Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 43
300300,79 dagar úr lífi mínu.
Mjer hefir hugkvæmst að upplýsa alheiminn með því að birta frásögur um stórmerkilegan kafla
úr hinni afar fróðlegu og viðburðaríku æfi minni, og hefi jeg því skrifað afskaplega merkilega ritgerð
í blað óklepptækra esperantista, sem kemur út bæði í Los Angelos og á Vatnsleysuströndinni (Jargona
asocio de deliremoj, sem þýðir Jarganlegt fjelag ungra manna, skammstafað J. 0. G. T.). Ritstjórinn,
sem er ættaður úr Kjósinni, tók grein minni auðvitað fegins hendi, og gaf henni þann vitnisburð, að jeg
væri langbesti rithöfundur í heimi og kom það engum á óvart. Jeg birti hjer þessa eldlegu ritgerð mína
í íslenskri þýðingu til þess að landar mínir fari ekki á mis við allan þann vísdóm og alheimsspeki, sem
hún hefir að geyma, þótt hún vitarilega sje ekki nema svipur hjá sjón á svo mikið ófullkomnara máli
en frummálinu.
Jeg hefi krufið til mergjar allan vísdóm milli him-
ins og jarðar, hverju nafni sem nefnist, og náð meiri
fullkomnun en nokkur annar maður, í hverju sem
er. Á hinum löngu andvökunóttum mínum hefi jeg
velt fyrir mjer öllum ráðgátum tilverunnar, alt frá
hlutabrjefum prófessors Magnúsar dócents til hinna
guðdómlegu esperantórita Barbusse og Zamenhofs,
að ógleymdum mínum eigin ritsmíðum, sem auðvit-
að skara fram úr öllum öðrum, bæði að stíl og efnis-
vali, rökfimi og sannfæringarkrafti. Jeg hefi látið
hugann svífa á engilvængjum hugsjónanna um ómæl-
isgeim sálar minnar. Jeg er málfræðingur, sem safna
öllum orðum nema dannebrogs- og fálka-orðum. Jeg
er heimspekingur og háspekingur og hefi fundið
leyndustu fylgsni alheimstilverunnar í sjálfum mjer,
og öðlast skýlausa þekkingu á lögum alheimsins og
hjarta mitt stendur í sambandi við hið absoluta. Jeg
hefi komist í tak við hina svívirðilegustu hrökkála í ríki náttúrunnar í Reykjavík. Jeg hefi farið til
Lundúna og Parísarborgar og jeg hefi sjeð menn og heyrt orð. Andi minn hefir rent sjer ofan úr
draumsölum himinsins niður í hlandfor veruleikans, sem vjer köllum jarðneskt líf, þar sem hann hefir
staðnæmst og fundið sjer samboðið heimkynni. Og jeg umturnaðist í eldrauðan bolsa og skrifaði bæk-
ur og blaðagreinar, sem rótuðu upp í sálum landa minna og umhverfðu alþjóð til rjettra skoðana, og jeg
leiddi þjóð mína frá villu hennar vegar. Jeg er ágætur kennimaður. Nemendurnir hrósa mjer. Og yfir-
boðarar mínir segja, að þeir hafi aldrei heyrt talað um eins góðan fræðara, og því trúi jeg líka vel og
þakka þeim það ekki. En forlögin eru hverful. Hjörtu mannanna eru lamin áfram af heimsku, illgirni og
þröngsýni. Svo heimskir menn eru til, að þeir kunna ekki að meta hina óviðjafnanlegu hæfileika mína.
Vonum bráðar var mjer kastað af himni ágætis kennimanns, inn um kjallaraglugga villutrúar og jafn-
aðarstefnu. Jeg er stórskáld. Jeg yrki lyrisk Ijóð. Þau bestu, sem til eru. Jeg syng um hina heilögu ást,
um mína náttúru, um örlög mannanna, um himnaríki og helvíti, um líf og dauða, um alt hið himneska og
háfleyga í djúpi sálar minnar. Jeg er fútúristi, expressionisti, surrealisti og klassiskur. — Alt þetta er
jeg og miklu, miklu fleira. Jeg er óviðjafnanlegur. Jeg er mesta geni, sem uppi hefir verið. Ljóð mín
ollu byltingu. Það eru hin andríkustu ljóð, sem nokkru sinni hafa heyrst. Það eru ljóð, sem enginn ann-
ar hefir komist í hálfkvisti við. En jeg er líka frábær ritsnillingur. Jeg skrifaði bók, sem gjörbreytti
þjóðlífi voru. Það voru heimspekilegar og guðspekilegar kenningar, æfisögur úr mínu eigin lífi, sem auð-
vitað er merkilegasta líf í veröldinni, gagnrýning á trúarbrögðum vorum, árásir á þjóðina, pólitískar og
guðspekilegar prjedikanir, bolsevistiskar agitationir, snildarlega samdar skáldsögur og guðdómleg ljóð og
ótal fleira. Þessi bók vakti menn af svefni. Allir hrósuðu henni og hrópuðu, að höfundurinn væri hið
mesta andlegt mikilmenni, sem uppi hefði verið, enda lá það í augum uppi. Sannleikurinn er sá, að jeg
er mesti rithöfundurinn, sem skrifað hefir bækur eða ritgerðir. Bók þessi þaut á vængjum vindanna yf-
ir allan heiminn og sneri öllum til sósíalistiskrar sannfæringar og var alstaðar keypt sem curiósitet.
Hvað gerði nú kennarastjettin, forsjón uppeldismálanna, leiðtogi mentunarinnar, vörður hug-
39