Rauðka : úrval úr Speglinum

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Qupperneq 27

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Qupperneq 27
Danslist. Því miður hafði jeg aldrei lært að dansa, en var hinsvegar skotinn í stúlku, sem sjaldan lætur sig vanta á dansleiki. Það er upphaf sögu þessarar. Jeg átti engan kost á að kynnast henni á annan hátt, svo að jeg herti upp hugann og skrifaði mig með skjálfandi hendi á balllista, ef ske kynni að lukkan, fyrir einhver misgrip, yrði mjer hliðholl, og ljeti mig ná tali af þeirri, sem hjarta mitt þráði. Kjól átti jeg engan, og hafði aldrei í slíkan galla komið, en kunningjar mínir, sem voru, eða þóttust vera, mjer veraldarvanari, sögðu, að öðruvísi uppdubbaður þyrfti jeg ekki að bera við að koma á slíka samkomu. Eftir margar heimsóknir hjá Heródesi, Pílatusi og fleiri ámóta stórhöfðingjum, fjekk jeg samt kjól, sem var að öllu leyti fyrsta flokks, nema hvað hann var ískyggilega við vöxt, það getur þó stundum verið gott og praktiskt, en bara ekki hjer, því hjer var fyrst og fremst um að gera að vera hinn spengilegasti. Jeg dó þó ekki ráðalaus fremur en endranær, heldur gekk rakleitt inn í eina beztu veiðarfæraverslun bæjarins og fjekk mjer þar færeyjapeysu, sem fullyrt var við mig, að væri alveg príma, og hygg jeg, að það hafi hún líka verið „til síns brúks“. Er jeg nú hafði íklæðst henni og skyrtu þar utan yfir fylti jeg sæmilega út í kjólinn og tók mig „bara so vel“ út, að því er ein frænka mín sagði, sem jeg kallaði til að dæma um minn ytra mann. Jeg komst á ballið og löngun míns hjarta var þar auðvitað mætt í allri sinni dýrð og vel það. Dansinn byrjaði, og jeg, sem var á lágu stigi í fótament- inni, hjekk auðvitað úti í horni, og horfði á hina og þessa dela leggja handleggi sína utan um mitti hennar, en reiðin sauð niðri í mjer. Klukkan mun hafa verið um 11, þegar stór og fönguleg frú (ca. % tonn) býður mjer upp. Jeg blikna og blána á víxl og afsaka mig og segist ekkert kunna, en hún krækir mig út á gólfið og segir: „Þennan Sjaleston verðið þjer þó að dansa við mig“. Jeg út í þvöguna, og hvað fram fór á gólfinu veit jcg ekki þann dag í dag, hitt veit jeg, að hitna tók mjer í þeirri færeysku. „Þjer dansið jú glimrandi“, sagði frúin. „Hm“, sagði jeg til að segja eitthvað. „Jeg tók fáeina dans- tíma í institúti í Húll í fyrra, en er orðinn óvanur aftur“. Ekki var frúin fyr búin að sleppa mjer, en blómarós ein, rjettu megin við þrítugt, bauð mjer upp með brosi, sem jeg man að snjeri upp og niður á andlitinu. Jeg afsakaði, að nú gæti jeg ekki meira. „Æ, þjer verðið að dansa þennan Black Bottom við mig — þjer dansið svo yndislega". Jeg er altaf hlýðinn, þegar fagrar konur eru annarsvegar, og streymdi af stað, þótt aldrei hefði jeg heyrt dansinn nefndan fyrr. Jeg gekk og vaggaði og varð, þótt skömm sje frá að segja, stundum að aka mjer, því mig var farið að klæja þar sem sú færeyska kom við mig beran, ofarlega á bakinu. Síðan settist jeg niður og hrósar daman mjer með fleðubrosi fyrir það, hve vel jeg færi og hve elegant jeg hreyfi mig. Ekki hafði jeg lengi setið, þegar stjarna augna minna kemur til mín og fer að tala utan að því, hve unaðslegt það sje í Tango að hafa sólídan kropp til að styðja sig við, og nokkuð er það, að jeg dirfðist að kalsa það við hana, hvort við ættum að reyna Tango næst. Fór svo, að jeg dansaði alla dansana, sem eftir voru, og skildi ekkert í, hve vel það gekk, því sömu voru hreyfingarnar hjá mjer hvað sem dansarnir voru nefndir, nema hvað jeg bara akaði mjer misjafnt eftir því, hvar sú færeyska hreldi mig í það skiftið. Mín elskaða virtist vera farin að taka eftir mjer, og voru vonir mínar því hinar bestu, þegar ballið hætti. Næsta dag pantaði jeg mjer kjól, einn af þessum 340 kr., og hafði jeg þó sannarlega ekki efni á því, en á næsta balli ætlaði jeg að láta til skarar skríða, úr því að jeg kunni alla dansa. Úr þessu varð mánuði seinna og var mín heitt- af mjer að segja yður ekkert, því ennþá er langt þangað til jeg læt prenta æfiminningar mínar, og við þurfum að eignast þjóðnýta menn í viðbót við okkar Tryggva, áður en sú bók kemur út“. Jeg þurkaði af mjer svitann, því hitinn var alveg steikjandi þarna inni í ráðherraherberginu. Ráðherrann horfði beint til himins og sagði svo með mestu hægð: „Með ráðvendni, sparsemi, hógværð og bænrækni má komast fjarska langt í lífinu, en .... Kom inn .... Hver andskotinn er nú að ónáða okkur?“ Það var nefnilega barið á skrifstofuhurðina heldur en ekki harkalega og inn rudd- ist .... Nei .... jeg segi það ekki .... jeg læt heldur hengja mig en segja frá því .... því jeg er vinur Jónasar og Tryggva ................. Jeg sá, að jeg mundi ekki hafa meira upp úr krafsinu í þetta sinn, kvaddi í snatri og þaut í ein- um spretti alla leið niður í prentsmiðju, til að láta þetta á þrykk út ganga áður en prentfrelsislögin verða numin úr gildi. Eyvindur. 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.