Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 50

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 50
Laugarvatnsskólinn. Sífelt nálgumst vjer meir og meir hinn göfuga konungsþanka Spegilsins: að fá skóla eða aðrar líkar stofnanir á sem flestar hverholur landsins, til þess að hafa eitthvað að sýna útlendingum vorum 1930 og jafnframt, ef verða mætti, að fjölga fólki í landinu. Að minsta kosti finst oss það Jónasar ár, 1928, marka gott spor í þessa átt og það ekkert aurspor. Vjer eigum þar við skóla þann eða mentastofn- un, er vjer höfum nýbygða yfir Böðvar vorn á Laugarvatni. í tilefni af þessari stofnun hafa þrenn há- tíðahöld farið fram — hefðu orðið miklu fleiri, ef vjer værum ekki jafn þjakaðir eftir íhaldsstjórnina og raun er á. — Fyrst var nú reisugildið, en slíkar veislur er upp á síðkastið farið að nefna risgjöld, síðan þær fóru að enda með sprúttsektum og öðrum hvimleiðum útgjöldum, sem menn rísa varla undir. Þó var enginn sektaður í þetta sinn, og bendir það ekki á annað en það, að áfengið, sem austur fór, hafi verið notað í nokkurn veginn rjettlátu hlutfalli af viðstöddum, eða enginn verið til að kjafta frá. Svo var nú skólasetningin, eða víxlahátíðin, sem Böðvar framdi í fjarveru dómsmálaráðherra, sem ekki treystist í stjórnarbílnum sökum drullu, þ. e. a. s. á veginum að Laugarvatni. — Þá var þriðja, er nefndur ráðherra fór ásamt meir og minna fríðu föruneyti að Laugarvatni, til þess að sýna nemend- um skólans svart á hvítu, hvernig sá liti út, sem þeir gætu þakkað fyrir mentandi skólavist með eftir- fylgjandi trúlofun og hver veit hverju, eins og oft verður í slíkum skólum. í för þessari svaf föru- neytið alt í einni flatsæng, og þótti vel á því fara. Ekkert sjerstakt kom fyrir í ferðinni, nema hvað það kom í ljós, að eilífðarbolsar (svo nefndir til aðgreiningar frá Tímabolsum)fararinnar voru lang- digrastir allra viðstaddra, og skopuðust þá Tímabolsarnir að því, að ekki mundu þeir altaf hafa skift jafnt með fátæklingunum. Þessa atviks er hjer aðeins getið vegna þeirra, sem finst þetta spánný upp- götvun, — þeir kunna að vera til, þótt ótrúlegt sje. En látum oss komast að efninu: Það er ræða Böðv- ars, eins og hún heyrðist í útvarp Spegilsins. Auðvitað er tólið orðið mesta skrapatól, þrátt fyrir við- gerðir margra sjerfræðinga í radíólistinni, og verðum vjer því að slá þann varnagla í lesendur vora, að sennilega hefir ræðan verið enn þá vitlausari en hún birtist hjer: Háttvirtu tilheyrendur, skyldir og óskyldir! Þið verðið víst eftir atvikum að notast við mig til að lesa upp þennan ræðustúf, sem hjer verður afsalútt að haldast, því, eins og þið munuð vita: orðin eru til alls fyrst, og ekki hefir þessi skóli kom- ist orðalaust upp, fremur en annað. Það er nú ekki bússið, að þegar hæst á að hóa saman flokknum, sem skólanum hefir komið upp, skuli endilega þurfa að koma mígandi rigning, svo mýrarnar hjer í kring verða eitt endemis kviksyndi, því ef þurt er má þó slarka þær í bíl, þó þær sjeu dálítið tuðrótt- ar. En eins og er finst mjer engin von, að hann Jónas komi hingað, enda — okkar á milli sagt — bann- aði jeg honum alveg að hætta sjer út í þetta, en koma heldur, þegar mentamálin eru komin hjer í gang. 0g hann hafði líka nóg að dútla heima fyrir, hann, sem hefir altaf þessa reiðinnar dobíu að gera, sýknt og heilagt, og er nú sem stendur að segja þeim fyrir í Sjómannafjelaginu, hvernig þeir eigi að setja upp á vinnuna sína við þessa bjenkítans útgerðarnáhausa, þessar hansvítans blóðsugur, sem draga fólkið úr sveitunum og á eyrina. Vonandi tekst honum það, eins og annað, að jafna gúlana á þessum blóðsugum þjóðarinnar. En, svo minst sje fleiri stoða, sem renna undir þessa stofnun okkar, þá vil jeg minnast yfirvaldsins okkar, hans Magnúsar, sem hjer er viðstaddur og rjetti að mjer hundrað krónur í bankóseðlum, sem vísi til bókasafns skólans, með því fororði, að ekki yrði keyptar fyrir það siðspill- andi bækur. Auk þess hefir nefndarbóndi einn hjer úr sýslunni, sem hjer er og viðstaddur, gefið 200 krónur, sem nú kemur til okkar kasta, skólanefndarinnar, að ráða fram úr, hvernig verja skuli. Fleiri einstaklinga ætla jeg ekki að nefna, t. d. sjálfan mig, þó jeg ljeti af hendi eignar- og ábúðarjörð mína, slíkt eru smámunir einir, þegar göfug hugsjón og bankarnir eru annars vegar. Má jeg svo þakka skólastjóranum, honum Jakobi, fyrir að vera hjer viðstaddur í dag, og vona jeg, að honum takist vel að fóðra ykkur á gerheyi mentunarinnar, án þess þó að offóðra neinn.k-rr-kr-rrr-sud dararuddumprudd. (Hjer bilaði tólið). svo Helga, alinn á margaríni og hafragraut, sem fulltrúa núverandi de-generasjónar. Hefði sú sjón ver- ið fengur öllum þeim, sem ganga sí og æ með „Heimur versnandi fer“ á vörunum. Þótt ekki sje enn alt upp talið, sem mátti til fróunar verða skemtanaþyrstum sálum, verður að hlaupa á hundavaði yfir hitt. Þó verður að geta þess, að seinna kvöldsins hófst hringiða dansins, sem 46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.