Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 152
Fóðurfræði.
Það er sosum ekki furða þó „horfi á heyforðann hryggur búandinn", nú með haustinu, eins og
bjevaður rosinn hefir grasserað í allt sumar og skemmt fyrir honum heyin. Verður þó að segja stjórn
vorri það til hróss, að hún hefir framið ýmsar gróðaspekúlasjónir fyrir hönd bændanna, og ekki henni
að kenna, þó kolsvart íhaldið snúi vopnunum í höndum hennar með því að ganga í lið með Sigurjóni á
Álafossi og lifa á skepnufóðri, sem enginn græðir á nema það sjálft og kaupmenn þess, sem selja því
lýsi og eggjabikara. Sumir segja, að stjórnin hafi gert þetta til þess, að bændur skyldu ekki fella algjör-
lega bústofn sinn í heyleysinu, og er trúlegt, að stjórnin beiti sjer til varnar gegn almennum kolfelli. En
beint hefði þá legið við að benda á eitthvað, til þess að halda lífinu með í skepnunum. Ekki ber að álasa
stjórninni fyrir það, þó hún gæfi ekki út nein bráðabirgðalög hjer að lútandi; hún vissi sem var, að hún
átti gott blað við hönd sjer, sem hefir nýlega fengið sinn prívat þingmann, og sá þingmaður er einmitt í
fóðurbransanum, og nægir að vitna í rit hans fyrir þá, sem vilja kynna sjer málið nánar. En til þess að
greiða úr þessu sjerlega tilfelli, förum vjer sjerstaka ferð til Páls Zóphoníassonar. „Hvernig eigum við
að leysa þetta ólukkans fóðurspursmál?“ segjum vjer. „Ekkert er einfaldara“, segir Páll, „þú veist það
jú, að engar skepnur eru þyngri á fóðrunum en gamalær ....“ „nema kannske einstöku nefndir“, skjót-
um vjer inn í, „því vjer höfum enn ekki komist í neina slíka“. — ..jeg sagði gamalær; það eru yf-
irleitt mestu örreitis skepnur, ■— ekki vilja hrútarnir líta við þeim; fyrir því hefi jeg þeirra eigin orð,
frá hinum ýmsu sýningum, sem jeg hefi haldið og þú getur lesið nánar um í Búnaðarritinu. Og ekki
eru þær manna matur, eins og þú veist. En sem skepnufóður eru þær aldeilis fyrirtak; sbr. bók, sem þú
hlýtur að hafa lesið, Hestens Sunhedspleje, bls. 49, en auðvitað dylst mjer ekki, að maður verður að við-
hafa dálitla lægni til þess að koma þeim ofan í beljurnar, sem eru allra skepna matvandastar. En með
lagi má bókstaflega jeta allt af þeim nema jarminn; mjer telst svo til, að búa megi til úr þeim eitthvað
170 rjetti, steikur, kótelettur, hornastöppu, heilakökur og fjölda margt fleira, sem jeg man ekki að
nefna í augnablikinu. Annars kemur bráðum út matreiðslubók eftir mig um þetta efni •— jeg sje ekki, að
það sje nein ástæða til að láta Bændaflokkinn einoka þær bókmentir — og jeg skal muna eftir að senda
þjer eintak, þegar ríkisprentsmiðjan er búin að þrykkja hana“. — „Heldurðu ekki, að Alþýðublaðið
verði voða vont, ef jeg verð fyrri til en það, að ljóstra þessu upp?“ spyr jeg. — „Ekki fæ jeg sjeð það“,
segir Páll, „þetta er jú ekkert landráðamál, en hitt gæti náttúrlega hugsast, að því finnist þú þarna bók-
staflega taka bitann frá munninum á sjer“. — „Heldurðu ekki, að þú ljetir oss hafa dálk og dálk, þegar
þing er byrjað?“ spyr jeg. — „Til þess sama mun jeg vera þar“, segir Páll.
Við strendurnar skuggarnir stækka og flókna, stjórnin sjer varla til að krókna, Asgeir á endanum kól. Alstaðar ríkir mæða og myrkur, mötuneytisms ferðastyrkur fór auðvitað suður að sól. Ef máninn og White Star væru’ ekki á kvöldin, þá væri skuggalegt bak við tjöldin og „havarí" hvað öðru líkt. Já, flest er sorglegt og svart í bænum, ef sjera Ástvaldur misþyrmir hænum, en það er nú eflaust ýkt.
En eitt er gleði’ eins og allir vita, þótt eigi menn varla nokkurn bita, þrátt fyrir alt og alt. Og þó að vor ættjörð öllu fórni, og enginn hjer heima af viti stjórni, að kónginum er ekki kalt. Svart er við alla sælunnar brunna; jeg sje varla til að kyssa þig, Gunna, en eitthvað með fingrunum finn, Vertu nú sæl, jeg veðja þyrði, að varla neitt úr trúlofun yrði, hefðirðu ei hár eða kinn.
Þegar að haustmyrkum hallar degi hálfdrættingar á stjórnlausu fleyi líta’ ekki land eða rof. Þótt dimt sje úti og dimt sje inni er dálítil skíma í sálu minni, Geira og guði sje lof. Skammdegið kallar að glaumi glasa. Gleðinnar synir falla, hrasa, en volaðu’ ei, vinur minn kær, þótt dimt sje í veröld og vegir hálir, verði ekki fyrir þjer litlar sálir. — Það er djöfull að detta um þær. — Z.
148