Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 131

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 131
(VIII. 23.-24.) Eldgos. Þegar vjer á síðkvöldum höfum setið og íhugað það ófremdarástand, sem land og lýður óneitan- lega er í, undir núverandi stjórn, höfum vjer altaf ósjálfrátt haft það á undirmeðvitundinni, að eitt- hvað örlítið vantaði upp á, að allar hugsanlegar plágur gengju yfir landið — þar var eitthvað, sem vjer gátum ekki komið fyrir oss. Og þá — ja, þá komu snögglega fregnir um það, að eldur væri uppi norður á öræfum. Þarna var það þá: það var eldgos sem vantaði upp á fullkomna plágutíð. Kvefsótt og atvinnuleysi grasseraði í fólkinu, heimskan í þinginu, ormar, lungnapest og skitupest í sauðfjenu, doða- fár í kúm, hrossasótt í hestum o. s. frv., og meira að segja í sjónum hjá fiskunum var ástandið ekki betra en það, að þeir voru farnir að ganga úti norðanlands, að því er Útvarpið hafði nýlega hermt. Enda þótt ekkert væri trúlegra en eldgosin væri virkileg, svo sem til að hafa ástandið fullkomið eymdarástand, byrjuðum vjer samt á því að efast, eins og góðum vísindamönnum sæmir, og hafandi í huga Kaldadals- bruggið, þótti oss svo sem ekki ólíklegt, að menn væri nú teknir að brugga í Ódáðahrauni, — ekki pass- aði nafn staðarins svo sem illa við athæfið — og var jafnvel viðbúið, að hjer væri á ferðinni fjelag, sem viðeigandi hefði getað heitið „Brugggerðin Trölladyngja h.f.“, og framleitt landa og aðra gosdrykki. En, eins og Nýja Dagblaðinu, þótti oss það ófróðlegt, að vita ekki hið sannasta í málinu, og vildum vjer freista að rannsaka það til hlítar, því enn sem komið var, vissu menn ekki annað en það, sem blöðin sögðu, að Tryggvi í Víðikeri væri glöggur maður og sannorður, og því ótrúlegt, að hjer væri um virkilegt eldgos að ræða, eins og hann hafði haldið fram, enda hafði stjörnuspekingurinn, sem kíkti á gosið með aðstoð Tryggva, ekk- ert getað sjeð. Vjer ljetum því hirðskóarann sóla fjallgöngustíg- vjel vor, fengum oss útilegumanna- staf á þjóðminjasafninu, tróðum hryggjarsekk vorn fullan af há- kalli og vítamínsmjörlíki, þessu, sem rotturnar drápust ekki af, og stikum til Akureyrar. Oss var það fyrst að spyrja stjörnumeistarann spjörunum úr. — Hvernig gengur ykkur að gjósa? spyrjum vjer. — 0, minstu ekki á það, Mangi prest- ur, bölvanlega, eins og von er til, þegar við vísindamennirnir erum að fara eftir skilríkum mönnum. Jeg skrönglaðist samt til mála- mynda þarna fram á reginfjöll, undir eilífri hættu lífs og lima í heila viku, því hjer var maður aldrei látinn í friði, fólkið er alveg spinnvitlaust í að sjá eldgos og sagði, að við, þessir stjörnuglópar, værum andsk. . . . ekkert ofgóðir til að arrangsjera smáeldgosi fyrir jólin; til lítils hefði verið gefið með okkur til að læra, og þar fram eftir götunum — þú þekkir lexíuna. — Og var þetta þá ekkert gos, eftir alt saman? — Ekki hefi jeg neina trú á því, persónulega, jeg sá ekkert nema þoku, þegar jeg var að kíkja með honum Tryggva í Víðikeri, en maður verður að láta eins og það sje eitthvað, þegar maður hefir tvo rektora yfir höfði sjer, því nú lætur Pálmi eins og vitlaus þarna syðra, en Sigurður er farinn upp á Súlur, ásamt nokkrum lærisveinum sínum, og situr þar í lótusstellingu og kveður sálma og beinakerlingarvísur á víxl og talar þess á milli kjark í lærisveinana, og segir þeim, að bráðum komi gosið, eins og þegar börnin eru hugguð með því, að bráðum komi jólin. — Já, vjer gætum trúað, að það 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.