Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 89

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 89
Viðtal við þann egypska. Ekki alls fyrir löngu setti Moggi og önnur frjettablöð vor ríki vort á hinn endann (þ. e. þann, sem stjórnin var ekki búin að koma því á), með þeirri fregn, að hingað til lands væri kominn egypskur prins til að þreyta hjer lax- og aðrar veiðar um hríð. Sannast að segja vorum vjer van- trúaðir á þetta og hjeldum, að hjer væri einhver að gabba kollega vora, þótt slíkt sje annars lítið sport, og datt oss í hug það, sem gerðist fyrir nokkrum árum er hingað kom prinsessa frá landi Faraó- anna, en reyndist við vísindalega athugun að vera kokkapía frá Port Said. Þó sáum vjer brátt, að þetta gat ekki verið tóm flugufregn, þar eð Veiðibjallan, sökum fótakulda í sjónum var nýbúin að snúa fótun- um upp í loft og talin óferðafær í sumar, en Súlan einhversstaðar norður í landi. Hjer var því ekki ann- að að gera en snúa sjer til Mogga og láta hann sanna mál sitt og þustum vjer þangað tafarlaust, og asann, sem á oss var, má nokkuð ráða af því, að er vjer stungum höfðinu gegn um skrifstofuhurðina, fjekk Guðjón Ben. ekki einusinni svigrúm til að stinga flöskunni undir stól eða borð, sem minnst gerði til, því í henni var hörkugott brennivín (eins og í eigandanum). Oss var góðfúslega gefin adressa prins- ins og vjer þangað, skotrandi augum til flöskunnar um leið og vjer flugum framhjá. Prinsinn var heima. Hann sat, eins og ekkert væri um að vera og batt aungultauma í þrí- húkka í egypskri ró. Oss var góðfúslega lofað viðtali þá þegar og gekk það allgreitt fyrir sig, enda þótt vjer kynnum ekki annað en Fornegypsku, en það mál höfðum vjer talað á fyrra tilverustigi, er vjer vorum ein af hinum mögru beljum Faraós; prinsinn hinsvegar lærður á forntungu feðra sinna. Lýðum má vera það Ijóst, að „álfu vorrar yngsta land“ getur lært ýmsan þjóðarþrifnað af einhverju elsta menningarríki heimsins, svo vjer beindum talinu að árferði og prísum þar í landi og þjóðarbúskapnum í Egyptó. — Já, segir prinsinn, — það hefir nú verið svo fjandi þurkasamt hjá oss í sumar, svo horfur eru á grasbresti í ár, nema þá rjett á áveitusvæðinu — þjer þekkið auðvitað Nílaráveituna, sem vjer höfum komið á hjá oss, með ærnum tilkostnaði. Já, hún var dýr — fór langt fram úr áætlun, af því við vorum svo vitlausir að láta lærða verkfræðinga koma nærri henni, en þeir hafa nú verið hálshöggnir, sem betur fer. Auðvitað rjetti það töluvert balansinn, að ábatinn af áveitunni fór jafn- mikið niður úr áætlun. Svo er nú ennþá eftir að byggja töluvert á áveitusvæðinu — það gerir að- allega hörgull á lánsfje, sem búist er við að verði áfram næstu öld. Hugsið þjer yður, þar slapp jeg mátulega, því jeg var rjett að ljúka við pýramídann minn og gat fengið út á hann síðustu aurana áður en veðdeildinni var lokað. Vitaskuld sló pabbi eitthvað í Arabíu í fyrra, þegar hann var þar á ferðinni, en það er e’tthvað múggent við þá skildinga — rjett eins og þeir þoli ekki dagsins ljós. Að minnsta kosti hafa þeir ekki komið í ljós í Búnaðarbankanum okkar, sem þeim var þó ætlað, og eitthvað voru blöðin að skúmla með það um það leyti, sem jeg var að fara, að allur obbinn af þeim hefði einhvernveginn lent hjá Kaupfjelagi Alexandríu, og er ekki alls ótrúlegt, því það fjelag hefir borist talsvert á uppá síðkastið, en hafði annars verið rass yfir haus í mörg ár og í rauninni alla sína hundstíð. Vitanlega má kanski segja að töluvert hafi farið í stríðskostnað, því þetta eru svoddan bjeaðir óróaseggir sem búa í kring um okkur, sjerstaklega nágranni okkar að sunnan, Ras konungur í Abessiníu, sem hefir, ásamt riddurum sínum, veitt oss þungar búsifjar síðustu árin. En jeg sje, að yður muni furða á því, að jeg skuli hafa efni á því að ferðast svona langt og dýrt? Já, það er von, en yður að segja — þjer látið það ekki fara lengra — þá er jeg að eyða síðasta sjóðn- um, sem til var í Egyptalandi og stjórnin hafði meðgjör með; jeg varð, sem sje á undan fjármála- ráðherranum okkar að næla hann. Og svo seldi jeg þar að auki sfinxinn minn á nýlendusýninguna í París, því Pierpont Morgan vinur minn og drykkjubróðir, sagði mjer, að eftir sínu litla fjármála- viti myndu sfinxar ekki komast í hærra verð en nú er — svo jeg ljet helvítið róa. En þið hafið víst stóra laxa hjer? segir prinsinn brosandi. — Já, en það er bara sá gallinn á, svörum vjer, — að allir okkar stórlaxar eru þegar orðnir að smálöxum, svo vjer höldum að þetta sje óþarf'ega sterkt færi. Vjer bendum á fjögra punda línu, sem prinsinn er að festa í svokallaðan risaþríhúkk. — Já, en jeg ber ekki við að brúka mjórri spotta þegar jeg fer á krókódílaveiðar heima hjá mjer, svarar prinsinn, — og mjer hefir verið sagt, að ykkar laxar væru engu minni en þeir. 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.