Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 88

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 88
Múlaþing hafa þrír verið álitnir vera úr Múlasýslum, þeir Jóhannes Tómasson, Pétur Kolbeinsson og Brynjólfur Jónsson. Að líkindum voru hinir tveir Jón Sveinsson og Franz Illugason. Óljóst er hvaðan Jón var ættaður, en Franz var fæddur í Vestmannaeyjum og var síðar búsettur í Arnessýslu. Allir þessir fimm vefarar skiluðu sér áfram til starfa innan vefnaðarhandverks- ins. Jón Sveinsson varð taugerðarmeistari í Danmörku, en hinir störfuðu við vefnað, ýmist við Innréttingavefsmiðjurnar í Reykjavík eða við heimilisvefsmiðjur í Borgarfirði.12 Að því leyti tókst vel til með fyrstu vefarana sem lærðu vefnaðarhandverkið hjá Adam Ritter. Flestir stunduðu iðn sína áfram, en enginn þeirra virðist þó hafa byggt upp vefnaðar- iðnaðinn í heimahögum sínum. Skal nú vikið nánar að Austfirðingunum þremur. Jóhannes Tómasson réði sig strax á fyrsta ári vefsmiðjunnar í læri til Ritters vefmeistara. Hann er talinn hafa verið úr Múlasýslu,13 en ekki hefur tekist að hafa upp á honum í ættfræðiritum Austfirðinga. Vitað er að hann var vinnumaður Sveins Sölvasonar lögmanns á Munkaþverá í Eyjafirði og var sendur þaðan í vefsmiðjuna, en Sveinn var einn af hluthöfum Hins íslenska hlutafélags. Heimildir eru óljósar um örlög Jóhannesar eftir vistina á Leirá. Hann var á launalista tauvefsmiðjunnar í Reykjavík fram til 1756, en tauvefsmiðjan á Leirá var flutt þangað tveimur árum fyrr, árið 1754.14 Síðan hefur 12 Hrefna Róbertsdóttir: Landsins forbetran. 114-121. Sjá sér- staklega um Franz lllugason 57-76. 13 Þórarinn Sveinsson: „Æfisögubrot feðganna Sveins Þórðarsonar og Þórarins bókbindara Sveinssonar“. Blanda. II. Fróðleikur gamall og nýr. Reykjavík 1921-1923. 297. 14 Lbs. 83 fol. Beviser og Bilager til General Regnskabet [1760] over de Jslandske Nye Indretninger. II. Fylgiskjal nr. 421. Viðey 16/9 1756. verið haft fyrir satt að Jóhannes hafí gifst spunakonu á Leirá, dóttur Ritters meistara síns, og þau flutt austur á land en konan ekki orðið langlíf.15 Af annarri heimild má ráða að hann hafí flust til Danmerkur til frekara náms og síðan sest að í Eyjafírði með vefstól sem hann hefði haft með sér þangað heim.16 Það þarf ekki að vera að heimildir stangist hér á, heldur að Jóhannes hafí farið utan eftir við- komu á Austurlandi, en frekari spor um veru hans þar hefur ekki tekist að fínna. Pétnr Kolbeinsson er annar vefari sem lærði iðnina á Leirá. Er meira um hann vitað en Jóhannes. Annars er oft vandkvæðum bundið að afla heimilda um aðra en presta og sýslumenn þegar leitað er aftur um margar aldir. Pétur var fæddur árið 1730.17 Faðir hans var Kolbeinn Tunisson, og vitað er að hann bjó um þetta leyti á Bóndastöðum í Hjalta- staðaþingsókn og síðan í Snjóholti í Egils- staðaþingsókn.18 Pétur vann lengi í vefsmiðjum Innrétting- anna. Hann var tvítugur þegar hann réði sig að Leirá og vann þar í eitt ár. Síðan vann hann þrjú ár í nýju klæðavefsmiðjunni sem stofnsett var á Bessastöðum árið 1752. Þegar sú vef- smiðja fluttist til Reykjavíkur fór hann með henni og vann þar í a.m.k. 10-12 ár. Hann er einn þeirra lærlinga sem varð útlærður vefarasveinn. Undir lok sjöunda áratugar 18. aldar dróst starfsemi Innréttinganna verulega saman og Pétur virðist vera einn af þeim sem 15 Þórarinn Sveinsson: „Æfisögubrot feðganna Sveins Þórðarsonar og Þórarins bókbindara Sveinssonar“. 297. 16 Elsa E. Guðjónsson: „Um vefstóla og vefara á íslandi á 18. og 19. öld“. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1993. Reykjavík 1994. 26. 17 Jóhann Eiríksson: Vigfús A rnason lögréttumaður og afkomendur hans. Reykjavík 1963. 7. 18 Einar Jónsson: Ættir Austfirðinga. 7. Reykjavík 1965.1315-1316. - Bjöm Lámsson: The Old Icelandic Land Registers. Skrifter utgivna av ekonomisk-historiska föreningen i Lund VI. Lund 1967.315,317. 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.