Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 100

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 100
Stjórnarskifiin. Pyrsta verk dómsmálaráðherrans. Vegamálaráðherrann tekur á móti stjórnarhattinum. Spegillinn verður að biðja heiðraða lesendur afsökunar í tilefni af stjórnarskiftunum. Ekki samt á því, hverjir urðu fyrir valinu, því vitanlega varð það hið ákjósanlegasta; öðruvísi gat ekki orðið, þar sem hér er um handaverk þingsins að ræða. Það gerir ekki nema það, sem rjett er. Nei, þessu þurfum vjer ekki að biðja afsökunar á, heldur hinu, að vjer getum ekki í þetta sinn tekið á móti nýju stjórn- inni eins og vera ber og henni sæmir. Þetta kom svo skyndilega og sviplega, rjett í því að blaðið átti að fara í pressuna, og því enginn tími til þess að velta því fyrir sjer, hvernig móttökunni skyldi hagað. Ekki nokkrum manni á guðs grænni jörð, það er að segja fyrir utan hin instu og helgustu vjebönd Al- þingis, gat dottið það í hug, að það þyrfti að fara að seilast eftir sálusorgara Akurnesinga til þess að stýra stjórnarfleytunni fram hjá þeim blindskerjum og boðum sundrunga og annars ófjetis, sem flokk- arnir hafa stöðugt verið að steyta á þessa síðustu og verstu daga. Manni liggur við að spyrja: Því í dauðanum gátu þeir ekki eins tekið Ástvald, Knút, biskupinn eða einhvern annan góðan og guðrækinn mann hjer í bænum? — Sem sagt, þetta kom alveg flatt upp á oss eins og aðra, og það þó vjer þykjumst sjá nokkuð lengra en nefið nær. Að vísu hefðum vjer átt að sjá þetta fyrir af draumnum, sem oss dreymdi alveg nýlega, og sem oss er nú ljóst, að hefir verið fyrir þessum tíðindum. Þóttumst vjer vera staddir úti á Sviði. Voru þingmenn þar allir á einum stórum bát, og voru nokkrir úr Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum að draga inn net, en í andófi voru Bolsarnir, Jónasarnir og nokkrir aðrir. En er netið kom upp á borðstokkinn, mátti sjá, að í því voru tveir venjulegir þorskar, og einhver lítil sæ- skepna, sem vjer sáum við nánari athugun, að myndi vera marhnútur. — Nú má ekki nokkur lifandi maður skilja það svo, að vjer sjeum að líkja þeim Ásgeiri og Magnúsi við þorska, því það segir sig sjálft, að sú samlíking á alls ekki við. Því síður dettur oss í hug að halda því fram, að nokkurt minsta samband sje á milli marhnútsins og vinar vors, sjera Þorsteins, því marhnúturinn er ótútleg ónytja- skepna, en Þorsteinn geðslegur og hefir alstaðar, þar sem hann hefir verið eða komið, komið að ein- hverju gangi. Draumurinn getur annars bent til stjórnarskiftanna. En hvað ætti hann þá að merkja? Vjer höfum svo ekki þessa móttökuræðu lengri í þetta sinn, en hrópum bara: Verið þið velkomn- ir í stjórnarsessinn, og þú sjera Þorsteinn minn líka. Formaður móttökunefndar Spegilsins. 96
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.