Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Síða 62

Strandapósturinn - 01.06.1993, Síða 62
mér í hug að honum myndi nú hafa litist svo, að vel hefði verið haldið áfram, með því að nú var allt svæðið innangarðs orðið töðuvöllur. Nú héldum við áfram beina leið að Smáhömrum og komum við þangað klukkan 8 síðdegis. Gekk þar úr hlaði hús- bóndinn Karl Aðalsteinsson og bauð okkur öllum 7 að ganga í bæinn. Húsfreyjan Þórdís Benediktsdóttir tók þar á móti okkur, og bað okkur eftir litla stund að setjast til borðs og neyta kvöld- verðar. Eins og forðurn daga á Smáhömrum vorum við í þetta sinni líka matarþurfi eftir langa útiveru og neyttum vel hinna rausnarlegu veitinga. Þessi ungu hjón hafði ég ekki þekkt áður nema af af- spurn. En förinni að Smáhömrum var nú aðallega heitið til að heilsa og líklega kveðja í síðasta sinn gömlu hjónin Matthildi Benediktsdóttur og Björn Halldórsson. Matthildur hafði nú verið blind í mörg ár, en svo lítið hafði henni farið aftur að útliti, að mér þótti hún alveg eins falleg og hún áður var. Björn var orðinn rnjög sjóndapur, svo hann sá ekki nema í móðu, en bæði kváðust þau ætla að ríða á kjörfund að Heydalsá þann 24. júní. Hjóna- bandið virtist ekki hafa hrörnað. Björn vildi hafa Matthildi til borðs með sér, því þegar hann var sestur stendur hann upp, skimar í allar áttir og segir svo: „Hvar er Matthildur?“, en hún hafði þá verið sest við hlið hans, og þá var það eins og það átti að vera. Kunningjar okkar frá Hólmavík héldu nú allir heim urn kvöld- ið, nema Matthildur Björnsdóttir. Ungu hjónin sýndu okkur um- hverfið og túnið, sem náði nú rétt að túninu í Þorpum og þannig verið stækkað til mikilla muna. Við Ágústa vorum svo um nóttina á Smáhömrum, en daginn eftir fór ég ásamt Birni og Karli upp að Þorpum til að hitta fermingarsystur mína Valgerði Jónsdóttur. Var þar flest með líkum ummerkjum og áður var, nerna hvað túnið hafði verið stækkað. Þorpsgil hafði þó sett þar á túnið sinn eyðandi framburð af möl og grjóti til mikilla skemmda á stóru svæði á miðju túninu. Síðari hluta dags þann 16. júní fórum við frá Smáhömrum. Karl reiddi Matthildi inn að Hólmavík, en Þórdís fylgdi okkur að Kollafjarðarnesi og komum við þangað klukkan 6 síðdegis. Próf- 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.