Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 159

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 159
Ritfregnir Brekkufólks varpa þó oftast öðru ljósi á atburðina. Einnig hafa bréf og viðtöl verið nýtt við samningu bókarinnar. Anna missti föður sinn 1968 og eftir það bjó hún með Láru móður sinni. I maí 1977 brann íbúðarhúsið til kaldra kola, aðeins útveggir, sem hlaðnir voru úr múrsteini frá hvalstöðinni á Asknesi, stóðu eftir (sjá kápumynd á Glettingi 1992). Þá vann Anna afrek við að bjarga móður sinni út um glugga. Húsið var byggt 1917 af Eiríki Isfeld kaupmanni, föðurbróður Önnu, það var stórt og glæsilegt á þeirra tíma mælikvarða, og vel búið fínum húsgögnum og myndum, sem allt fór forgörðum í brunanum. Sveitungar útveguðu þeim mæðgurn skúr frá Vegagerðinni og nokkru síðar kom Jón Karlsson, frændi Önnu, með nýtt timburhús að sunnan sem reist var á hlaðinu. Fljótlega eftir brunann birtist ókunnur maður, Jón Daníelsson að nafni, íyrrum skipstjóri á Siglufirði, þá búsettur í Hafnarfirði, sem bauð þeim mæðgum að flytja til sín. Jóni hafði vitrast eldsvoðinn í draumi og draumkona hans sagt honum að gera þeim Láru og Önnu þetta tilboð. Það æxl- aðist hins vegar svo, að Jón settist að á Hesteyri og dvaldi þar til endadægurs 1991. Hann var mikill hrakfallabálkur en góður maður, sem öllum vildi hjálpa, og tókst einlæg vinátta milli hans og Önnu Mörtu. Eftir að Lára lést 1979 bjuggu þau ein saman á óðalinu, en ekki leið á löngu þar til ýmsir útigangsmenn úr höfúðstaðnum fóru að venja þangað komur síðar og dvelja svo vikum eða mánuðum skipti. Þetta tímabil er á margan hátt hið furðulegasta í ævi Önnu Mörtu, en samskipti hennar við þessa róna voru yfirleitt áfallalaus, og eflaust hafa sumir farið þaðan betri menn. Rannveigu þótti það merkileg lífsreynsla að kynnast Önnu Mörtu, og taldi sig hafa orðið fyrir góðum áhrifum frá henni. Hún leggur áherslu á hjartahlýju Önnu og gæsku, sem fram kom í umgengni hennar við menn og málleysingja, aðra en fálka og tófú, sem voru svamir óvinir að hennar mati, og hún nýtti hvert tækifæri til að bauna á með byssu sinni, þó lítinn bæri árangur. Frægt varð það uppátæki hennar 1989, að fela kindur sínar þegar átti að skera niður allt sauðfé í Mjóafírði, en því miður heppnaðist það ekki, og hún varð að sjá eftir þeim í sláturhúsið á Egilsstöðum, sem henni þótti verst af öllu. Henni þótti skárra að lóga heima og gera það sjálf. Óhætt er að segja að Rannveig hafi farið nærfæmum höndum um viðfangsefni sitt. Eftir lestur bókarinnar fær maður allt aðra og raunsærri mynd af þessari furðulegu manneskju. Markmiðið var, með orðum höfundar í eftirmála: „fyrst og fremst að segja hennar sögu; að hún fengi að segja sinn hug og útskýra sín sjónarmið. Það er öllum hollt að hlýða á Önnu á Hesteyri og setja sig í spor konunnar, sem fór ætíð sínar eigin leiðir, alveg sama hvemig vind- urinn blés. Og stóð keik í hvassviðrinu.“ Bókin er lipurlega skrifuð og skemmtilegt aflestrar, þó hún sé vissulega ekki gallalaus. Með rýmri ritunartíma og meiri yfirlegu hefði mátt forðast ýmsar gryfjur, svo sem fyrmefndar endurtekningar. Ævisaga Önnu Mörtu hlaut mjög góðar viðtökur og varð strax eftir útkomu með söluhæstu bókum haustið 2008, svo að prenta varð tvö aukaupplög af henni. Fyrir síðustu jól gaf forlagið Sagnabrunnur á Seyðisfírði, sem er í eigu Rannveigar, ævisöguna út sem hljóðbók í upplestri Þórunnar Hjartardóttur, og inn í hana var skeytt upptökum af frásögnum Önnu. Líklega er það fyrsta hljóðbókin sem út kemur á Austurlandi. Það er full ástæða til að óska Rannveigu til hamingju með þetta ritverk, sem lofar góðu um frekari afköst á ritvellinum, ef hún gætir þess að ofmetnast ekki. H.HalL, jan. 2010. 157
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.