Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 61

Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 61
hressilega til matar síns af töðugrasinu í nátthaganum. Það gerð- um við líka öll af veitingum þeim, sem kunningjarnir höfðu tekið með í nesti alla leið frá Hólmavík. Nú var ekki riðið lengra, enda vegurinn ekki góður, en Júlíus, Magnús, Guðjón og ég gengum fram í Katla, þar sem var hjásetuhús „Kollafjarðarnessstrákanna“ neðantil í holti. Nú voru veggirnir tæplega hnéháir og bekkurinn í tóftinni siginn saman, en annars líkur og hann áður var. Innan veggbrotanna voru aðeins nokkrar fúnar og veðurbarðar spýtur úr rjáfrinu. Mér sýndist húsið nú minna en það áður var, en svona hefur það nú verið. I því var mæniás með stoð undir. Man ég eftir því að okkur Jóhannesi Guðmundssyni þóttu það býsna undur, að við gátum lyft stoðinni og mæniásnum með þakinu, með ca 30 cm löngum spýtum, sem við létum verka þannig, að sú fyrsta hafði viðnám undir stoðinni, hinar í holum í bekknum, en allar voru þær í sambandi sem vogarstangir hver á aðra, svo að ekki þurfti nenra átak af fingri til að lyfta þakinu, ef stutt var á ijarlægustu vogarstöngina. Lækurinn rann enn niður með húsinu, en smjördallurinn var þar ekki og nestispokinn með þorskhausunum og fleira góðgæti var ekki á bekknum. „Fjóla“ hrafnsvört og eineygð var hvergi að sjá. Frá hjásetuhúsinu gengum við fram á holtið að vörðunni, svo að vel sást frarn í hjásetupláss Hlíðar. Ekki sást „Kobbi“ (Jakob Thor- arensen skáld) með Hlíðarrollurnar. Var nú snúið við og gengið ofaní Selið aftur. Þar var áðurnefndri flösku með bréfinu í komið fyrir í syðri selveggnum í þartilgerðri holu, og látin stór hella yfir svo að hestar ekki grönduðu flöskunni. Nú var ekkert eftir af Selinu nema tóftin og endurminningar okkar. Sagði Júlíus að oft hefði verið harðsótt að hirða fé þar á vetrum. Annars minnist ég þess ekki að Guðmundur Báðarson hefði ærnar í Seli nema part úr tveimur sumrum. Var nú lagt af stað frá Selinu kl. 6 síðdegis og riðið niður Grenisbrún. Silungahylirnir í ánni vöktu miklar endurminningar um mikinn eltingaleik. Efratúnið á Hvalsá hafði Guðmundur Bárðarson takmarkað rnjög víðáttumikið með grjótgarði. Datt 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.