Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 7

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 7
Rifsjá. RAUÐKA. Úrval úr SPEGLINUM, l.—X. árgangi. 160 bls. IVto, með mörgum myndum. Bókadeild Menningarsjóðs SPEGILSINS. Iteykjavík 1936. Þegar BaJcarameistarafjelagið átti afmæli fyrir nokkrum árum, var háldið samsæti og þar útbýtt meðal gestanna minningarriti, sem meðál annars hafði inni að halda ræður þær, sem haldnar voru þetta kvöld, og væntanlega einnig umsögn um fögnuð þann, er þær vöktu. Útgefandi Rauðku hefir farið þess á leit við mig, að jeg segði eitthvað um hana, sem fylgt gæti henni úr hlaði; meðál annars til að spara ill- viljuðum gagnrýnendum ómakið að skamma bókina, en það þora þeir síður, ef velviljaður ritdómur er kominn um hana áður frá bókmentafræðingi. Hefi jeg orðið við þessu með ánægju, enda þótt krítík mín verði ófullkomin, að því leyti, að jeg hef enn ekki sjeð bandið á bókinni og verð því að láta mjer nægja að segja, að það sje „hið smekklegasta“. Um innihald bókarinnar get jeg verið fáorður, því ætlast er til, að allir kaupi hana og lesi, en það er, sem sagt, úrval úr SPEGLINUM, þeim tíu árgöngum, sem komnir eru. Menn hálda máske, að svo gott blað sje miklu eldra, en svo er ekki; það varð nýlega 10 ára og „ekki Ijúga kirkjubækurnari'. Bókin, sem er i nokicru minna broti en blaðið, hefði því mátt heita VASA-SPEGILL þjóðarinnar, eða öllu heldur þó RISA-VASA-SPEGILL, því í venjulegan vasa kemst hún ekki. Jeg mun halda mjer að venju flestra bestu bókmentafræðinga og byrja á því að athuga prent- villurnar, og má segja, að þar sje ekki um auðugan garð að gresja, en þó til bóta, það lítið er, nema í efstu línu á bls. 1U8, heyforðann f. heyjaforðann. Stafsetningu minnist jeg ekki að hafa sjeð öllu fjölbreytt- ari á neinni bók íslenskri, og er það heppilegt, því þá verða Hjörvar og Nordal báðir ánægðir, og má full- yrða, að fáum hafi tekist að ávinna sjer hylli þeirra beggja samtimis. Næst prentvillunum má víst snúa sjer að LÍFSSKOÐUN bókarinnar. Það þykir jafnan nauðsyn- legt, að bók, sem prentuð er, hvort sem það nú er markaskrá, Ijóðabók, skrumrit frá stjórnarvöldum, eða leiðarvísir um- notkun þvottaefnis, hafi einhverja lífsskoðun að færa almenningi. í þessu tilliti finnst mjer Rauðka koma langfremst þeirra bóka, sem jeg hefi lesið, því jeg hefi þegar fundið í henni milli 50 og 60 lífsskoðanir, hverja annari betri, og á vafálaust eftir að finna fleiri, áður en yfir lýkur. Sama má segja um HUGSJÓNIRNAR, sem þykja nauðsynlegar í bókum, en þar get jeg bara ekki komið með nein- ar tölur, til að sannfæra menn, því hugsjónirnar vaða þarna uppi, eins og síld, þegar bannað er að salta. Fyrir þá, sem ekki skilja nafn bókarinnar, er rjett að geta þess, að hún heitir eftir stjórnarkapl- inum með sama nafni, sem lifði til skamms tíma, en mun nú ný-sálaður, hvort sem hann kann að þurfa fóðrið sitt, eftir sem áður. Endar bókin á smekklegri mynd af merinni. Eins og nærri má geta um slíkan kosta-f'ærleik, hefir Rauðka ekki farið varhluta af áleitni Pega- susar, en ekki þarf að harma það, því útkoman hefir vægast sagt orðið glæsileg, og er þarna komið sumt af bestu kvæðum, sem til eru í íslenskum skopkveðskap, og er þetta alls ekki sagt til að gera lítið úr þeim Ásmundi og Davíð. Samkvæmt tillögu minni hafa verið settar tölur við hverja fyrirsögn í bókinni, til að sýna, hvar efnið sje að finna í blaðinu. Enda þótt bókin sje fyrst og fremst skemmtilestur handa þjóðinni, er þarfa- verk að Ijetta undir með fræðingum þeim, sem vilja nota hana til vísindaiðkana. Vonum vjer, að sem flestir þeirra eigi eftir aJ5 heimska sig á því. Nokkrar ritfalsanir hefi jeg rekið mig á í bókinni, en þó ekki mjög til baga. Er það helst, að aulca- fyrirsagnir og undirskriftir hafa verið feldar niður. Skora jeg á alla góða menn, að stofna ekki til rit- deilna út af þeim. Að endingu: „Bókin er öll hin eigulegasta og einkar hentug til tækifærisgjafa“. S. N. Sp.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.