Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 137
Reykholfsskóli.
(VIII. 9.)
í Tímanum fyrir skömmu var skýrsla um þaS, hve nemendur í Reykholtsskóla hefðu þyngst yfir
veturinn, svo að engu er líkara en stofnunin sje til þess að ala upp sláturfje, því ekki var orði minst
á, að þar hefði neitt verið lært. Sannleikans vegna verður þó að geta þess, að öllu ítarlegri skýrsla frá
skólastjóra kom nokkru síðar í Útvarpinu, þar sem
minst er á mentirnar — hefir hann sem vonlegt var,
viljað leiðrjetta það, sem Tíminn gaf í skyn. Þar
kom það þó í ljós, að einn nemandi — meira að segja
stúlka — hafði Ijettst um nokkur grömm, og má
nærri geta, hvernig auga allir hinir fituboltarnir
hafa gefið slíku vanmetafje. í báðar skýrslurnar
vantar þó tölur yfir það, hve mörg hross hafi orðið
að láta lífið til þess að fita fólkið, en víst er um það,
að þeim hefir fækkað að mun síðan hveraskólarnir
komust á laggirnar. Er það vel farið, en þó er enn
alt of mikið af hrossum í landinu, og væri hreinasta
nauðsyn að stofna fleiri hrossaútrýmingarstöðvar á
brennisteinspyttum víðsvegar um landið, því þó t. d.
á Laugarvatni sjeu lögð að velli 25 hross fyrir einn
vetur, þá sjer ekki högg á vatni.
Annars er til annað enn betra ráð til að fita
unga fólkið í kreppunni, og það er að flytja inn er-
lent holdakyn til einblendingsræktar, eins og gert
hefir verið við skotska fjeð, en þó væri kannske
ábyggilegast að bíða með framkvæmdir þangað til
lömbin undan Skotunum hafa sýnt hversu þau duga.
En ekki svo að skilja, að nokkur vafi sje á um árangurinn. Leyfum vjer oss að stinga því að þeim, sem
mestu ráða í pólitíkinni hjer, að gera sem fyrst ráðstafanir í þessa átt, því leiðtogar þjóðar vorrar mega
vita það, að því feitari, sem háttvirtir kjósendur eru, því minna hugsa þeir, og því ánægðari eru þeir
— bæði með stjórnarfar og annað.
Skilaðu, Varus, herskörunum mínum!
(SlagortS Ágústusar keisara. Sbr. einnig Vísir og Nýja Dagblaðio). (IX. 3.)
Stóradals-Varus, verkin þín mjer svíða,
vjelarnar þínar mjer að fullu ríða:
Skræki jeg undan skálkabrögðum þínum.
— Skilaðu, Varus, herskörunum mínum!
Tvö þúsund kindur hafði’ eg úti í högum —
helminginn tókstu — bara á nokkrum dögum.
Skömm sje þjer æ og skíthælunum þínum. —
— Skilaðu aftur gemlingunum mínum!
Þú hefir stolið frá mjer þúsund sálum. —
Þú, — sem að hefir ekki á bæjarmálum
skilning nje vit, í skepnuheila þínum. —
— Skilaðu, Varus, herskörunum mínum!
Þú hefir tekið fjenaðinn minn frá mjer:
Fjandann jeg bið, að ná í skottið á þjer.
Skuggsýnt er, Jón, í skrattakolli þínum. —
— Skilaðu aftur kjósendunum minum!
Vonsviknir menn og fallnar konur flýja
frá mjer — og kjósa drotna aðra — nýja.
En skapanornir — skuggalegar sýnum
skila mjer aldrei herskörunum mínum.
J. J. Spegilsins.
133