Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 93

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 93
Vefarar og vefsmiðjur vettlingar, oftast af vandaðri gerð, og umtals- vert af prjónuðum peysum.31 Það er athyglisvert að skoða annað svæði á landinu í þessu ljósi, en hugmyndafræði Inn- réttinganna virðist ekkert hafa gætt á Austur- landi fyrstu tvo áratugina eftir að þær voru stofnsettar, þ.e. á tímabilinu 1750 - 1770. Sambærileg athugun á framleiðslumynstri á verslunarsvæði Hólmskaupmanns í Reykjavík sama ár sýnir allt aðra mynd. Þar voru prjóna- vörurnar í fyrsta lagi mun umfangsminni en fyrir austan og fiskur var algengasta varan sem íbúarnir lögðu inn. En einnig var um aðrar ullarvörur að ræða á þessu svæði en fyrir austan. Peysuprjón til útflutnings þekkt- ist varla, og sokkarnir og vettlingarnir voru oftast duggarales, sem var mun verðminna en það sem einkennandi var fyrir framleiðsluna austanlands. Garn var reyndar heldur ekki að sjá í útflutningi frá Hólmshöfn. En þess er kannski heldur ekki að vænta þar sem vef- smiðjurnar voru reknar í nánum tengslum við kaupmanninn þegar þarna var komið sögu og vefsmiðjurnar voru aðeins spölkorn frá versl- unarhúsunum. Vafalaust hefur því það, sem framleitt var, verið selt beint til þeirra.32 Prjónaiðnaður í Múlasýslum hélt sínu striki í rúman áratug eftir að vefsmiðjur Innréttinganna voru settar á fót á Suðvest- urlandi. A Austurlandi bólaði lítið á nýjum framleiðsluvömm sem vefsmiðjustefna Inn- réttinganna og yftrvalda við Eyrarsund átti að hafa í för með sér. Ekki er heldur að sjá að mikið hafi verið gert til þess að reyna að 31 ítarlega úttekt er að finna á umfangi og dreifingu einstakra vöruflokka innan ullarvinnslunnar í bókinni: Hrefna Róberts- dóttir: Wool and Society. 245-274. 32 Krambúðarbók Hólmskaupmanns er einnig að finna í Kaup- mannahöfn: DRA. Detkgl. oktr. Islandske Kompagni 1742-66. Fol. 140.B.49. Holmens havns Krambodsbog 1762. Sjá nánar um framleiðsluhætti í Borgarfjarðarsýslu, Kjósarsýslu og hluta Gullbringusýslu, sem var verslunarsvæði Hólmskaupmanns: Hrefna Róbertsdóttir: Wool andSociety. 295-347. breyta ullarvinnslunni í þessum landshluta þegar þama var komið sögu. Endurmat með Landsnefndinni fyrri um 1770 Eftir tveggja áratuga starf Innréttinganna, um 1770, var hin svokallaða Landsnefndin fyrri send til íslands til þess að gera úttekt á öllum þáttum íslensks þjóðfélags. Vefsmiðjur og þörf landsins fyrir handverksmenn voru meðal þess sem var í athugun. Landsmenn voru beðnir að skrifa nefndinni álit sitt á hinum ýmsu málum. Embættismenn fengu ákveðna spumingalista til úrlausnar, en almenningur var beðinn að skrifa það sem þeim lá á hjarta. Nefndin fór einnig um hluta landsins og ræddi við menn, þó ekki um Austurland og fáir skrifuðu henni þaðan.33 Aðstoðarsýslumaðurinn í Suður Múla- sýslu, Jón Arnórsson á Eiðum, svaraði þó kallinu og lét í ljós skoðun sína á framtíð iðnaðarvinnslu í landinu. Hann vildi eindregið efla handverk á Austurlandi og taldi það eina af forsendum þess að auka mætti fólksijöld- ann. Hann vildi fá smið í fjórðunginn sem gæti smíðað vefstóla fyrir þá sem það vildu. Þegar svo væri kornið yrði hægur vandi að fá einn af vefurunum úr vefsmiðjunum sunnanlands austurtil starfa. Sútara og skósmið væri einnig nauðsynlegt að fá til þess að vinna úr skinn- unum sem til féllu. Svo hljóðuðu skrif Jóns Arnórssonar um þessi mál, en hann skrifaði greinargerðina á dönsku: 33 Harald Gustafsson: Mellan kung och allmoge - ambetsman, beslutsprocess och injlytande pá 1700-talets Island. Stockholm 1985. Stockholm Studies in History 33. 102-125. - Hrefna Róbertsdóttir: Landsins forbetran. 200-212. 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.