Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 38

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 38
„Hjer hefir nú verið sjálfsparað kíttið hjá íhaldinu", sagði Guðjón, þegar við komum í kenslustof- una í f jósinu. Þar var ekki ein einasta gluggabora. „Þeir ætluðu reyndar að byrla mér það inn, að hjer færu einhverjar ljóstilraunir fram og þess vegna mætti ekki hafa neina glugga, en sú saga getur gengið í andatrúarmenn og íhaldið, en ekki mig og dómsmálaráðherra". >4r „Dæmalaus pest er þetta“, sagði Hagalín, um leið og hann stakk nefinu niður að einni holunni í hinu svokallaða náðhúsi dr skólans. í „Þetta kemur af mataræðinu, sem þessir íhaldsungar hafa. * Þeim væri sennilega hollara að hafa meira af steinbítnum en minna af krásum, eins og mín lífsreynsla hefir verið. Annars skyldi, ef jeg mætti ráða, nemendafjöldinn miðaður við kamr- ana, en kamrarnir ekki við nemendafjöldann, og mætti þá eitt- hvað fækka betur en nú er gert“. Allkynlegur útbúnaður var um stóra ofninn í leikfimissaln- um. Hafði ofninn sigið árlega, svo að ekki var meira af honum en sem svaraði % ofangólfs. En til þess að varna því, að hann sykki alveg, var bundið um hann mörgum reipum, sem voru svo fest hingað og þangað um bita og stoðir hússins. Þarf því að draga ofninn upp með miklum mannafla í hvert sinn, er þarf að kveikja upp í honum eða bæta í hann, og eyðir það allmiklum tíma frá leikfimisiðkunum. Því miður er hjer ekki hægt að geta um fleiri annmarka á skólanum og er þeirra tala þó næstum óteljandi. Skal því aðeins að lokum minst á helstu ráðstafanir til fyrirhugaðra endurbóta á skólanum, utan og innan, fyrir hátíðaárið 1930. ^ \ Pöntuð verða 180 þús. kg. af tilbúnu kítti. Skal það ekki einungis notað með gluggum og í rifur á veggjum, heldur skal einnig jafna með því gólfin, svo að ekki sjáist þar lengur lautir eða hólar svo að teljandi sje. En um þennan lið er afarerfitt að gera nákvæma áætlun, svo að búast má við að þessi pönt- un verði alls ekki nægileg, og er þá altaf hægt að bæta við. Ennfremur skal kítta í alla útskurði á veggjum og á borðum og þau einu þess konar listaverk látin ósnert, sem sjerfræðingar telja að geti ver- ið eftir Jón Stefánsson. Skulu um þetta dæma þeir einir listamenn, sem ekki eru skyldir, tengdir eða á annan hátt háðir íhaldinu. Allur kostnaður við þetta verður tekinn af brennivínssektum. Þá verða pantaðir 380 strangar af gólfteppum frá Bryssel og 560 do. frá Smyrna. Eiga teppin að vera af mismunandi gerð og gæðum og verður þannig tilhagað, að busarnir fái þau lökustu, en fari svo hlutfallslega batnandi eftir því, sem ofar dregur í skólanum. Hjá dimittendum skulu vera þrjú lög af tepp- um, en hjá kennurum tíu. Pappa allan skal taka eftir þörfum hjá Sveini Jónssyni & Co. Skal hann þar njóta langrar og góðr- ar bindindisstarfsemi, en ekki tekið tillit til pólitískra skoðana. Vel verður hann þó að gæta þess, að hafa altaf til bætur af sömu gerð, er bæta þarf, svo að þær verði ekki mislitar, eins og nú á sjer stað. 38 smálestir af allskonar farfa mun þurfa til málningar á skólanum. Þarf ekki að taka það fram, að þetta er bæði að utan og innan. Þar sem kíttað hefir verið í krot og útskurði skal mála vandlega yf- ir. Þó skal sjerstaklega tekið fram, að yfir þessa áletrun: „Á þessu borði situr kærastan mín“, skal þrí- málað, vegna þess að þetta er sennilega ósatt, en aftur á móti skal ekki mála nema einu sinni yfir þann kennaravitnisburð: „N. N. er djöfuls drullusokkur og delirant“, vegna þess að þetta gæti verið satt. Sjerstakt stórhýsi þarf að reisa fyrir fatageymslu skólans. Fer sennilega best á því, að það standi á Skólavörðuholtinu. Til þess þarf að panta ca. 1. millj. stk. af fatasnögum. ógurlega loftdælu þarf að fá til þess að dæla burt óloftinu á göngum skólans. Því eins og kunnugt er, hefir sú sem nú er, dælt óloftinu úr bekkjunum út í gangana, þar sem það hefir safnast fyrir. Þarf hún að vera geysi kraftmikil til þess að ódauninn leggi ekki inn í skóla sr. Ingimars, sem enginn veit hvar muni standa, og því öruggast að dælan geti spúið óþverranum út fyrir landhelgislínuna. Fjögurþúsund og átta hesta Bolinder þarf að fá í leikfimissalinn til þess að draga ofninn upp þegar eitthvað þarf að hlynna að honum, og sparast með því bæði tími og mannafl. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.