Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 57
Jarðskjálffar. m.
„Elstu menn muna ekki annað eins“, segja menn, þegar eitthvað ber við, sem þeim þykir sjald-
gæft og óeðlilegt, svo sem ef einn af hinum alkunnu „Reykjaneskippum“ kemur í einhvern pólitíkus-
inn, eða menn verða fyrir nokkurnveginn liðlegri afgreiðslu í einhverri ríkisstofnun, eða ef önnur Slík
stórmerki gerast á Iandi eða sjó. Til dæmis má nefna, að elstu menn muna hreint ekki, að Ahrenberg
hafi verið eins lengi til Grænlands og í ár, heldur ekki, að nafni hans, Bergur bílstjóri, hafi talað eins
vel við ráðherra og í ár, og heldur ekki. að jafn geigvænlegur jarðskjálfti hafi komið sem í ár. Síðast-
nefnda bendir á, að menn sjeu skammlífir hier á Iandi, og það svo mjög, að elstu menn hafi ekki verið
orðnir sjáandi árið 1912 auk heldur árið 1896. Þegar jarðskjálftinn kom, var farið að eins og plagar
að vera, ef dularfull fyrirbrigði gerast, að blaðamenn voru sendir vestur á Elliheimili til að hafa tal
af elstu mönnum, því þar mun þá helst að finna, en svo bölvanlega vildi til, að elstu menn höfðu ekki
aðeins tapað þessum venjulegu fimm skilningarvitum, heldur líka minninu, og fer maður þá að skilja
betur, hvers vegna það ber svo oft við, að ..elstu menn muni ekki annað eins“. Heldur ekki muna elstu
menn eftir því að hafa sjeð fólk hlaunandi út úr baðhúsinu í þeim einum fötum, sem skaparinn hafði
þeim gefið, en skraddarar engan þátt í átt, álíka fjölklætt og sundmenn Morgunblaðsins, sem þreyttu
kapnsund í öxará og hneyksluðu með bví nokkra basar-smælingja. Sá atburður mun vera sök í því,
að öxarárfoss er ekki lengur til, því eftir að þetta ódæði skeði var ánni veitt lir farvegi sínum, ein-
hversstaðar fyrir ofan gjá, svo hennar verður ekki vart á Alþingisstaðnum.
Dapskur blaðamaður, hr. Sinke Lögnstrup, var hjer staddur þennan dag, sem jarðskjálftinn fór
fram. Hafði hann staðið hjer við þann dag og var nú að Ijúka við að kynnast landi og þjóð. Allir vita,
að bað er fljótgert fyrir útlendinga, er hingað koma. Síðasta menningaratriðið, sem hr. Lögnstrup
kynnti sjer, var það hvernig Fálkakross væri hengdur á V. Hersi. Var hann því í ýmsum sundurleitum
þönkum að þeirri athöfn lokinni, en alt í einu veit hann ekki fyrr en hann fær heilan bunka af allskon-
ar leirtaui í skallann. Hafði hann margt hevrt um íslenska gestrisni. og fann hjer enn ábreifanleg-
an vott hennar. Samtímis fann hann til ákafs titrings í ganglimum öllum og þótti sem iörðin gengi í
charlestontakt undir fótum sier. Hr. Lögnstrun er alls-ókunnugur jarðskjálftum, því ferðamannafje-
lagið, sem veitti honum forstöðu, var enn ekki búið að arrangera neinum fyrir hann. Gekk hann því
áfram nokkur skref og fram hjá rakarastofu einni. En er hann kom þar fvrir dyrnar kemur bar í hann
maður, eins og tappi úr ósvikinni kampavínsflösku eða Iandlæknir úr fallbyssukjafti og hafði nær velt
honum um koll. Þótti blaðamanninum skítt, að gerðar skyldu tilraunir til að kollvarpa dönum á Jslandi
og hje'lt, að þetta væri einhver af forráðamönnum blaðsins ÍSLAND, en svo reyndist þó eigi. Maðurinn
var sáougur upp í hársrætur og stóð hnífur í hálsi hans. Nú fór hr. Lövnstrup fyrst að skilja málið,
því sjálfur hafði hann byriað feril sinn sem rakari og þá oft mist viðskiftavini og hnífa á bennan hátt.
Þegar fleiri hnífar voru ekki til, sigldi hann og fór þá eins og öðrum rökurum, sem sigla, að hann gerð-
ist hrmdelsmand, en þótti skrifa svo liðugt reikninga á kúnnanna, að hann gerðist eftir það blaðamað-
ur. Áfram var ferðinni haldið og var hann þá svo heppinn, að rekast á einn landa sinn, sem hann
hafði kynnst um leið og landi og þjóð. Var að vísu sá Ijóður á ráði hans, að hann kunni hvorki dönsku
nje íslensku, en gat þó gert landa sínum skiljanlegt, að þetta væri kallað jordskælv. Hjer var heldur
en ekki matur á borðum fyrir blaðamanninn og fylgist hann með landa sínum eftir Austurstræti til að
horfa á aðfarirnar. Þar er jafn margt manna á ferli og 17. júní eða þegar flugmenn eru dregnir í höfn.
Mátti þar líta menn höfuðfatalausa, en aðallega vitlausa, er stóðu og biðu eftir því, að húsveggirnir
hryndu yfir sig líkt og júðarnir forðum, er báðu hálsana að gera eitthvað líkt (sennilega flöskuhálsa,
sbr. sálminn: „Frá Jerúsalem þeir senda | syni Leví þjettkennda | með höfuðprestanna her“). Þýddi þar
ekkert að stjórna neinni trafík, því bæði hús, menn og bílar vingsuðust til. Var í snatri kosin nefnd
til að athuga jarðskjálftamælana og kom það fljótt í ljós, að þeir voru í slíku ólagi, að elstu menn
mundu ekki annað eins, og er þá töluvert sagt. Aftur á móti var símað frá Englandi, að jarðskjálfta-
miðstöðin væri uppi í Borgarfirði.
I sambandi við atburði þessa, skít jeg því til lesenda Spegilsins, hvort enginn hafi fundið tann-
gerfi mitt, er mjer varð á að týna þennan dag. Var það hið vandaðasta og hafði kostað 700 kr. hjá
Halli (útdráttur meðtalinn). Hafi einhver verið svo lánsamur að rekast á það heilt eða brotið, geri
hann eða hún svo vel að leggja inn á skrifstofu þessa blaðs tilboð merkt „Bitvargur“ eða þessa undir-
skrift ' „Jarðskjálftamælir Spegilsins“.
53