Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 89

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 89
Vefarar og vefsmiðjur hættu störfum þá. Engu að síður eru heim- ildir um að hann hafi verið orðinn hluthafi í Innréttingunum árið 1765. En nokkrum árum síðar, a.m.k. á árunum 1773 - 1775, fréttist af honum í starfi við heimilisvefsmiðju Olafs Stefánssonar amtmanns, að öllum líkindum á Leirá.19 Pétur endaði ævina í Vogatungu í Leirársveit tæplega fimmtugur árið 1778.20 Brynjólfur Jónsson er þriðji vefarinn sem sagt er að hafi komið að austan og lært vefn- aðariðnina í vefsmiðjum Innréttinganna.21 Hann var fæddur á Brú á Jökuldal.22 Brynj- ólfur var ungur þegar hann hleypti heimdrag- anum, var 14 - 15 ára þegar hann réði sig að Leirá. Þar starfaði hann við vefnað í nokkur ár. Síðan vann hann áfram við tauvefsmiðj- una í Reykjavík í um áratug, a.m.k. fram yfir 1760. Mjög er líklegt að hann hafi starfað þar áfram, en heimildir um starfsmenn þar eftir 1760 eru gloppóttar. Um 15 árum síðar var hann orðinn ráðsmaður Ólafs Stefánssonar amtmanns á Leirárbúinu og vann þar líklega framtil 1789.23 Vísbendingar hafa komið fram í samtíma- heimildum frá 18. öld um hátt í 100 vefara á öllu landinu sem voru orðnir það sérhæfðir í iðn sinni að þeir hlutu vefaraviðskeyti við nafn sitt, og komu víða að af landinu.24 Hvar þeir störfuðu er þó að mestu órannsakað. Sameiginlegt þessum fímm vefurum, sem störfuðu við fyrstu vefsmiðju Islendinga á Leirá, er að þeir störfuðu flestir áfram við iðn sína eftir að starfí lauk þar, annað hvort hjá 19 Hrefna Róbertsdóttir: Landsins forbetran. 19, 152, 182, 188. — Hrefna Róbertsdóttir: Wool andSociety. 334-335. 20 J óhann Eiríksson: Vigfús A rnason lögréttumaður og afkomendur hans. 7. - Borgfirzkar œviskrár. IX. Án útgst. 1994, 53-54. 21 Þórarinn Sveinsson: „Æfisögubrot feðganna Sveins Þórðarsonar og Þórarins bókbindara Sveinssonar“. 297. 22 Borgfirzkar æviskrár. I. Án útgst. 1969. 490. 23 Hrefna Róbertsdóttir: Landsins forbetran. 75, 182, 187, 191. — Hrefna Róbertsdóttir: Wool andSociety. 334-335. 24 Hrefna Róbertsdóttir: Wool and Society. 333-335. Innréttingunum í Reykjavík eða vefsmiðjum í Kaupmannahöfn. Einnig vekur athygli að þrír af þessum flmm, þar af tveir að austan, settust á ný að í Leirársveit áratugum síðar, eftir að starfsemi vefsmiðjanna í Reykjavík hafði dregist verulega saman. Þeir fóru ekki aftur á heimaslóðir, heldur störfuðu áfram í sérhæfðum vefsmiðjum. Staðið gegn stofnun sjálfstæðra vefsmiðja Stjórnvöld lögðu ríka áherslu á að vefsmiðjur Innréttinganna, sem stofnað var til með umtalsverðum konungsstyrk og sérleyfum, nýttust landsmönnum öllum sem brunnur verkþekkingar í ullariðnaði. Þau sáu í fyrstu fyrir sér að fleiri slíkar yrðu stofnaðar víða um landið eftir að þessar tvær fyrstu væru komnar af stað. En þegar árið 1753, tveimur árum eftir að sú fyrsta var stofnsett, breyttist viðhorfið og stofnun nýrra vefsmiðja fremur talin geta orðið Innréttingavefsmiðjunum og ullariðnaði í landinu almennt til vandræða ef svo væri gert.25 Þetta sjónarmið kom illa við tvo vefmeistara sem sóttust eftir að fá að stofna sjálfstæðar vefsmiðjur, ótengdar Innréttingunum, og fá til þess stuðning og fyrirgreiðslu konungs. Annar vildi setjast að með iðn sína á Austur- eða Vesturlandi og hinn á Norðurlandi. Vefmeistarinn frá Leirá, hinn þýski Adam H. Ritter. reyndi fyrir sér með stofnun vef- smiðju árið 1757. Hann hafði þá hætt störfum 25 Sjá starfsreglur Hins íslenska hlutafélags um víðtækt sérleyfi Innréttinganna 1751 og skrif stjórnvalda sem birt eru í Lovsaml- ingfor Islandþar sem lagst var gegn frekari ljölgun vefsmiðja að sinni. Starfsreglumar (Convention for det udj Island; Til samme Lands Producters bedre Forarbeidelse oprettende Int- eressentskab) eru birtar í: Hrefna Róbertsdóttir: „Áætlun um allsherjarviðreisn Islands 1751-52“. 72.- Lovsamlingfor Island. III. 1749-1772. Kjöbenhavn 1854. 157. Sjá einnig nánari umfjöllun í: Hrefna Róbertsdóttir: Landsinsforbetran. 158-164, 192-194. 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.