Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Síða 151

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Síða 151
Bréffrá síðustu öld TIL ÁSGRÍMS GUÐMUNDSSONAR Á BREKKU - STJÖRNULJÓÐ II. Sumarið 1892 (Úr Ljóðmæli Páls Ólafssonar útg. Gunnar Gunnarson, 1944, bls. 18 - þar ritað til Amgríms í stað Ásgríms). Stjarna kveður: Ásgrímur, ég aldrei fæ augum þig að líta. Senn niun dauðinn sí og æ samvistunum slíta. Fyrr en ég nú fell á grund og fjörsprettunum hætti, vil ég þér nteð stefjum stund stytta' af veikum mætti. Olafur brást og allir mér,3 enda Páll minn góður. Þá var athvarf allt hjá þér eins og bams hjá móður. Lífið má ég þakka þér; það var fyrsta kynning. Viðmótið þó verður mér viðkvæmasta minning. Orð þín vóru æ svo hlý og atlot þess á milli, umgengnin þín æ og sí einhver mesta snilli. En hvað bólið mitt var mjúkt. Mig þú sjálfur græddir, - annað var þá augað sjúkt, - innan húsið klæddir. Katrín færði margoft mér nijólk á liðnum vetri. Hún bað mig að halda' á sér, þá heilsan yrði betri. Henni' hef ég nú, létt í lund, léku bros á kinnum, þá ég sprett á grænni gmnd gerði stöku sinnum. En þótt leyfði' 'ið ljúfa vor leik á grundum sléttum, það vóru fúin feigðarspor hjá fyrri daga sprettum. Ungri var mér létt í lund, lék mér oft á vorin. Þá í nes og græna grund greypti' eg djúpu sporin. Þótt nú fipi fyrir mér fótaveiki' og ellin, kvíði' eg samt að kveðja hér kastmelana' og svellin. Ragnhildi, sem á mig ein, eg hef lengst um borið. Hver skyldi' hennar mýkja mein, mitt þá dautt er sporið? Reiðtygin þá sér hún sín, sorgleg verður bráin. Hún mun sárast sakna mín og segja: „Stjarna' er dáin! Sporin flest hún bar mig bezt, hvort bjart var eða gríma. Ánægð sezt ég upp á hest aldrei nokkum tíma.“ Gengizt upp við glys og prjál geta heimasætur, - einmitt til þess átti' hún Pál að eignast mína fætur. Enginn þetta þarf að lá: þúsund heimasætur sagt var hefðu þráð hann þá og þessa vökru fætur. Páli ann ég manna mest. Mínum lífs á vegi skáldið hef ég borið bezt bæði' ánóttogdegi. Margt hann frægðarfet ég bar, flaug sem ljón um gmndir. Hann og ég til heiðurs var hreppnum allar stundir. Eitt er bezt, að síðar sést, þá sést hann ekki lengur, að aldrei sezt hér upp á hest annar betri drengur. Eftir dætur á ég tvær; ósk þá vildi' ég fengi, að hann báðar bæru þær bæði vel og lengi. Hann mun tíma töðu' og há trippin í að moka og þær báðar bera' hann þá bezt til æviloka. Fylgi honum langvinnt lán, líf og gleði' og auður. Gæðings verði' hann aldrei án, unz hann hnígur dauður. Að einu leyti' eg eilíf verð, er því hvergi hnuggin, ég hlýt að fylgja' í hverri ferð honum eins og skugginn. Skjótt þá bregða skal á Ieik, skipta fáum orðum, en reyna sig við Brún og Bleik, sem beztir þóttu forðum. Gott er að skilja' á góðri stund; glöð ég legg á veginn, veit mér gefur gull í mund glíman hinum megin. Eg er viss um að ég kemst upp á himna salinn og þar verð í flokki fremst fegurst STJARNA talin. ! Þá er Ólafur á Stóra-Bakka hafði veitt afsvar um fóður, bauðst Asgrímur að taka Stjömu. 149
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.