Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Síða 76

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Síða 76
Múlaþing þá, sem eru ung, þar á meðal er Ketill prestur. Guðrún kona Eiríks virðist hafa haft mest ráð á Eiðum af bömum Arna sýslumanns, átti hálfan Eiðastól, og koma þar við sögu börn hennar, Ragnhildur og Þorleifur, en ekkert af börnunum mun hafa verió þess megnugt að leysa til sín höfuð-bólið til arfaskipta. Eiríkur prestur dó 1647, en Ketill prestur sonur hans fékk Desjarmýri 1661 og sat þar í 10 ár, að því er virðast má ókvæntur. Arið 1671 fékk hann Eiða, en þá hafði Þorsteinn prestur á Svalbarði Jónsson keypt Eiða og nú samdist með þeim að hafa brauðaskipti, séra Katli og séra Þorsteini, og fór Ketill í Svalbarð 1672. I uppbót á skiptin lét svo Þorsteinn prestur séra Ketil hafa Kristrúnu dóttur sína, rúmlega tvítuga stúlku, og settust þau nú að Svalbarði, séra Ketill og Kristrún. Þar sat séra Ketill í móðuharðindunum er ódæmi skullu á sveit hans og nærliggjandi byggðarlögum, og datt ekki í hug að flýja af hólmi, og engin saga fer af honum, fyrr en 1690. Þá varð hann úti í embættisferð, og segir hvergi greinilega frá tíðindunum, því flestir annálar þegja um atburðinn. Hér hafði hörmulegur atburður gerzt. Konan var fertug að aldri og bömin orðin 11 og það elzta á 15. ári, en það yngsta ófætt. Séra Þorsteinn faðir hennar sat þá enn á Eiðum, og Kristrún flyzt búferlum í nágrennd við hann, Jórvík í Hjaltastaðaþinghá. Fimm af bömunum voru drengir og þeir voru teknir í fóstur, og fór Jón 4 ára gamall að Garði í Kelduhverfi, Þorsteinn til afa síns á Eiðum og síðan í Vallanes, 3 ára, Sigurður 1 árs í Sauðanes til séra Bessa Jónssonar og Sig- ríðar Jóhannsdóttur þýzku á Egilsstöðum í Vopnafirði. Magnús og Runólfur voru elztir, og Magnús alinn upp í Vigur, hjá Magnúsi Jónssyni, digra, er annaðist nám hans. Hér var drengilega skotizt undir bagga, því allir drengimir urðu prestar. Jón á Myrká, Þor- steinn á Hrafnagili, Magnús á Desjarmýri, d. í bólu 1708, og Runólfur á Hjaltastað, fórst í Njarðvíkurskriðum 1712, en Kristrún lifði til 1732. Sigríður hét ein af stúlkunum og fór í fóstur til afa síns á Eiðum. Þar er hún 20 ára 1703. Hún bar nafn Sigríðar, móður Þor- steins prests, Einarsdóttur frá Héðinshöfða. Hún kemur enn við sögu. Sigurður yngstur bræðranna gerðist fyrst aðstoðarprestur séra Þorvaldar Stefánssonar á Hofi í Vopnafirði 1724. Þá fékk hann Skeggjastaði og kvæntist Ingibjörgu (4 ára 1703) Jakobsdóttur prests á Kálfafellsstað Bjamasonar, prests í Þingmúla og skálds Gissurarsonar. Það orðspor hefúr farið af Sigurði presti, að hann hafi verið hagmæltur og skemmtinn. En það varð stutt í dvöl þessara prestshjóna á Skeggjastöðum. Sigurður andaðist 1731. Þau eru talin eiga þá þrjá drengi. Bessa, sem ber nafn séra Bessa á Sauðanesi, fóstra Sigurðar, Jakob, heitinn eftir móðurföður sínum Jakobi presti á Kálfafells- stað. Er þar með Jakob söguskrifari kominn til sögunnar. Þriðji bróðirinn hét Runólfur og dó á unga aldri. Eftir lát Sigurðar prests veit enginn neitt um Ingibjörgu. Þetta er nafn sem maður stanzar við, komið ofan af 15. öld í ættinni og ein húsfreyja ber það nú á hinum gömlu ættarslóðum. Móðir séra Jak- obs á Kálfafellsstað og kona Bjarna prests í Þingmúla, var Ingibjörg Amadóttir prests í Vallanesi, Þorvarðarsonar, en móðir Árna prests var Ingibjörg Árnadóttir frá Busta- felli, Brandssonar. En hvaðan sækir Árni á Bustafelli þetta nafn? Kona hans er Úlfheiður Þorsteinsdóttir sýslumanns Finnbogasonar, en móðir Úlfheiðar er Sesselja Torfadóttir sýslu- manns í Klofa á Landi en móðir Torfa d. 1505, er Ingibjörg Eiríksdóttir á Skarði á Landi. Hér þrýtur mann, en maður sér samt að Ingibjörg Eiríksdóttir er afkomandi Ragnhildar, systur Ingibjargar Eiða-Pálsdóttur, konu Lofts ríka. Árni bóndi sækir langt til nafngiftanna á böm sín. Sonur hans heitir Eiríkur. Það er án efa Eiríkur á Skarði, faðir Ingibjargar, Kráksson gamla. Ingibjörg Jakobsdóttir sýnist hafa dáið eigi miklu síðar en séra Sigurður. Drengirnir fara í fóstur. Systir Ingibjargar var Margrét, 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.