Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 66
Hvar er Guðbrandur? „v,.,
Ekki alls fyrir löngu mátti heita, að þjóðarsorg væri um gjörvalt ísland, og meir að segja um
Spán líka, er það frjettist, að Guðbrandur sá, er blendnastur þykir á Spanjólann, væri týndur á leiðinni
frá íslandi til Spánar, og var ýmsum getum leitt að þessu hvarfi eins nýtasta manns þjóðarinnar, svo
sem það, að hann hefði fengið mikilmennskuæði og kastað sjer út úr flugvjel yfir Ermarsundi, til þess
að líkjast Löwenstein hinum belgiska, o. s. frv. Þó magnaðist þjóðarsorgin um 300 %, er það heyrð-
ist, að sami Brandur væri aftur fundinn, og er það ekki nema eðlilegt. Hvarfið komst þannig á almenn-
ingsvitorð, að ískyggileg skeyti tóku að berast hingað sunnan af Pyrenneaskaganum, frá Spánarlegáta
Spegilsins, og var honum auðvitað svarað í sömu mynt, nfl.: „Hvar er Guðbrandur ?“ Menn skyldu nú
ekki trúa, að það væri neitt sjerlegt lífsspursmál, hvar Guðbrandur væri hálfum mánuði lengur eða
skemur, en hjer stóð svo á, að Spanjólinn var tekinn að súrna þarna suður frá, og þurfti því að komast
á markaðinn, en hjer heima var uxahöfuðið þjóðfræga gjörtómt að Tíkarbrandi og ekkert fyrirliggj-
andi til Hvítasunnunnar, og hefir slíkt ekki fyrr skeð í elstu manna minnum, en hins vegar er Tíkar-
brandurinn falsaður, ef hinn Brandurinn blandar hann ekki sjálfur, en fölsuð vín má ekki selja í ríkis-
stofnuninni, svo sem allir vita. Var því ekki annað að gera en senda hjálparleiðangur, eins og eftir
Nobile forðum, og var til fararinnar ráðinn þefari Spegilsins, sem um þær mundir hafði lítið að gera.
Fór hann eins og fætur toguðu til Englands og gegnumþefaði þar bæði Buckingham Palace og Scot-
land Yard, en alt kom fyrir ekki, og vita þeir þó jafnlangt nefi sínu í Scotland Yard, en kváð-
ust ekki taka að sjer neinskonar sóðamál fyrir íslendinga framar. Tók þá snússar-
inn flugvjel og fór, eins og leið lá, til Parísar. Hittir þar helstu menn að máli, svo sem Doumergue,
Odd Ferhyrnda, og fleiri gentlemenn. Þeir ráða honum til að leita á stöðum þeim, þar er mannfagnað-
ur sje, en í bæ eins og París er það ekki gert á einum degi. Byrjaði hann á Montmartre, en leist svo
svakalega á lýð þann, er þar var saman kominn, að hann þóttist þess viss, að ekki hefði Brandur það-
an farið lifandi, en dauðan kærði hann sig ekki um að finna hann. Var þá leitað í öðrum bæjarhlutum,
svo sem á Montparnasse; er þar meðal annars öldurhús eitt, er La Cicogne nefnist. Stóð þar fyrir dyr-
um úti negri einn, ekki ó-svaðalegur, og hefðu þefaranum fallist hendur, ef negrinn hefði ekki haft
Etoile Noire í hnappagatinu, og kvaðst vera seinasti maðurinn, sem þá orðu fjekk, áður en farið var að
brúka hana á hvíta menn. Finnur þefarinn þar Guðbrand, með tilstyrk niggarans, og fleygir honum,
og sjálfum sjer á eftir, upp í lest, er fara átti til Spánar. Var hann þar afhentur Spánarlegáta vorum
og Fonsa konungi til frekari fyrirgreiðslu, og kváðust þeir ætla að láta hann taka þátt í nautvígum þar
í landi, meðan verið er að útskipa Spanjóla þeim, er hann vonandi kemur með heim úr för sinni, er
teiknar til að vera öll hin frækilegasta. Látum vjer oss vel líka þá ráðstöfun og vonum af heilum hug,
að Brandi takist að drepa toreador þann, er sendur verður á móti honum.
inni stóð og ekki var það hans sök, þó „Stormur" kæmi ekki á rjettum tíma. Vjer álítum íhaldið
full sæmt af honum, enda hefir hann einurð og djörfung öðrum fremur. —
Aumingja Framsóknarfrúin, sem alt í einu snjeri huga sínum frá því háleita og beindi hon-
um að því hverfula nokkra daga fyrir bæjarstjórnarkosninguna, ætti sannarlega að fá einhverja
umbun fyrir ómak sitt. Að vísu gerði hún Framsókn frekar ógagn en gagn á þeim tíma, en það
þarf að virða viljann fyrir verkið, og verður það ekki með öðru betur launað en að skipa hana í
þennan virðulega sess.
Allir hljóta að skilja það, að ekki verður hjá því komist að í dómnum sitji að minsta kosti
einn mjög alvarlegur maður (seriös) og þá verður Sigurður Jónasson sjálfkjörinn. Hann verður full-
trúi Alþýðuflokksins í dómnum.
Svo er til ætlast í fimtardómsfrumvarpinu, að þessir þrír aðaldómendur geti tekið tvo sjer
til aðstoðar, ef þeim þykir þurfa, og vitanlega gæti það ekki annars heitið fimtardómur. Og það
verða að vera framúrskarandi lagamenn, vegna þess, að ef þessir þrír kynnu lögin, þá þyrftu þeir
að sjálfsögðu ekki á neinni hjálp að halda. Hjer er nú úr mörgu góðu að velja, því Reykjavík er
rík af lagamönnum, en eftir ítarlega og nákvæma íhugun höfum vjer komist að þeirri niðurstöðu, að
öruggast myndi að taka þá, lögmanninn og Pjetur Jakobsson.
Vjer væntum, að þessi fimtardómsskipun vor nái samþykki og samúð alþjóðar.
62