Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 35

Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 35
kann það að hafa valdið nokkru um að árið 1912 kemur Stína að Kjós. I fyrstu er hún að hálfu leyti í Naustavík og að hálfu leyti í Kjós. En síðar, er móðir mín Petrína Sigrún Guðmundsdóttir missir fyrri mann sinn Ágúst Guðmundsson árið 1915 kemur Stína mín algjörlega að Kjós og dvelur þar alla tíð síðan, svo lengi móðir min hefur heimilishald. Og þegar því lýkur fer hún til Sörla Ágústssonar hálfbróður míns, sem þá er giftur maður og farinn að eignast börn. Hjá honum er hún að heita má til dauðadags, svo sem fyrr greinir. Þegar Stína kemur fyrst að Kjós er Guðmundur Ágústsson síðasta barn móður minnar af fyrra hjónabandi hennar smá- barn. Mjög fljótlega tekur Stína algjöru ástfóstri við þennan dreng og er óhætt að fullyrða að sú ást entist henni til hinstu stundar. Er Ágúst Guðmundsson fellur frá 1915 úr skæðri lungna- bólgu, eru börnin fimm í Kjós. Elst er Sveinsína, þá Símon, Sigríður, Sörli og Guðmundur yngstur, þurfti því nokkuð fyrir þetta heimili að leggja, auk þess sem alltaf var gestkvæmt í Kjós, einkum sökum heiðarferða i sambandi við læknisvitjanir og fleira, en læknir var enginn fyrir þetta byggðarlag annar en sá, sem staðsettur var á Hólmavík. Margar slíkar ferðir er farnar voru á þessum tíma voru hreinar svaðilferðir og reyndu mjög á þrek manna og hesta, ef hægt var að koma hestum við. Þar sem Kjós var heiðarbær eru mér margar heiðarferðir í minni frá því ég fyrst man eftir mér. Sterkasta vinnuafl heimilisins var því Guðmundur Ólason afi minn, sem gjörðist nú forráðamaður fyrir búinu og svo Stína með allan sinn dugnað og vitanlega elstu börnin. Er þvi óhætt að fullyrða að þau voru algjörir máttarstólpar búsins á þessum árum. Guðmundur afi minn var annálaður fyrir barngæði og hafði því mjög gott lag á því að fá börnin til að vinna svo sem þau höfðu krafta til, en tillitssamur var hann þeim og öllum þótti þeim vænt um hann. Gekk þetta því allt vonum betur og aldrei held ég að brýnustu nauðsynjar hafi vantað í Kjós. En nú gjörist það árið 1917, að móðir mín kynnist föður mínum Jóni Danielssyni. Pabbi hafði um tíma dvalið eitthvað á 3 33

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.