Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 129
Annálsbrot. Ánð 1933. {V,„. 23 24,
Árið hófst með bjargleysum og óráðsíu til lands og sjávar, og hjelst það til ársloka. Umhleyp-
ingar miklir í stjórn og tíðarfari. Þar með fylgdu óvenju miklir óþurkar, þrátt fyrir veðurfræðinga
ríkisins með huggunarríka spádóma á þrem tungumálum. Höfðu veðurfregnir þessar meira að segja
nærri grandað mannslífi, því hreppstjóri einn í Skaftafellssýslu hafði hlustað á erlenda spádóminn í stað
þess innlenda og lenti fyrir það sama í vonskuveðri, og var nærri orðinn úti, enda hafði tungumála-
kensla fallið niður hjá útvarpinu. Verður þessum tilraunum veðurstofunnar væntanlega haldið áfram, ef
útrýma þarf hreppstjórum. Það var upphaf þessa eymdarárs, að Jón Þorláksson var kjörinn borgar-
stjóri í Reykjavík, og eftirmaður Knúts hins helga, danaástar. Gjörðist þá róstusamt og viðsjár miklar
í hjeröðum, einnig utan Reykjavíkur, og mátti heita, að höfðingjar hefði sífelt flokka uppi til að lumbra
á almúganum — var hinn fjölmennasti og illskiftnasti í höfuðborginni, og kallaður varalögregla. Hung-
ur gerðist svo mikið, að á sjálfu Alþingi kom fram tillaga um söngfugladráp, fólkinu til bjargar, en
náði ekki fram að ganga, og varð því landsmönnum nauðugur einn kostur að drepa söngfugla í leyfis-
leysi, eins og áður hafði gert verið. Má nokkuð marka hungursneyðina af því, að víðsvegar um land
lögðu menn sjer til munns hvalfeiti og barnalýsi. Var agaleysi og hungursneyð um land alt, nema hjá
þeim, sem voru á ríkinu, utan launalaga, og hrundu bændur eins og hráviði á Kreppulánasjóð og Lög-
birtingablaðið, en það blað stóð eitt blaða með verulegum blóma á árinu. Brugg var mikið um land alt,
enda þótt valdsmenn færi um landið herskildi. Tóku þeir hús á mönnum og röskuðu grafarró framlið-
inna húsdýra. Þá var veginn Höskuldur, eftir langa og fræga vörn, og ljettur fundinn. Þá sáust reykj-
armekkir norður af Hofmannaflöt að sjá, og meintu menn eldgos vera. En það reyndust vera skálkar
nokkrir, er innrjettað höfðu brugghús í hól einum, því húsnæðisekla var mikil í höfuðstaðnum. Síðla
árs teygði rjettvísin jafnvel armleggi sína norður í Ódáðahraun, nærri Trölladyngju, því þar höfðu og
eldar sjest og reykjarstólpar. Var stjörnufræðingur sendur á vettvang til að úrskurða, hve margra
stjarna brugg útilegumenn hefðu þar með höndum, en kom eftir mikla hrakninga til bygða og var lítt
haldinn, og engan árangur bar för þessi.
Á þessu ári hjelt Sæmundur prestur hinn fróði hátíðlegt 800 ára afmæli sitt. Voru fánar dregn-
ir að hún og minningarrit útgefið, en það var jafnframt í tilefni af þriggja ára afmæli Fornritaútgáf-
unnar, og var þetta fyrsta bók hennar eftir miklar þrautir. Ber mönnum saman um, að það sje besta
bók Sigurðar Nordals á þessu ári. Á árinu reisti Sigurður Jónasson pílagrímsferð til Chicagoborgar.
Þóttu þetta tíðindi mikil þar í borg. Gekk hann að leiði fallna hermannsins, A1 Capone, og lagði á það
sveig úr vínviði og tóbaksjurtum, en bandíttar borgarinnar höfðu tveggja mínútna vinnustöðvun á með-
an og tóku ofan gasgrímur sínar. Var ræðu Sigurðar við þetta tækifæri útvarpað, en skildist ekki sök-
um klökkva. Tók Sigurður þátt í 7 daga námsskeiði í borgarstjórn og tók minna prófið (smáborgar-
stjórapróf). Bar öllum saman um að efnilegri maður hefði þar ekki komið, síðan A1 Capone dró sig til
baka til sveitasælunnar. Eftir þessa för hækkuðu vindlar Tóbakseinkasölunnar um 5 aura grossið, en
Sigurður um 5 þumlunga í áliti góðra manna. Þá gerðust fleiri tíðindi furðuleg. Þýskt herskip skaut á
forsætisráðherra 17 skotum, er hann ætlaði að ráða til uppgöngu, en öll klikkuðu, konsúlabrennivín
hafði runnið í púðrið og bleytt það. Rafmagnsstraumur hljóp í kú og bensíntunna sprakk við bústað
sendiherra dana. Var
hið fyrra kent þjóð-
hnöggvingum, en hið
síðara þjóðernissinn-
um. Þá var almenn-
ur kvennafundur um
„mesta nauðsynja-
mál kvenna“, en ó-
kunnugt er, hvort úr
því hefir tekist að
greiða. Þá gerðust
blaðasalar svo uppi-
vöðslusamir, að þeir
gengu grenjandi um
125