Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 92

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 92
og meðal annars það, að ekkert er nýtt undir sólinni, heldur ekki það, að þeir, sem biðla til kjós- enda á kjördegi sjeu geggjaðir, eða — eins og Páll — látist vera það, til þess að fylla hina hrifn- ingu, ef ekki meðaumkun.. Því Páll þessi var bevíslega aldrei geggjaður — eða hvað segir háttv. 2. þingm. Reykvíkinga? Nei, það var svo öðru nær, að hann gekk jafnan með vottorð upp á vasann, sem undirritað var af yfirgnæfandi meirihluta kjósenda á eyjunni Malta, en þar strandaði hann nýja varðskipinu, þegar hann var að sækja það úr viðgerð. En þetta varðskip var reyndar fyrver- andi togari, sem Páll hafði fest kaup á fyrir hönd stjórnarinnar, á nauðungaruppboði því, er haldið var þegar braskaralýðurinn við Genesaretvatnið fór á hausinn eftir margháttað svindlerí, og þó að- allega eftir að Pílatus hafði sogið út síðasta eyrinn í skatta og skyldur, til þess að rjetta við hall- inkjammann á þjóðarbúskapnum og skaffa kapítal handa hinum nýstofnaða búnaðarbanka í Gali- leu. Ríkið hafði sem sje sett sig á heljarþrömina með hinni nýstofnuðu síldareinkasölu, svo ekki var annað eftir í þjóðarfjárhirslunni en nokkrir vafasamir Rússavíxlar, sem Júðakaupmennirnir voru alt of varkárir til að vilja sjá eða eiga. Það hafði sem sje ekki stoðað baun þó Pílatus væri búinn að senda fjármálaráðherra sinn til að leita hófanna um lán, því ríkisbubbinn, sem hann hafði treyst hvað helst á, afgreiddi hann með þessari spurningu: „Hví slær þú mig?“ Varð hinum nátt- úrlega svarafátt og kom heim jafn tómhentur og hann fór, nema hvað auðvitað hafði farið stórfje í ferðakostnað. Loks tókst dómsmálaráðherra Pílatusar, með aðstoð prangara eins, er daglega seldi víxla í musterinu, og gerði það þar með að ræningjabæli, að særa út lán með afarkostum, eða rjett- ara sagt afar miklum ókostum, sem nú gjörvalt landið stundi undir. Var því ei annað fyrir hendi en hringja stóru bjöllunni, sem ekki hringdi annars nema fyrir stórtíðindum. 1 þetta skifti hringdi hún til merkis um, að allar verklegar framkvæmdir skyldu stöðvast — þar á meðal var hætt við að byggja hina miklu brú yfir Jórdan, sem þó var búin að standa á 13 fjárlögum, en hafði aldrei komist lengra, fyrir kostnaðar sakir. Þið sjáið, mínir elskanlegir, að sagan endurtekur sig. Það er ekki víst, að maður tapi alt af á því að lesa heilaga ritningu, og í þetta skifti hefði það ekki verið úr vegi að kynna sjer dálítið fínansana hjá Júðunum á dögum Pílatusar. Annars er rjett að geta þess, að Pílatus var seinna af fjármálaráðuneytinu í Róm, kærður fyrir að hafa eytt peningum, sem ekki stóðu í neinum fjárlög- um, og endaði hann æfi sína við lítinn orðstír á Litla-Hrauni þar í landi, en það er, eins og nafnið bendir á, í nánd við eldfjallið Vesúvíus. Því segi jeg, mínir elskanlegu: Gleymið ekki að vera nógu ríflegir þegar þið farið að semja fjárlögin, að ekki stjórn var lendi í hverskyns vanda við starf sitt að lækka í ríkiskassa vorum — því, eins og yður er kunnugt, fer hún að orðum ritningarinnar og safnar ei þeim sparisjóðum, sem mölur og ryð fær grandað. Styðjið hana eindregið í sinni margháttuðu umbótastarfsemi og sam- þykkið fyrst af öllu, að landið sje skuldlaust, því þá er það skuldlaust. Hittumst heilir á Alþingi — eða að minsta kosti hálfir. Amen. Goefhe háfíðin. m. Ekki hefi jeg mikla trú á því, að Þjóðverjar fari að gera mikið stáss af 100 ára dánardegi Jónasar Hallgrímssonar eða Símonar Dalaskálds, þegar þar að kemur. En það er eins og það er vant, að smáþjóðirnar þurfa nú einu sinni að nudda sér upp við þær stærri, og eins þurfum vjer ís- lendingar auðvitað að gefa í skyn, að Goethe sje mjög elskaður og dáður hjer á landi, þótt það sje auðvitað bersýnileg lýgi. Því óhætt mun að fullyrða, að tala þeirra, sem nokkuð hafa lesið eftir skáldið, nái ekki þrem tölustöfum, og tala þeirra, sem hafa skilið nokkuð í honum — ja, hana er best að nefna ekki, því „það má engan styggja“. En, sem sagt, ekkert af þessu varð því til fyrir- stöðu, að Háskóli vor tók sig til og hjelt upp á dánarafmæli skáldsins, hjerna um daginn, og ligg- ur vitanlega nokkur afsökun í því, að það var d á n a r afmæli, og ekki nægileg þó, því í rauninni er það jafnómerkilegt og fæðingardagur. En úr því að Alþingi og Dalamenn voru búin að kosta upp á þýðingu á parti af Faust, var þetta náttúrlega ekki nema sjálfu sjer samkvæmt, enda þótt í þessu sambandi væri freistandi að vita, hve margir hafa keypt þá bók, hve margir lesið og hve margir haft ánægju af (nema til þess að gera sig merkilega). Jæja, hvað um það: hátíðin var haldin, en 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.