Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 42
Skoía-heimsóknin.
Það væri synd að segja, að vinsælustu íþróttamenn vorir, sem sje knattspyrnumennirnir, nema þá
helst bakverðir og markmenn þeirra, sjeu framhleypnir. — Lengi hefir það verið draumur þeirra að
sýna mátt Mörlandans á Olympíuleikunum, og þótt ljúgfróðir menn og illkvittnir vilji halda því fram,
að ekki hafi orðið úr því enn, sökum þess að Skuggasveinn gaf of lítið af sjer hjerna um árið, þá er oss
fullkunnugt um, að sú eina sanna ástæða til heimasetu þeirra var sú, að þeir voru allmjög haldnir af
kvilla þeim, er lengst hefir við þá loðað, og kallaður er á sæmilegri reykvísku sjálfskrítik. Þessi tegund
krítíkurinnar hefir auðvitað náð svo langt, að þeir hafa sjeð, að þeirra eigin dómur mundi vart vera
óyggjandi um þeirra eigin verðleika, og til þess að sannprófa gæði sín hafa þeir því á undanförnum ár-
um gert allmikið að því að draga hingað erlenda kollega sína til þess að láta þá mala sig mjelinu smærra
— bæði í einum og öðrum skilningi. En eins og þeir hafa sjeð, sem blöð vor lesa, bæði undan þessum
kappleikum og eftir, er oss aldrei boðið að keppa við aðra útlendinga en þá „langbestu" frá því landinu,
sem fyrir valinu verður, það árið. Oftast hafa landar vorir verið svo óheppnir að bíða Iægra hlut fyrir
þessum erlendu köppum, en þó eru heiðarlegar undantekningar, eins og „rasssæris-sigurinn" frægi, er
þeir unnu á „akademisk boldklub" frá danmörku anno domini 1919, enda var Ólympiu-gorgeirinn þá í
algleymingi næstu mánuði á eftir. 1 ár er elsta knattspyrnufjelag vort, sem og er kent við höfuðstaðinn,
eigandi að titlinum „besta knattspyrnufjelag lslands“ — og eflaust með rjettu. Kom í þess hlut að ráða
fyrst á foraðið erlenda í ár, en foraðið var frá Skotlandi, og ekki all-óharðvítugt. Ekki er það ætlun vor
að rekja hvert feilspark, sem látið var úti á kappleiknum, en hann var „allur hinn fjörugasti", eins og
sagt er stundum í blöðum vorum. Viljum vjer viðvíkjandi smáatriðum vísa til hinna ágætu pistla nafna
vors í Vísi (hvenær komumst við svo langt á menningarbrautinni, að hvert blað eignist sinn L. S.? ?),
en aðeins geta þess, að markmaður vor, er þangað til hafði varið sóma vorn með sóma, varð ósáttur við
samherja sinn, og fótbraut sá hinn sami hann. „Verður engum einum manni um þetta kent“, enda meiddi
hinn parturinn sig líka. En slysið varð til þess, að landinn vann ekki nema með einu marki móti tveim
hjá Skotunum, og þótti skítt, sem von var á, því Uruguay stóð sig enn betur í ólympíu þessa árs en Skot-
ar. Stóð því nú vonin til þess flokksins, sem næstur var, en það var fjelag er kallar sig Val. Tilheyrir
mannafli þess K. F. U. M., og fyndist oss eigi óviðeigandi, að fjelag, sem mennt er úr þeim herbúðum
tæki sjer annað nafn og friðsamlegra, svo sem Dúfan, Auðnutittlingurinn eða eitthvað þessháttar, í
staðinn fyrir að skreyta sig með nafni þessa rán-hrsefugls, sem viðurkendur er fyrir illfyglsku og dráp-
girni. En auðvitað mega þeir sjálfir best kenna girndir sínar og tilhneigingar. Allur leikur þessa fje-
lags var í megnasta ósamræmi við nafnið, en bar aftur á móti greinilegan vott um Kristilegt F. U. M.,
því hver flæktist fyrir öðrum, hvenær sem á átti að herða. Á þessum kappleik beinbrotnaði enginn svo
teljandi væri, en þó komst einn landi vor svo langt, að langa einum Skotanum „einn“ á trantinn, og segja
margfróðir menn, að nefndur trantur hafi svo úr greinum gengið, að eigandi hans tali síðan ekki annað en
írsku, og lítt skiljanlega þó. Er þessa varla getandi, því vonandi hefir það ekki jafnmikla stórpólitíska
þýðingu fyrir land vort og þjóð sem trollarasektir og -náðanir. Daginn eftir var svo Skotunum boðið til
Þingvalla til að eta mat. Gerði það bæjarstjórn og fór auðvitað sjálf með; þó ekki Sigurður Jónasson,
sem mun eiga í einhverju missætti við Knút og vill því ekki deila við hann salti eða þrumara.
Alt í alt teiknar þessi heimsókn Skotanna til að verða til stórsóma fyrir báðar þjóðirnar, og er
ekki að efa, að hún mun auka viðkynningu, skilning og vináttu milli þessara tveggja öndvegisþjóða, sem
samkvæmt mælingum Guðm. próf. Hannessonar eru stærstu þjóðir Evrópu. L. S. Spegilsins.
ATHS. Þegar grein þessi var rituð, var ekki lengra komið sögunni af þessum merkisviðburði,
en framhald mun birtast bráðlega, ef eitthvað gerist sögulegt, hvort sem það verður slys eða annað.
Vesimannaeyja-sjúss. (m. 11.)
Þegar afhjúpaður var í Eyjum spítali sá, er meiriháttar maður einn gaf Eyjamönnum^ var hald-
inn gleðskapur mikill, hvarí þátt tóku meðal annars stórmennis, landlæknir, ríkismúrari o, m. fl. Voru
veitingar allar hinar rausnarlegustu, sem ekki er í frásögur færandi, og var seinast veittur drykkur sá
er sterkastur var, en það var edikssýra. Víst er um, að sumum tók göróttur að gerast drykkurinn, en
annars er eigi getið um áhrif hans á söfnuðinn, þó er vart að efa, að þau hafi verið hin ákjósanlegustu,
að minsta kosti komst ekki spítalinn í brúk í þessu tilefni, sem þó annars hefði verið vel við eigandi.
38