- vist kirkjugarðs og kirkju á Asmundarstöðum er enn ósönnuð og væri það forvitnilegt rann- sóknarverkefni. Sú rannsókn þyrfti þó að fara fram áður en að allt minjasvæðið hverfur í skóg. A Bæjarstæði voru vísbendingar um að byggð hafi hafist þar á 10. - 11. öld en ólíkt Asmundarstöðum virðist þar hafa verið byggt upp aftur á 12. - 13. öld. Efst við túngarðinn komu í ljós leifar íveruhúss sem hefur verið fallið nokkru áðuren 1159-gjóskan féll. Það kann því að vera að byggð hafi lagst af þarna um tíma, í það minnsta. Verið getur að skriðan sem liggur niður að bæjarstæðinu hafi haft eitthvað með það að gera en ekki var hægt með þessari takmörkuðu rannsókn að ákvarða hvenær hún féll. Bæjarhúsin hafa upphaflega verið efst í túninu rétt neðan sknóufótar. Vera kann að byggð hafi fallið niður um einhvem tíma eftir skriðufallið en bærinn síðan verið endurreistur og bæjarhúsin sjálf flutt austar innan túngarðs, Qær skriðunni. Þetta verða þó aldrei annað en getgátur þó svo að frekari og ítarlegri rannsókn gæti leitt þetta í ljós. Hvers vegna byggð hefur lagst endanlega af þama er óvíst. Ekki hefur það verið af vatnsskorti því að ennþá rennur bæjarlækur niður mitt túnið. Hugsanleg skýring er sú að þama er mjög mýrlent og er neðri hluti túnsins ákaflega blautur og erfiður til ræktunar. Þetta sést á því að skurður hefur verið grafinn, líklega í tengslum við beitarhúsin, eftir endilöngu túninu til þurrkunar. Sú takmarkaða rannsókn sem fram fór sumarið 1999 leiddi í ljós mikilvæga nýja vitneskju um elstu byggðarsögu Norðljarð- arhrepps hins forna. Sú túlkun niðurstaðna sem hér er lögð fram er að miklu leyti getgátur. Víðtækari rannsóknir í framtíðinni kunna svo að leiða í Ijós hvort þær hafa átt við rök að styðjast. 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.