Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 119

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 119
Ferðasaga. (VIII. 19-21.) Við ferðagarparnir fjórir stóðum ferðbúnir fyrir utan húsið mitt, með nesti og nýja skó, járn- aða með bílbörðum. Þarna vorum við komnir kl. 12 á hádegi, enda þótt bíllinn ætti ekki að koma að taka okkur fyrr en kl. 1, því við vildum gjarnan lofa almenningi í Reykjavík að sjá, hvað við vorum ferðamannalegir, og það brást heldur ekki, að fólki — sem svo vildi til, að var einmitt að fara í mat um þetta leyti — varð star- sýnt á okkur, og heyrðum við marga taka undir og samsinna, er Benedikt hvíslaði að kunningja sínum: „Garplegir þykja mjer menn þessir og líklegir til stórra framkvæmda", en stúlkurnar, sem auðvitað voru þarna í miklum meirihluta, pískruðu sín í milli: „Agalega eru þeir yndislega svakó“. Loks, kom bíllinn og var ekki nema hálftíma of seinn, sem kom til af því að varalögreglan hafði brugðið svo fljótt við að ýta honum upp Bakarabrekkuna, en annars höfðu verið gerðar anstaltir til að fá til þess dráttarvjel, en hún kom fyrst löngu seinna. tJtbúningur okkar stóð að engu að baki útrústningu þeirri, er notuð var í pólför Ársæls, fyrir nokkrum árum. Var hann þessi: Tvær tylftir af blýöntum og ein skrifbók á mann og ein til vara, tvö ein- tök af „Húsinu við Norðurá“ og tvö af Alþýðubók Kiljans. Tappatogara gleymdum við ekki, en aftur á móti sjálfskeiðingnum, sem keyptur hafði verið tii ferðarinnar. Einnig höfðum við tvær öskjur af flóadufti, af sömu tegund og hjeraðsskóiarnir nota. Nestið, sem var geymt í skjalamöppu fararstjóra, var 12 vínarbrauð — 3 á mann —, kramarahús með karamelium og haiípund af tyggigúmmí, en eina öl- flösku og mjólkurkvartil hengdum við aftan í bílinn. Þóttumst við nú færir í flestan sjó. Bíilinn, sem nota skyldi í þessa væntanlegu frægðarför, var í rauninni tveir bílar, þ. e. sitt beinið af hvorri tíkinni, Citroen frá Sambandinu og Ford frá Páli, svo ekki var að furða þótt kengur kæmi í hann öðru hvoru. Dekkin voru hin traustustu og skein í slönguna á hverju hjóii, enda höfðu þau verið notuð í heimsstyrjöldinni með góðum árangri, svo ekki myndí muna um nokkur þúsund kílómetra í við- bót. Flauta fyrirfannst engin og sama var að segja um ljósáhöid, en annars gerði það minna til, því við vorum vel birgir af eldspýtum, svo óhugsandi var, að slíkt gæti komið að sök. Hurðir á bílnum voru allar hinar traustustu og ramlega reyrðar aftur með snærum. Ljósmyndavjel höfðum við af nýjustu gerð, en filmur gleymdust því miður, er lagt var af stað, og bera myndirnar úr ferðalaginu þess ljósastan vottinn. Af vísindaáhöldum, sem í ferðinni voru, skal nefna: Hitamæii, sem ábyrgð var á, að þyldi 13 gráðu frost, hverju sem rigndi, kompás, sem enn segir frá; leikhúskíki, vekjara, sen> Guðni gaf til ferð- arinnar, áætlun Eimskipafjelagsins, veggalmanak, landabrjef Mortens Hansens, „Land og lýður, drög til hjeraðalýsmga“, eftir Jón á Yztafelli, sem Menningarsjóður afhenti okkur að skilnaði, 1 líter af hin- um svokallaða „landa“, sem var ætlaður á kompásinn, enda þótt öðruvísi færi, og sannaðist þar hið fornkveðna, að „enginn ræður sínum næturstað". Tannbursta höfðum við nýjan og naglaklippur, og 1000 stk. af Fílnum í vatnsheldum sinkkassa. Tindabók höfðum við meðferðis, er Ferðafjelag íslands hafði beðið oss að skilja sftir í Vilborgarkeldu, ef heppni og auðna leyfði oss þangað að komast. Hjálpaði mannfjöiúinn okkur nú til að snúa bílnum undan brekkunni; var síðan sett í gír og rann bíllinn af stað jafnskjótt er bremsunni var slegið frá. Var nú ekið í blússi og segir ekki af ferðum okk- ar fyrr en komið var inn á Hlemm. Þar snarstansaði fararskjótinn og var ekki annað sjáanlegt en hann neitaði algjörlega vendingu. Sátum við lengi dags yfir bílnum og urðum ekki á eitt sáttir, hvað að væri. Loks vildi okkur það til happs, að mjólkurpóstur úr Mosfellssveit kom akandi á hestvagni sínum, og spurðum við hann til ráða. Hann leit á bílinn og mælti snúðugt: „Hvernig getið þið búist við, að bíllinn gangi, þegar hann er bensínlaus?" Þótti okkur nú ætla að vandast málið, og fórum að aðgæta betur, og kom þá í ljós, að byggðamaðurinn hafði lög að mæla. Vildi okkur það til happs, að bensíntunna var þar skammt frá, niðurgrafin til hálfs. Hugsuðum við sem svo, að hún ætti lítinn rjett á sjer, svona á al- mannafæri, en myndi vera send okkur af forsjóninni, enda reyndist svo vera, því drjúg lögg var á henni, og ljetum við hana á bílinn með aðstoð byggðamannsins. En er því var lokið, var dagur að kvöldi kominn, og var því afráðið eftir nokkrar bollaleggingar, að slá tjöldum og bíða birtu. Strax þegar gripljóst var orðið, þá lögðum við á stað og gekk nú alt eins og í skáldsögu. Við stopp- uðum allra snöggvast á Kambabrún, því okkur þótti svo voða-gaman að horfa ofan í Ölfusforirnar. Að því búnu ýttum við allir bílnum niður Kamba og gekk það seigt og fast, en meður því að allir vorum vjer af- burðamenn að kröftum, komum vjer honum loks niður á jafnsljettu. Stigum vjer svo allir upp í trogið 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.