Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Qupperneq 82
Viðtal.
(VI. 2.)
......en aftur á móti er Sigurður einhver allra skemtilegasti maður, sem
jeg ræði við um ástarmál. (Sr. Gunnar Benediktsson í Saurbæ. Verkamað-
urinn, XII. árg., 103. tbl.).
Það ber sjaldan við, að jeg lesi blöð utan af landi, og má tilviljun heita, að jeg skyldi einmitt
rekast á þetta númer af Verkamanninum, kollega frá Akureyri. En svo stendur á, að þar er Gunnar
klerkur í Saurbæ að svara einhverjum vini sínum, sem mjer skilst eftir greininni, að sje kennari við
Akureyrarskólann og jafnframt spíón á hælum nemenda. Er tilefnið brottrekstur einhverrar bolsjevíka-
spíru úr nefndum skóla, að því er virðist. _ _ __ _
Greinin er bæði löng og fremur leiðinleg, en
rjett eins og ískaldur viskísjúss í eyðimörk-
inni Sahara, koma þar fyrir þau orð, er hjer
standa fyrir ofan, og eiga við Sigurð skóla-
meistara. Og sjá, jeg gerði það, sem sjaldan
skeður, að jeg æpti upp yfir mig á grísku:
EUREKA! Sem er útlagt: „Þar nappaði jeg
furtinn“. Því, ef rjett skal segja, þá hefir
oss vantað tilfinnanlega sannfróðan mann
og jafnframt skemtilegan til að intervjúa
um ástamál, og ennfremur vissi jeg, að Gunn-
ar prestur mundi engu logið hafa, hjer frem-
ur en endranær, því jeg mintist ýmissa dömu-
selskapa, er jeg hafði tekið þátt í á yngri ár-
um, ásamt Sigurði, þar sem jeg — aldrei
þessu vant — hefi lofað skaparann fyrir að
vera sköllóttur; því óneitanlega er það f jandi
hart, að hverfa af vettvangi undir slíkum
kringumstæðum á undan kvenfólkinu. Og
undirritaður var ekki lengi að skreppa inn
í „Svaninn" til Hólmjárns vinar og panta
svo sem smálest af hinu ágæta smjörlíki
hans til að bera á flugvjelina (Wilkins brúk-
aði ekki annað í pólför sinni). Og — svo að
skemst sje yfir sögur farið — vissi jeg ekki af mjer fyrr en flygildið hvolfdi mjer úr sjer upp yfir skor-
steininum á Mentabúri Norðurlands, og gat jeg skriðið þar inn um glugga á þurkloftinu, sem opinn var,
og fann von bráðar skólameistara, sem reykti pípu sína eftir erfiði og rekistefnur dagsins. „Sæll, Rabbí
(meistari)“, mælti jeg og hneigði mig eftir því, sem giktin leyfði. „Sæll“, svaraði meistarinn og glápti
á mig ókunnuglega. „Hver ert þú nú aftur?“ „Nú, sjerðu ekki, að það er jeg1“ „Æ, það er satt, það ert
þú“, mælti meistari, og brosti, svo sást á bein, sem stóð þversum í hálsi hans frá því deginum áður.
„Fljótur nú, og segðu mjer eitthvað um ástamál — jeg er eintóm eyru“. „Jeg held maður sjái nú það“,
svaraði meistarinn, „en fjanda ástamálunum jeg fer að trúa þjer fyrir. Bæði er nú það, að þú ert viss
með að kjafta því út um allar jarðir, og svo er jeg orðinn sárþreyttur á þessum andskota, því hjer hef-
hrópar eins hátt og hann megnar: „Taktu það út úr þjer, maður, taktu það út úr þjer. Annars
springurðu“.
Hinn heimsfrægi söngvari rak þá hendina niður í kok á sjer og dró upp eitthvað, sem eng-
inn sá hvað var. En við þetta brá svo, að einmitt þegar fimta mínútan var að enda, lognaðist háa
sjeið út af með ámátlegu gauli og söngvarinn sjálfur varð eins og belgur, sem allur vindur er úr
og datt eins og máttlaust slytti á legubekk, sem stóð á sviðinu.
Það var minnisstætt kvöld. Ingimundur.
78