Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 39

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 39
tAenn og mentir. Eitt hátíðlegasta augnablik í mínu svarta lífi upplifði jeg í gær, er Þóroddur barði að dyrum mínum og afhenti mjer langt, gult umslag, sem var þannig útlits, að það hlaut að koma frá hærri, að jeg ekki segi hæstu, stöðum. Jeg tók við því með skjálfandi hendi og skoðaði í krók og kring. Jú, hjer var ekki um að villast: það var frá Dóms- og kirkj umálaráðuneytinu. Jeg reif það upp með lifur og lungu og önnur heldri líffæri í hálsinum, og las textann, sem hljóðaði upp á það, að mjer væri ætluð sú sæmd að vera prófdómari við íhundfarandi stúdentspróf hjá sambandsþjóð vorri á Akureyri. Af hyggju- viti mínu, en aðallega af reynslu kunnugra manna, vissi jeg, að þegar mönnum hlotnast sæmd, eins og t. d. riddarakross af dannebrog fyrir að jeta, hetjulaun Carnegies stálsvindlara fyrir að bjarga manni, sem annar maður bjargar, eða Fálkakross fyrir að gera ilt eða ekki neitt, þá er það siður allra velupp- trektra og kurteisra manna að þakka fyrir sig, annaðhvort munnlega eða skriflega. Pappír átti jeg ekki nógu fínan fyrir Stjórnarráðið, en hinsvegar átti jeg erindi upp í bæ, og hugsaði því, að eins einfalt væri að reka við í Stjórnarráðinu og þakka munnlega fyrir sæmdina, enda lætur mjer alt eins vel að segja mín velvöldu orð, sem að skrifa þau, og miklu hægra að taka aftur það, sem sagt er innan korkveggja, heldur en það, sem maður skrifar og setur nafn sitt undir. Jeg þurkaði því mesta rykið af spariskónum, sneri við flibbanum, rjetti hattinn úr brenglum, stal göngustaf húsbónda míns, sem stóð í ganginum (stafurinn, vel að merkja) og lagði af stað með spánnýju göngulagi, sem jeg brúka annars ekki nema 1930. Eitthvað þrír eða fjórir bitlingabusar voru í biðstofunni, er jeg kom í Ráðið, en þar eð jeg hafði þá grunaða um íhaldsmensku, ljet jeg eins og þeir væru ekki til, og smaug inn, þegar sá næsti kom út frá ráðherranum. Jónas gengur um gólf og er í þungu skapi, að því er virtist. — Góðan daginn, segi jeg. — Sæll, segir Jónas (við erum dús, síðan jeg bjargaði fyrir hann skitugemsa á búskaparári hans), — jeg sje, að þú munir hafa fengið orðsendingu frá okkur hjerna, eða er það ekki? — Jú, og jeg er hingað kominn til þess að þakka þjer allra þegnsamlegast fyrir sæmdina, sem jeg veit, að jeg á alls ekki skilið, en söm er auðvitað þín gerðin, og ef þú á annað borð álítur mig fær- an um þetta, þá vil jeg ekki segja nei við sæmdinni og aurunum. — Skárra væri það, ef þú með allan þinn lærdóm yrðir í vandræðum með annað eins smáræði. Þetta er nú, okkar á milli sagt, ekki svo andskoti merkilegt, sem þú átt að hlusta á og gefa fyrir. Þið eruð fjórir, sem eigið að dæma um ungl- ingana, og jeg hafði hugsað mjer, að þú skyldir verða í t. d. latínu og samvinnufræði. 1 latínunni læra þeir ekki annað en þrjár bækur í Bellum Gallicum eftir Horats, auk fáeinna kvæða eftir Cicero — og í þeim verður ekki tekið upp — .... en það er dálítið umfangsmeira í samvinnufræðinni, því að þar eiga þeir að læra þá árganga Samvinnutímaritsins, sem hafa komið út undir minni ritstjórn, auk þess það, sem Þórólfur hefir skrifað í Rjett, og svo „Kritik der reinen Vernunft“ eftir Karl Marx. — Já, en .... það tekur altaf talsverðan tíma að kúrera þetta alt á sig, segi jeg óttasleginn. — Heimskur ertu nú, lítill kall, segir Jónas, — þú heldur þó ekki, að þú þurfir að vita stakt orð í þessu. Nei, kall minn, bara að setja upp nógan þekkingar- og lærdómssvip og passa svo að láta hinn gefa á undan, þá kemstu nokk einhversstaðar nær því sanna. Og ef svo illa færi, að þú sofnaðir, þá er til patent ráð, þegar þú ert spurður um einkunnina, sem sje að gefa þeim fyrsta sex og lækka þig svo um einn þriðja fyrir hvern, sem við bætist. — Já, en ef sá seinasti er duglegastur og fær mínus fyrir frammistöðuna? — Ró- legur, kall minn, mennirnir eru ekki nema fimm, svo þeir fá allir fyrstu einkunn með þessu lagi, og þá er okkar tilgangi náð, að sýna Sunnlendingum, að við Norðanmennirnir erum ekki einungis búmenn, heldur getum við líka verið námsmenn, ef í það fer .... (hringing) .... Já, það er hann .... Guð- brandur? .... Já, alt í lagi .... (rjettir mjer vinstri höndina). Bless, Bergur, og láttu mig sjá, að þú verðir flokknum til sóma .... Jeg út. Þórbergur Spegilsins. Fjósið skal rífa og setja glerhús í staðinn. Mun á sannast, að því meira gagn verður að ljósfræðis- kenslu því meira sem kemst inn af dagsljósinu. Sexhundruð þvottaföt, 80 spegla og 900 kg. af reykelsi skal panta til salernisnotkunar. Þetta ofantalda er aðeins lítið brot af því, sem gera á, en hjer er ekki rúm til frekari frásagnar. Skal að endingu aðeins bent á, að hjer sannast best þetta, spakmæli Hagalíns: „Ef allt væri gott, sýndist engum það gott“. Ef íhaldið hefði gert skyldu sína við skólann, mundi minna bera á því hve vel hann verð- ur úr garði gerður það mikla ár 1930. Skólaskoðari Spegilsins. 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.