Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 55
aðra asna, aðra sauði, önnur naut) fulla með vissum skilyrðum, undir vissum kringumstæðum og
með vissum takmörkunum, án þess að þurfa að spyrja dani.
1. Þetta hlýtur að eiga við íslendinga á Islandi og í danmörku og dani í báðum löndum og á báðum
áttum og báðum buxunum. _ .
a. Þó að ekki sje getið um það í sambandslögunum, að danir sjeu fullvalda, þá verður þó líklega
samkvæmt jafnrjettisákvæðunum að líta svo á, sem þeir hafi eftir atvikum nokkurskonar
fungerandi fullveldi, og sýnir þetta eitt með öðru, hve háskalegt jafnrjettisákvæðið er.
b. Þetta fullveldi þeirra hlýtur per analogiam að ná bæði til þess að vera sjálfir fullir og til þess
að hella Islendinga fulla, bæði á íslandi og í danmörku.
2. Þetta sætir þó svipuðum undantekningum og þeim, sem nefndar eru í II, 1—3.
3. Mikið hefir verið deilt um það, að hve miklu leyti þetta getur átt við um hjólhesta, og skal því at-
hugað nánar þetta vísindaiega vandamál. Hjólhestar eru ekki fullvalda að mínu áliti, því að:
a. Þá vantar þá líkamsbyggingu, sem nauðsynleg er til fullveldis.
b. Hætt er við að þeir lækju hverjum dropa, þó reynt væri að hella einhverju inn í holu pípurnar.
a. Einstaka vísindamenn líta svo á, að hjólhestar verði fullvalda, ef helt er í gúmmíhringana,
en jeg þekki ekki þá lögspeki.
b. Jafnvel þó að hringirnir væru heltir fullir, verður ekki sagt, að hjólhesturinn verði júrid-
iskt sjeð „fullur" af því, heldur í hæsta lagi „hálfur“, og yrði því hjer í hæsta lagi um hálf-
veldi að ræða, en aldrei neitt fullveldi.
4. Sama verður að gilda um aðra, sem líkt er á komið fyrir, svo sem leikfimishesta, kúbein (sem
auk þess er ekki nema partur af skepnu), járnkarla, vatnshrúta, vatns- og lofthana (aftur á móti
hafa Lofthænur fullveldi), stól- og rokkbrúður o. s. frv.
IV. Þegar sjerstaklega er rætt um íullveldi íslands, verður auðvitað að hafa það sjerstaklega í huga, að
það gildir ekki nema um Island. Reyndar má efast um, hvort nokkurt annað ríki í heimi er fullvalda,
svo að sannað verði. T. d. munu Englendingar vera í miklum vafa um það, hvort þeir eru fullvalda,
og jeg minnist ekki að hafa sjeð það nokkursstaðar á prenti, að talað sje um „hið fullvalda ríki, Eng-
land“, eins og maður sjer hjer svo iðulega, og mun þetta stafa af því, að Englendingar þora ekki
að vekja upp umræður um málið, eða af hverju öðru ætti það að stafa? Sama er að segja um Þýska-
land og Frakkland. Aftur á móti kemur þetta fyrir í bókmentum Lichtensteins (sbr. Jón Dúazon:
Von der Stjórnverfassung des vollmáchtigen Grúnland in Verbindung mit Lichtenstein betrachtet
VL, 3456). Af þessu leiðir, að þó að t. d. danir gleyptu England og það glataði þannig ímynduðu
eða virkilegu fullveldi sínu, þá snerti það ekki ísland. Þetta sjálfstæði íslands leiðir af því:
1. Að ísland er annað en England (sjá landkort Mortens Hansens) eins og nöfnin sanna.
2. Að Islendingar er annað en Englendingar eins og sannast af því, að þeir tala annað mál. Má
svo heita, að það sje ómögulegt eða að minsta kosti illmögulegt, að skilja Englendinga nema með
miklum lærdómi, í stað þess að hvert barn skilur strax íslensku (ekki náttúrlega strax og það
fæðist, en næstum því) og alveg án lærdóms.
V. Gæta þarf vandlega að því, að misbrúka ekki fullveldið. Misbrúkun á fullveldinu verður að teljast:
1. Ef menn eru altaf að nota það (of hár frekvens).
2. Ef menn nota það illa: a. Ef menn sitja of lengi við. b. Ef menn fara of hart í það.
3. Misbrúkun á fullveldinu verður að telja það, að vilja alls ekki nota það, eins og er stefna góð-
musterisriddara (good-templara). Þetta verður að telja með öllu rangt, að öll brúkun fullveld-
isins sje misbrúkun.
a. Því að til hvers væri það þá, má jeg spyrja?
b. Fullveldið er hnoss (sbr. Stúdentablaðið).
c. Fullveldi, þar sem ekki nokkur maður væri nokkursstaðar eða nokkurntíma fullur, væri bara
veldi, en ekkert fullveIdi, en nú er það einmitt fullveldi.
< Fleira ætla jeg svo ekki að skrifa að sinni. Alt þetta er miklu nánar tekið fram í bók minni, sem
jeg er nú að skrifa: Die Vollmacht Islandes, eine slibrige Frage der Rechtswissenschaft, sem jeg ætla að
senda Oslóháskóla til þess að verða doktor fyrir. En jeg vona samt, að þeim, sem lesa grein þessa þrisvar
til fjórum sinnum, sem jeg trúi alls ekki að mönnum geti leiðst, verði æði mikið ljósara, hvað felst í
þessu mikla og fyrir þjóð vora eftir atvikum örlagaþrungna orði Fullveldi.
Ríkisrjettarfræðingur Spegilsins
51