Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 147

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 147
Bréf frá síðustu öld Reykjavík, 5.febr. 1963 Hr. Gísli Helgason, Skógargerði. Góði vinur. Jeg held að það hafi verið daginn eftir að þú leist til mín í s.l. ágústmán. að jegfjekk línur frá þjer og segist þú skrifa þœr að nóttu til, bœði af því að svefninn vildi ekki sinna þjer og eins af því að þú vœrir svolítið við skál. Var enda talsverður galsi yfir þjer, eða skrifi þínu, sem reyndar, ásamt hressileika, hefur œtíð fylgt þjer „fullum og ófullum “ og vona jeg að svo verði ætíð meðan þú „tórir“. - En svo fylgdu allskonar spurningar inn á milli, sem hæfir fróðum og forvitnum manni eins og þjer. Jeg ætlaði mjer að svara þjer um hæl, en af því varð ekki, en hafði brjefið með mjer suður, sennilega til að senda þjer línur við tœkifæri og nú viljeg láta verða afþvífyrst jeg rakst á brjefið innanum ósvöruðum brjefum. Þú spyrð um samband föður míns við Pál Olafsson. Þú minnist á að Stjörnuljóð, sem hann kveður tilpabba og raunar líka til mömmu undir nafni Stjörnu. Auðvitað erþað staðreyndað pabbi fóðraði Stjörnu einhverntíma þegar Páli kom það vel, enda mundi Páll aldrei hafa kveðið svona kvœði til pabba ef slíkt hefði ekki verið á undan gengið og mundi enginn lslendingur hafa kveðið svona til vinar síns nema frá sönnu væri að segja. Annars hefði slíkt kvæði verið rammasta háð og mundi hafa heyrt undir það, sem Snorri Sturluson talar um í sambandi við hirðskáldin að fornu ef þau hefðu sagt frá atburðum, sem aldrei hefðu skeð. Jeg man ekki eftir Páli en Agúst bróðir minn man hann vel og meðal annars hefir hann sagt mjer ýmislegt i sambandi við vináttu Páls og pabba og raun og veru foreldra minna og sjálfur man jeg að þau minntust bæði Páls með aðdáun. Og Agúst bróðir hefir sagt mjer að hann minntistþess að Páll kœmi niður að Brekku til að kveðja og taldi sig hafa heimildirfyrirþví aðþá hefði hann, Páll, á leiðinni til baka að Hallfreðarstöðum, ort vísuna „sólskríkjan mín situr þarna á sama steini“. I I. útg. kvæða Páls er talið að visan sje gerð á Neshálsi, en Agúst sagði hana gerða á heimleið til Hallfr.st. í tilefni afþví að sólskríkja sat á stórum steini rjett hjá reiðgötu þegar hann fór niður að Brekku og enn sat samskonar fugl þar þegar Páll fór til baka. Skiptir litlu máli hvort rjettara er, en sögn Agústar þó sennilegri því ferðin, eða heimsóknin að Brekku að þessu sinni hefir eftilvill ekki tekið nema 2-3 klt., eða skemur, en vísan bendir til að ekki hafi verið langt um liðið frá því að Páll sá sólskríkjuna áður á sama steininum ogþví ekki mjög sennilegt að hann hafi farið fram og til bakayfir Nesháls með stuttu millibili. Þó gat hann hafa farið það sama daginn efferðin hefir aðeins verið gerð til Húsavíkur. Annars var gamla Stjarna ekki eina hross Páls, sem pabbi skaut skjólshúsi yfir, því eftir að við vorum komin í Húsey og jeg farinn að muna hlutina allvel, og Páll kominn að Nesi í Loðmundarfirði, þá hafði pabbi einn vetur og nœsta sumar unga rauða hryssu, sem kölluð var Stjarna (má vera að hún hafi verið með stjörnu undir ennistopp). Var pabbi að temja hana um sumarið. Man jegþetta vel vegna eftirfarandi atviks. Það mun hafa verið fyrrihluta sumars að foreldrar mínirfóru til kirkju að Kirkjubæ og vorum við eldri systkinin með. Að var svolitla stundinn á miðjum Aur, en Aurinn er innsti hluti Húseyjar milli Jökulsár ogLagarfljóts og takmarkast að utan af svokölluðum Barmi og Geirast.kvíslar að innan. Þegar á bak var farið og lagt af stað, prjónaði Stjarna undir pabba. Hann reyndi að spekja hana, en aftur prjónaði Stjarna og um leið lá hún á hryggnum. Þetta gerðist svo skjótt og mjer óvænt að jeg varð hrœddur. Jeg sá leiftur snöggt að tryppið prjónaði og um leið renndi pabbi sér örsnöggt aftur úr hnakknum og kippti í tauminn og um leið lá tryppið á hryggnum. Jeg varð hræddur og spurði pabba hversvegna 145
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.