Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 148

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 148
Hinn mikli hvaladráftur. ,K. Alla tíð síðan hvalnum varð sú skyssa á, að spúa Jónasi og eyðileggja þannig fyrir sjer það, sem hann hafði gott gert, hafa hvalir þótt heldur viðsjálsgripir, að minnsta kosti ef þeir leika lausum sporði, sbr. máltækið, að lenda „í helvíti og hvölunum". En á þurru landi eru þeir aftur á móti vinsælir, og óteljandi eru þau dæmin, er hvalir hafa bjargað þessu landi og þessari þjóð með því að finna upp á því að reka á land, svo ekki sje talað um þegar þeir hlaupa á land í torfum, eins og ýmsar hinar minni teg- undir gera, t. d. marsvínin, sem svo eru kölluð, af því þau merja sig oft á klettum þeim, er þau lenda á. En frá hvalanna sjónarmiði sjálfra, er þetta hinn mesti háski og stafar eingöngu af pólitískri spill- ingu í þeirra hóp. Hvalir eru ekta samvinnuskepnur, en „ofmikið að öllu má þó gera“, og þannig ganga þeir of langt í samvinnunni, sjer til skaða. Flokksaginn er geisilega harður og þó ekki sjeu notuð hand- járn — af þeirri einföldu ástæðu, að hvalir hafa engar hendur til að setja þau á — þá vofir alltaf dauða- refsing yfir þeim, sem finna kynni uppá því að taka sig út úr hópnum. Þetta, sem hjer hefir verið upp talið, gæti enn verið gott og blessað, ef ekki væri sá gallinn á, að flokknum stjórnar vanalega einhver gamall hvalur, hálfblindur og sljór, og vitanlega fer ekki hjá því, að hann stofni flokknum fyrr eða síðar í voða með heirnsku sinni og elliglöpum. Alt þetta, sem hjer fór á undan, er nauðsynlegt að hafa í huga, hverjum þeim, sem vill vita, hvernig á svona hvalagöngum stendur. Sumir halda, að þetta komi af eintómri tilviljun og aðrir, að í því tilfelli, sem hjer um ræðir, hafi forsjónin bara viljað stríða ríkisstjórn vorri og benda henni á, að ket- lögin sjeu ófullkomin og götug, eins og mannaverk plaga að vera. Svo komið sje að aðalefninu, þá bar það við fyrir skömmu, að Erlendur bóndi á Breiðabólstöðum á Álftanesi kom út snemma morguns, eins og hann var vanur, og sá þá hvalatorfu inni á Skerjafirði. Lagði hann þegar af stað með hóp röskra karla, en hafandi í huga vísuorðin „ ... . því var víst aldrei um Álftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist þar“, sá hann, að ekki myndi þýða að reyna að reka dýrin upp á Álftanesið, og afrjeð því að reka þau inn í Fossvog, og beint í kirkjugarðinn þar. Það tókst þó ekki, því svínin draujuðu til stjórnborðs, er inn í voginn kom, og lentu sunnanmegin vogsins, til mikilla vonbrigða fyrir sóknarnefnd Reykjavíkursafnaðar, sem hafði hugsað sjer að verða ekki billeg á „land- hlutinum“ eða hvað það nú heitir í Jónsbók, sem landeigandi á heimtingu á, í slíkum tilfellum. Þegar inn í voginn kom, var fyrir hópur manna, til að sýna hvölunum hinn hinsta sóma. Var sá hópur bæði marg- mennur og góðmennur; fyrir stjórnarinnar hönd var Eysteinn mættur; hafði hann ekki linnt látum fyrr en hann f jekk að fara, og var það loks látið eftir honum, ef hann passaði að svína sig ekki út og vaða ekki í fæturna. Má segja honum til hróss, að hann gerði hvorugt, og hefir því væntanlega ekki fengið neitt bágt þegar hann kom heim. Nú hófst hvaladrápið fyrir alvöru, en um það getum vjer verið fáorðir því önnur blöð hafa útmálað hryllileik þess með svo sterkum litum, að við það er ekki bætandi. Náttúr- lega skal játað, að ekki voru hvalirnir guillotineraðir eins og þorskarnir í Þórðar sögu Geirmundarsonar, og ekki heldur klóróformeraðir, en hinsvegar voru þeir „fótógraferaðir um leið og þeir sáluðust“. Daginn eftir voru svo hvalirnir skornir, — eða flensaðir, eins og það heitir á fagmáli, — og kjöt- ið og spikið síðan selt almenningi fyrir afarlágt verð. Því skal ekki neitað, að forsjónin hefir hjer sýnt af sjer „húmoristiskan sans“, sem vjer hefðum valla trúað uppá hana. Þarna kemur þessi hvalavaða álíka óvænt og ófúinn tappi úr áfengisflösku frá Ríkinu, þvert ofan í allar ráðstafanir, sem vjer vorum nýbúnir að gera í ketmálinu, og virtist ekki ætla að reynast of vel, þótt þetta hefði ekki þurft að bætast ofan á. Auðvitað þutum vjer upp til handa og fóta og settum bráðabirgðalög og hvalakjötsverðlagsnefnd, með tilheyrandi reglugerðum, en vjer verðum með trega að játa, að Álftnesingar voru fljótari að flensa og almenningur að kaupa en vjer að skrifa lögin. Yerður því hlutverk nefndarinnar aðallega það, að gera hvalkjöt upptækt, hvar sem það fyrirfinnst og kasta því í sjóinn aftur, því ekki dugar að eyðileggja rollumarkaðinn með því að fara að gefa það skepnum, nje heymarkað Reykjavíkur, með því að gefa það mönnum. 144
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.