Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 59

Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 59
Þórdís Magnúsdóttir: I hættu Þórdís Magnúsdóttirfæddist á Hvalsá í Steingrímsfirði árið 1910. Hún ólst upp hjá hjónunum Guðrúnu Grímsdóttur og Jóni Magnússyni í Skál- holtsvík og dvaldi hjá þeim fram yfir fermingaraldur. Þá fór hún að Krossárbakka til systur sinnar, Vilborgar Magnúsdóttur og manns hennar Magnúsar Sturlaugssonar. Síðan fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi og var tvö ár í Vatnsdal. Eftir það lá leið hennar til Reykjavíkur. Hún dó um hálf þrítugt. Sigurgeir Magnússon. Það var í júnímánuði að ég og önnur stúlka vorum að taka saman tað á húsatúninu en pabbi hlóð hlaðann. Þetta var í brakandi þerri og við kepptumst við allan daginn. Klukkan 9 kallaði mamma á mig heim til að sækja kýrnar. Ég fór fljótt heim og inn í bæ. Mamma stóð í búrdyrunum. „Komdu hérna, Anna mín,“ sagði hún, og er ég kom inn í búrið rétti mamma mér brauðsneið með osti ofan á. Ég þakkaði henni fyrir og sneri við út aftur um hæl og greip með mér svipu, sem reis upp við bæjardyrastafinn innanvert. En þá heyrði ég mömmu kalla: „Varaðu þig á honum bola.“ Eg játaði því hugsunarlaust og hljóp á dyr og linnti ekki á sprettinum fyrr en ég var komin út fyrir tún. Þar var forarflói og mátti ég gæta allrar varúðar að vaða ekki. Þegar komið var yfir flóann tók við hár og brattur hryggur, er nefndist Leiti. Ég gekk hægt upp Leitið og nú fann ég fyrst að ég var þreytt. Eg hugsaði til kúnna, ef þær sæjust nú ekki af leitinu, þá væru þær langt í burtu. 57 L

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.