Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 100
Stjórnarskifiin.
Pyrsta verk dómsmálaráðherrans.
Vegamálaráðherrann tekur á móti stjórnarhattinum.
Spegillinn verður að biðja heiðraða lesendur afsökunar í tilefni af stjórnarskiftunum. Ekki samt
á því, hverjir urðu fyrir valinu, því vitanlega varð það hið ákjósanlegasta; öðruvísi gat ekki orðið, þar
sem hér er um handaverk þingsins að ræða. Það gerir ekki nema það, sem rjett er. Nei, þessu þurfum
vjer ekki að biðja afsökunar á, heldur hinu, að vjer getum ekki í þetta sinn tekið á móti nýju stjórn-
inni eins og vera ber og henni sæmir. Þetta kom svo skyndilega og sviplega, rjett í því að blaðið átti
að fara í pressuna, og því enginn tími til þess að velta því fyrir sjer, hvernig móttökunni skyldi hagað.
Ekki nokkrum manni á guðs grænni jörð, það er að segja fyrir utan hin instu og helgustu vjebönd Al-
þingis, gat dottið það í hug, að það þyrfti að fara að seilast eftir sálusorgara Akurnesinga til þess að
stýra stjórnarfleytunni fram hjá þeim blindskerjum og boðum sundrunga og annars ófjetis, sem flokk-
arnir hafa stöðugt verið að steyta á þessa síðustu og verstu daga. Manni liggur við að spyrja: Því í
dauðanum gátu þeir ekki eins tekið Ástvald, Knút, biskupinn eða einhvern annan góðan og guðrækinn
mann hjer í bænum? — Sem sagt, þetta kom alveg flatt upp á oss eins og aðra, og það þó vjer þykjumst
sjá nokkuð lengra en nefið nær. Að vísu hefðum vjer átt að sjá þetta fyrir af draumnum, sem oss
dreymdi alveg nýlega, og sem oss er nú ljóst, að hefir verið fyrir þessum tíðindum. Þóttumst vjer vera
staddir úti á Sviði. Voru þingmenn þar allir á einum stórum bát, og voru nokkrir úr Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokknum að draga inn net, en í andófi voru Bolsarnir, Jónasarnir og nokkrir aðrir. En er
netið kom upp á borðstokkinn, mátti sjá, að í því voru tveir venjulegir þorskar, og einhver lítil sæ-
skepna, sem vjer sáum við nánari athugun, að myndi vera marhnútur. — Nú má ekki nokkur lifandi
maður skilja það svo, að vjer sjeum að líkja þeim Ásgeiri og Magnúsi við þorska, því það segir sig
sjálft, að sú samlíking á alls ekki við. Því síður dettur oss í hug að halda því fram, að nokkurt minsta
samband sje á milli marhnútsins og vinar vors, sjera Þorsteins, því marhnúturinn er ótútleg ónytja-
skepna, en Þorsteinn geðslegur og hefir alstaðar, þar sem hann hefir verið eða komið, komið að ein-
hverju gangi. Draumurinn getur annars bent til stjórnarskiftanna. En hvað ætti hann þá að merkja?
Vjer höfum svo ekki þessa móttökuræðu lengri í þetta sinn, en hrópum bara: Verið þið velkomn-
ir í stjórnarsessinn, og þú sjera Þorsteinn minn líka. Formaður móttökunefndar Spegilsins.
96