Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Síða 46

Strandapósturinn - 01.06.1978, Síða 46
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka: Grjótrullan — Því er svo sem ekki að neita, sagði gamla konan með alvörusvip, — að ég hef ýmislegt reynt. Ég hef fengið að fara gegnum grjótrulluna ekki síður en aðrir sem ólust upp við svipuð kjör og ég í lok nítjándu aldarinnar. — Grjótrulluna, tók ég upp eftir henni, þegar hún gerði hlé á tali sínu, — hef ég aldrei heyrt nefnda. — Nei, það er ekki von, sagði gamla konan, — því að hún lagðist niður, grjótrullan, þegar straujárnin komu þessi fyrstu sem voru tunguhituð í hlóðum. Síðan komu nýrri og nýrri gerðir og nú þarf víst ekki lengur að strauja nema sumt af þvottinum því annað kvað vera straufrítt. Þessi grjótrulla var eins og skúffa, sem í voru steinar, en undir henni var önnur skútfa, og keflum var tyllt í skoru eða hlaup innan á neðri skúffunni. Þegar straujað var var efri skúffan tekin af og þvotturinn settur sem sléttastur í þá neðri. Síðan var efri skúffan sett á sinn stað og steinum raðað í hana, en hún sjálf hreyfð fram og aftur, svipað og hefill og þá strauj- aðist þvotturinn, drengur minn. —Já hann sléttaðist svo að um munaði. — Ég get trúað því, sagði ég og reyndi að gera mér í hugarlund þetta forneskjulega verkfæri sem Gróa gamla lýsti. — Já, hann varð sléttur, sagði gamla konan, — og það er ég líka orðin eftir árin 80 í þessum þorpskrika. — Hefurðu alltaf búið hér í þessu litla vinalega, græna húsi, spurði ég til að reyna að létta skap Gróu, því að ég fann að henni var þungt inni fyrir. — Búið, já, sagði hún. — Ég hef búið hér í sextíu ár. Sextíu eru 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.