Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 65

Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 65
Jóhannes Jónsson frá Asparvík: Bóndinn í Kaldrananesi Asgrímur Bergþórsson Við lestur fornra sagna verða ýmsar persónur sögunnar les- andanum hugstæðari en aðrar og fer það að sjálfsögðu eftir mati lesandans hverju sinni. Oft birtast þessar sagnapersónur eins og leiftursýn í myrkri aldanna, örlítið brot af heildarmynd, sem að mestu er horfin og gleymd. Oft orka þessar sagnapersónur svo á huga lesandans, að hann getur ekki gleymt þeim og fer honum því líkt og fornleifaleit- anda, að hann leitar að fleiri brotum í ruslahaugi liðinna alda og reynir að setja þau saman svo að heildarmynd náist, en brotin eru oft svo fá og smá, að ekki er hægt að ná þeirri heildarmynd, sem æskilegt væri. Þrátt fyrir það getur verið gaman að draga fram í dagsljós nútímans þá mynd, er fávís lesandi fornra sagna telur sig hafa fundið við lestur þeirra. Á fjórða tug þrettándu aldar bjó að Kaldrananesi í Bjarnar- firði bóndi sá er Ásgrímur hét Bergþórsson. Foreldrar hans voru Bergþór prestur Jónsson á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Helga Ásgrímsdóttir. Foreldrar Bergþórs voru Jón prestur Brandsson, Bergþórs- sonar sá er talinn er fyrstur presta á Stað i Steingrímsfirði sam- kvæmt prestatali og kona hans Steinunn Sturludóttir, Þórðar- sonar í Hvammi (Hvamms-Sturlu), Gilssonar, Snorrasonar, Jörundssonar. Móðir Steinunnar var Ingibjörg Þorgeirsdóttir, Hallasonar frá Hvassafelli í Eyjafirði. Ingibjörg var áður gift Helga Eiríkssyni í Lönguhlíð og var Hvamms-Sturla því seinni 63

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.