Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 83

Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 83
Ragnheiður Jónsdóttir frá Broddadalsá: Skærin Eftirfarandi atvik kom eitt sinn fyrir mig á meðan við hjónin bjuggum á Melum í Árneshreppi í Strandasýslu. Nokkru fyrir jólin var Elísabet dóttir mín að klippa niður ræmur eða renninga, sem hún ætlaði að flétta í gólfmottu, þegar starfinu lauk fann hún hvergi skærin, sem hún notaði við það. Ekki þótti mér gott að vera skæralaus, svo ég bað bónda minn að útvega mér skæri í kaupfélaginu á Norðurfirði. Þar voru engin skæri fáanleg, en kaupfélagsstjórafrúin sendi mér skæri, sem hún var hætt að nota og voru þau sæmileg. Nú liðu jólin og nýárið og allt sem þeim fylgir og Ella farin til Reykjavíkur, við vorum tvö eftir heima í kotinu og undum hag okkar vel, ég notaði skærin oft við að bæta og laga flíkur. Svo er það einn dag um miðjan janúar, að ég þurfti sem oftar að nota skærin góðu, en þá voru þau týnd og fundust hvergi, við leituðum allsstaðar í húsinu bæði hátt og lágt, en allt kom fyrir ekki, þau fundust ekki, aftur á móti fundum við gömlu skærin mín, þau höfðu runnið niður með sætinu á stólnum, sem dóttir mín hafði setið á. Nú verð ég að lýsa dálítið eldhúsinu, þegar komið er inn, er 6 81

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.