Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 127

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 127
Torg bæjarins. Þökk og heiður sje Mogga kollega fyrir að hafa tekið steininn úr stíflugarðinum og ritað hina þörfu hugvekju sína, á sunnudaginn var, um torgleysi það, er oss höfuðstaðarbúa ætlar hreint lifandi að drepa. Munum vjer hjer eftir, af besta megni, leitast við að halda málinu vakandi og víkka nokkuð til- lögur kollega vors, því sannast að segja voru þær nokkuð óákveðnar og fáar. Þá liggur beinast við að byrja á miðpunkti vallarins, hvar Jón heitinn Forseti trónar. Best er að taka það strax fram, að vjer viljum ekki láta flytja hann burt, því full ástæða er til að halda, að hann kunni vel við sig, horfandi allan þingtímann í rumpinn á þeim, sem situr í forsetastól Alþingis. En annað mál er, að sjálfsagt er að gera eitthvað við undirstöðuna undir Jóni, sem kostaði 10000 krónur (undirstaðan), og mætti fyrir álíka summu í viðbót gera úr henni frægasta bensíngeymi, sem myndi margborga sig á skömmum tíma, því það ætti að vera þjóðernismetnaður allra sannra íslendinga, ekki síður en að setja Eimskipafjelagið á hausinn, að kaupa eingöngu Forsetabensín, hvort sem það nú er til að ná af sjer mannorðsblettum eða að brenna í bíl. Atvinnumálaráðherra ætti sjálfur að tappa ben- sínið og taka við aurunum, sem svo rynni í Búnaðarbankann og þaðan til bænda, hver eyrir, ef þeir þá hafa nokkuð við aura að gera, þegar alt flýtur í 30-ára skuldabrjefum ríkissjóðs. Þar eð Knútur mun hafa nú orðið lítið að gera. gæti hann staðið uppi í húsi því við völlinn, er Jón Þorláksson bygði ólöglega út í Vallarstræti fyrir nokkrum árum, og stjórna þaðan trafíkinni, ekki þó með handapati, heldur með ljósmerkjum, sem framleidd eru með billegu rafmagni frá Sigurði fyrv. borgarstjóra Jónassyni. Þó verður þetta líklega aðeins bílaumferðin, sem Knútur kemur til að hafa á samviskunni, því fyrir framan símastöðina verður að hafa sjerstakan mann til að stjórna umferð hinn 5.—20. hvers mánaðar, þegar símagjaldendurnir koma, æstir í að borga, og storma stöðina. Maður þessi verður að vera handsterkur, eins og t. d. Hlíðdal, o.g væri líklega best að skikka hann til þess arna, þar sem nú munu engar símastúlkur vera til að fleygja út, fyrir að segja „einmitt það“. Þó gildir þetta að- eins þann tíma ársins, sem Hlíðdal þarf ekki að vera á símakongressum á Spáni, svo líklega veitir ekki af heilum manni til vara og nokkrum aukalega til varavara. En á svölum hússins stendur útvarpsstjór- inn og syngur Haustkvöld eftir sjálfan sig með undirspili Hjörvars. Má stinga því að stjóranum, ef hann veit það ekki, að ágætt er að taka af sjer flibbann til þess að röddin njóti sín betur, en það verð- ur hún að gera, svo að atvinnumálaráðherrann vfirgnæfi hann ekki, þsgar hann fer að æpa Forsetaben- sínið, svo sem áður er sagt, því ekkert þýðir útvarpsstjóranum að spýta upp í hann — hann þegir ekki fyrir það. í Alþingishúsið þarf að leggja sem fyrst pípuleiðslu ú.r „Ríkinu“, því við það sparast allir þing- sveinarnir í kreppunni. En svo þyrfti að setja upp ræðustól, rjett þar hjá, sem Guðmundur úr Grinda- víkinni situr, og koma fyrir einhverju góðu flágjallarhorni í gluggann, til þess að borgararnir þurfi ekki að ómaka sig inn í húsið. Getur leitt af því margskonar sparnaður, sem engum dettur í hug í fljótu bragði. Ræðustóll sá, er Moggi stingur upp á, ætti eiginlega að vera uppi á bensíngeyminum áðurnefnda. Nú þarf ekki á ræðustól að halda nema örfáa daga ársins, og mætti þá aðra daga hafa þar blaðasölu og jafnvel sprúttsölu, því það er óneitanlega þægilegra að ganga að því þar, heldur en að þurfa að kosta svo eða svo miklu upp á bílferðir. Yrði þessi staður mjög sóttur allan þann tíma, sem lokað er á Borginni. En fyrir framan Borgina sjálfa ætti að setja upp Bar og hafa hasardvjelina, sem nú er þar í dyrunum, í miðjunni. Myndi þá að minsta kosti skána andrúmsloftið í dyrunum. Þá ætti og að dreifa varalögreglumönnum víðsvegar um völlinn, þ. e. a. s. torgið, og hlyti það að verða mikil umskifti fyrir þá að sjá einhverntíma dagsljósið, og eins fyrir borgarbúa að sjá þetta fríða lið í björtu. Yrði það ef til vill til þess, að það yrði ekki langlíft í landinu, en því fylgir sparnaður mikill, jafnvel þó einhver útfararkostnaður hlytist af. 1 þetta sinn verður ekki gert nema stika á því stærsta, en jafnan er rúm í dálkum vorum fyrir viturlegar tillögur í þessu máli, sem að merkilegheitum gengur næst skuldamálum bænda og jarðasölu þeirra til ríkisins. 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.