Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Síða 79

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Síða 79
Jakob söguskrifari prestur á Hofi Eiríksson, er fyrr gat, að sleppa Hofi fyrir fellir á kúgildunum. Bjó hann síðan um tíma í Hofsborg, en séra Skafti Amason, tengdasonur hans, tók við Hofi. Það horfði til landauðnar norðan Lagarfljóts og norður um Þingeyjarsýslu. Lagður var skattur á aðrar sýslur til að koma byggð aftur í horf, og tók Pétur sýslumaður Þorsteinsson vitnisburði bænda um fjárhag og bústofn og er hryggilegt þá skýrslu að lesa. Það var 1758 að Pétur sýslumaður fékk fé í hendur til þess að styrkja bændur til búskapar á umræddu svæði. I þessu umróti má gera ráð fyrir að Jakob breyti sínu ráði og flytji til Vopnafjarðar. Hann er kominn að Felli 1759, því þá fæðist Ingiríður dóttir hans þar á bæ, og árið eftir fæðist Ingibjörg þar líka en í Norður-Skálanesi eru þær fæddar. Guðlaug 1767 og Margrét 1768. Það sem meðal annars gat dregið Jakob til Vopnaijarðar og í Fell, er nágrennd við Guðmund prest Eiríksson, en þeir voru þremenningar að frændsemi, því Ami Eiríksson föðurfaðir séra Guðmundar var bróðir séra Ketils á Svalbarði, afa Jakobs. Guðmundur var gáfumaður og menntavinur, skáldmæltur og ritaði ýmislegt. Við Norður- Skálanes hefur Jakob frekast verið kenndur en þó mun hann farinn þaðan um 1773 og kominn að Ytra-Núpi og þaðan fór hann að Breiðumýri og þar dó hann fyrir mitt ár 1779, að það vitnast að hann er dáinn. Hefúr hann þá verið 52 - 54 ára gamall. Fyrir utan þau börn, sem hér eru talin, voru böm Jakobs, Runólfur og Guðrún er fluttust burtu úr sveitinni og ég veit ekki aldur á. Svo sem sagði er allmikið til af hand- ritum Jakobs, og ekki er vitað um fmmsamin verk frá hans hendi, utan vísur og smákvæði, sem geymzt hafa á Landsskjalasafni og getur Stefán prófessor Einarsson um það í bók sinni ,Austfirzkskáld\ en alllangt kvæði er til, sem heitir „Vopnfirðingakvæði“ eða bragur, og fáir eru líklegri til að hafa ort það en Jakob. Er það í þeim skemmtistíl, sem til er vitnað um hann í áður tilfærðri vísu. Eftir þeim mönnum sem koma fyrir í kvæðinu, hefur mérþótt eins miklar líkur á því að kvæðið væri eftir föður hans, séra Sigurð, og ekki líkt innansveit- armanni að skimpast að sínum sveitungum. Fer og ekki orð af því, að Jakob hafi átt í útistöðum við nokkra menn, en vísnaglettur virðast fara milli hans og Jakobs Guðmunds- sonar á Ytri-Brekkum á Langanesi, sem á margt handrita í Landsskjalasafni. Hefur hann líka verið skrifari, en þeir skrifaramir hafa haft eitthvað hver út á annan að setja. En hvað skrifaði Jakob? I Landsskjalasafni [Handrit þessi em nú varðveitt í Amastofnun. Ritstj.] er margt handrita eftir Jakob og em þau eigi færri en 14 safnnúmer, sem Jakob kemur við. Sum af þeim em ærið stórvaxin, og hef ég þó ekki skoðað þau öll. Ein sögu- bók er 339 blöð, 678 blaðsíður, og er þar af leiðandi ekki neitt smávirki. Til þess að gefa hugmynd um hvaða sögur Jakob skrifaði og hvílíkt óhemjuverk heflir legið á bak við þessar skiiftir tel ég þessar sögur hér á eftir og vísa til bókarinnar í safninu. No. 6850 í. B. 8vo 339 bl. skrifað um 1770. Sögubók með hendi Jakobs Sigurðssonar: 1. Sagan afÞjalar-Jóni. 2. Sagan af Sigurði og Valbrandi. 3. Sagan af Flórens kóngi og sonum hans. 4. Sagan af Flórens og Blanzeflúr. 5. Sagan af Sigurði þögla. 6. Sagan af Saulor og Nikanor hertoga. 7. Sagan af Asmundi víking. 8. Sagan af Sigurgarði hinum frœkna. 9. Sagan af Fertram og Plató. 10. Sagan afVilmundi viðutan. 11. Sagan af Jallmanni og Hermanni. 12. Sagan af Viktor og Bláus. 13. Sagan af Agli einhenta og Asmtmdi berserkjabana. 14. Sagan af Samsoni fagra. 15. Sagan af Gideon kóngi og hans syni öskupart. 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.