Rauðka : úrval úr Speglinum

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Qupperneq 79

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Qupperneq 79
Haa 0"/ð. (v. 11-12.) Hinn heimsfrægi söngvari Jón Dindill hentist upp tröppurnar. Frá því er hann var hálfstálp- aður og fægði stígvjelin á Hótel ísland hafði hann aldrei flýtt sjer svipað og þetta. Átta þúsund króna loðkápan stóð beint út í loftið á eftir honum og pípuhatturinn hjekk á fáum hárum langt aftur í hnakka. Hann var eldrauður í framan og asinn var svo mikill á honum, að hann var næst- um búinn að gleyma því að spegla sig í fordyrinu, þegar þjónn læknisins hafði losað hann við gull- hnúðaða stafinn og átta þúsund króna dýrgripinn. Á allra síðasta augnabliki rankaði hann þó við sjer og lagaði ögn á sjer hárlokkana, sem komnir voru í allmikið ólag af hlaupunum. Svo flýtti hann sjer inn til læknisins. Hinn þjóðkunni læknir — lítill maður en mikill sjerfræðingur í háls- og raddbandasjúk- dómum — stóð upp úr sæti sínu og gekk á móti söngvaranum. „. .. . Þjer kannist ef til vill við mig, herra læknir ....?“ „Yður .... það held jeg nú. Hver er sá, er ekki kannist við Sir Dindil, hinn veraldarfræga söngvara, eftirlæti allra kvenna, en öfundarefni karla, .... sem er jafn frægur fyrir hina guðdóm- legu rödd sína og goðumlíku fegurð. Jú, jeg held að maður kannist við Jón Dindil — það held nú jeg — jeg held nú það .... En hvað er jeg annars að þvæla. Þjer eruð utan við yður. Þjer eruð í geðshræringu. Setjist, herra minn. Setjist. Nú skal jeg óðara koma með einhverja róandi mikstúru. Hinn heimsfrægi söngvari ljet fallast í hægindastólinn og bandaði fyrirmannlega með hend- inni....... „Whisky“, hvíslaði hann, „half and half“ ........ Læknirinn rjetti höndina í skáp, tók þaðan flösku og tvö glös og helti í. Hinn heimsfrægi Dindill teygaði til botns úr glasi sínu. „Mjer finst það hafa góð áhrif á mig og gera mig ögn rólegri .... en jeg gleymdi víst að heilsa yður. Komið þjer sælir, herra doktor, komið þjer sælir. Þjer eruð alt of kurteis, .... gerið alt of mikið úr mjer. En það er satt — jeg er utan við mig. Jeg er í geðshræringu. En (og hann spratt upp úr stólnum, rjetti úr sjer og varpaði fram hendinni) .... það er von að mjer sje mikið niðri fyrir. Jeg er hræddur um, nei, jeg er viss um að alvarlegur, mjög alvarlegur hlutur hefir kom- ið fyrir mig. Hlustið á : Eins og yður er ef til vill kunnugt, er jeg ráðinn til þess að syngja hlutverk Toreadorsins í óperunni Carmen, sem á að sýna á sönghöllinni miklu nú í kvöld. Hlutverkið er sam- boðið hæfileikum mínum, og jeg hefi fylstu ástæðu til að ætla, að públikum búist við miklu. Jeg held ekki að jeg fari með neinar öfgar, ef jeg segi, að públikum í þessum bæ hefir aldrei búist við meiru .... eða haft ástæðu til þess að búast við meiru. Eða að minsta kosti hafi haft. Takið eftir herra minn: Jeg segi, hafi haft. Takið vel eftir nú í dag .... fyrir tæpum hálftíma var jeg að æfa mig á einni aríunni heima hjá mjer. Jeg var með afbrigðum vel upplagður. Tónarnir streymdu af vörum mjer, þeir fossuðu í sál minni og mjer fundust því engar skorður settar, hve sterkt og hve hátt jeg gæti sungið. Jeg söng stöðugt hærra og hærra, og rödd mín varð að lokum eins og sævar- öskur í ofviðri og stórbrimi. Fólkið niðri á götunni — jeg bý á tuttugustu og þriðju hæð af tilliti til æfinganna — staðnæmdist og hlustaði. Jafnvel hundarnir stóðu kyrrir. En einmitt þegar jeg ætl- aði að ljúka söng mínum með því að slöngva frá mjer Háa sjeinu svo kröftugu að slíkt hefði aldrei áður heyrst — þá skeði þetta ógurlega, þetta sem er varla hægt að segja frá.........“. Söngvarinn tók sjer nú málhvíld og þerraði svitann af enni sjer með hvítum silkivasaklút. Svo hjelt hann áfram: „Mjer fanst eins og eitthvað færi af stað inni í kverkunum á mjer, og heyrði hljóð líkt því, þegar fjöður springur í grammófón. En háa sjeið varð í miðjum kliðum að ámátlegu væli, svo ámát- legu, að dónarnir niðri á götunni fóru glottandi burtu og hundarnir byrjuðu að spangóla. Jeg — hipn heimsfrægi Dindill — sprakk, hugsið þjer yður, kæri doktor, sprakk á háa sjeinu. Eða öllu heldur .... háa sjeið sprakk í mjer. Er jeg hræddur um. Jeg held það hafi bilað. Raddbandið far- ið í sundur, því að jeg næ því ekki lengur. Jeg, hinn heimsfrægi söngvari, hinn heimsfrægi Dindill, næ ekki háa sjeinu. Ótrúlega, næstum grátbroslega tilhugsun. Næ ekki háa sjeinu. Og í kvöld á jeg að syngja og taka það þrisvar. Þjer verðið, megið til að hjálpa mjer. Hugsið um hve mikils bær- inn yðar, hve mikils allur heimurinn missir, ef hann verður af háa sjeinu mínu ....“. 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.