Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 148
Múlaþing
hann gerði þetta, en hann sagðist hafa orðið að refsa því
Jyrir óþœgðina og nú mundi það aldrei gera þetta aftur.
Jeg man þetta eins og það hefði skeð í gær og sjálfsagt
betur vegna hughrifa minna og er minnugur hve pabbi vjek
sjer fimlega til hliðar um leið og tryppið fjell afturyfir sig
á hrygginn. Ekki man jeg hvort jeg hefi spurt um hvað af
þessari hryssu hefir orðið, hvort Pállfekk hana til sín, sem
sennilegast er, eða að hann hefir selt hana.
Við vorum víst komin til Borgarfarðar þegar Páll dó,
en víst er að Ragnhildur kom til okkar að Grund og dvaldi
nokkurra daga hjá mömmu og pabba og mun það hafa
verið sumarið eftir andlát Páls. Man jeg að mjer þótti hun
lagleg ogfönguleg eldri kona. Man jeg að hún færði pabba
eitthvað sem Páll hafði átt, þar á meðalfallega brjósthlíf,
sem pabbi átti lengi.
Næst er þess að geta kynntist jeg dálítið Birni Kalman
syni Páls hjer íRkv. árið 1927 eðaþófrekar 1928 og leitaði
Björn eftirþeim kynnum áþeim forsendum að feður okkar
hefðu verið vinir. Kom jeg meðal annars nokkrum sinnum
heim til hans og konu hans og gafhann mjer mynd af sjer
og börnum sínum, sem hann kvað tekna á 100 ára afmæli föður hans. Björn minntist á að hann
vœri að safna brjefum frá föður sínum til kunningja og vina og þar með vísum og kvœðum, sem
óprentuð vœru og gætu verið víðsvegar og meðal annars í vinabrjefum hans.
Niðurstaðan varð að jeg lofaði að fá hjá pabba þau brjef sem hann kynni að eiga frá Páli. Voru
það nokkur brjef sem jeg með leyji pabba sendi Birni með beiðni um að endursenda þau eftir að
hann hefði tekið úr þeim það, sem hann hefði áhuga jyrir. Síðan hefi jeg ekkert til þeirra spurt.
Þegar svo Páll Hermannsson tók að sjer að gefa útýmis Ijóðmæli Páls þá spurði hann mig hvort
ekki vœru enn til brjef frá Páli til pabba og sagði jeg honum hvernig þau hefðu farið. P.H. bað
mig nú samt að athuga þetta betur sem jeggerði og árangurinn var eitt brjef sem eftir hafði orðið
þegar jeg smalaði til Björns. Það brjef skrifaði Páll frá Nesi og kenndi þarýmissa grasa. Meðal
annars bað hannpabba um einhverjafýrirgreiðslu, gott ef ekki var eitthvað í sambandi við jjárhnút
og eitthvað heldjeg að hann hafi minnst á hesta. Þá vjek hann að heilsufari sínu og kvartaði um
gigtina sem sig þjáði og segir í því sambandi: En ekki batnar beinharkan í besefanum / Jeg hefi
gigt í útlimunum öllum nema rjett í honum. Eitthvað vjek hann að aðstæðum sínum í Loðm.firði
og setti þá fram vísu sem jeg man ekki, en eitthvað gekk hún út á að hann verðist eins og Gunnar
í skálanum. Brjefið jjekk jeg ekki aftur frá Páli. Hann bað mig síðar að lofa sjer að hafa það enn
um stund og jeg hefi ekki enn gengið eftir því við ekkju hans.
Hugur Páls tilpabba kemur velfram í Ijóði hans, sem prentað er á bls. 174/5 í útg. sem P.H. sá
um útgáfu á. Mun það kveðið á þeim árum þegar jjárhagslega mun hafa verið fokið í mörg skjól og
hann því hefurfundið (betur) en áður hverjir reyndust honum vinir í raun og mun pabbi hafa verið
einn af þeim og með vissu veit jeg að svo vildi pabbi eftirföngum reynast þessum vini sínum.
Þú minntist lítilsháttar á foreldra mína þegar þú stansaðir hjá mjer um daginn. Pabbi var að
jeg held að segja megi, glæsimenni áyngri árum og karlmenni að burðum, enda snar og snöggur
í átökum þegar svo bar undir. Hefir Agúst bróðir minn einhverntíma sagt mjer sögu, sem jeg kann
Gísli Helgason í Skógargerði.
146