Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 46

Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 46
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka: Grjótrullan — Því er svo sem ekki að neita, sagði gamla konan með alvörusvip, — að ég hef ýmislegt reynt. Ég hef fengið að fara gegnum grjótrulluna ekki síður en aðrir sem ólust upp við svipuð kjör og ég í lok nítjándu aldarinnar. — Grjótrulluna, tók ég upp eftir henni, þegar hún gerði hlé á tali sínu, — hef ég aldrei heyrt nefnda. — Nei, það er ekki von, sagði gamla konan, — því að hún lagðist niður, grjótrullan, þegar straujárnin komu þessi fyrstu sem voru tunguhituð í hlóðum. Síðan komu nýrri og nýrri gerðir og nú þarf víst ekki lengur að strauja nema sumt af þvottinum því annað kvað vera straufrítt. Þessi grjótrulla var eins og skúffa, sem í voru steinar, en undir henni var önnur skútfa, og keflum var tyllt í skoru eða hlaup innan á neðri skúffunni. Þegar straujað var var efri skúffan tekin af og þvotturinn settur sem sléttastur í þá neðri. Síðan var efri skúffan sett á sinn stað og steinum raðað í hana, en hún sjálf hreyfð fram og aftur, svipað og hefill og þá strauj- aðist þvotturinn, drengur minn. —Já hann sléttaðist svo að um munaði. — Ég get trúað því, sagði ég og reyndi að gera mér í hugarlund þetta forneskjulega verkfæri sem Gróa gamla lýsti. — Já, hann varð sléttur, sagði gamla konan, — og það er ég líka orðin eftir árin 80 í þessum þorpskrika. — Hefurðu alltaf búið hér í þessu litla vinalega, græna húsi, spurði ég til að reyna að létta skap Gróu, því að ég fann að henni var þungt inni fyrir. — Búið, já, sagði hún. — Ég hef búið hér í sextíu ár. Sextíu eru 44

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.